Væri ekki eðlilegra að leggja ríkisstjórnina til hliðar ?

Það er sama hvað þessi ríkisstjórn tekur sér fyrir hendur, hún klúðrar því!

Ýmist er það Hæstiréttur eða þjóðin sem setur ofaní við stjórnvöld. Með svikum og frekju tókst að koma aðildarumsókninni í gegnum Alþingi, en þar með eru afrek þessarar ríkisstjórnar upp talin.

Eftir það hafa deilur innan stjórnarflokkanna og milli þeirra gert ríkisstjórnina lamaða. Þegar svo, með hrossakaupum, tekst að koma einhverju máli í gegnum þingið, er það stór gallað efnislega eða lagalega!

Þessi ríkisstjórn fékk sitt tækifæri en klúðraði því algerlega. Því væri best að leggja hana til hliðar og það strax. Það einfaldar málið mikið. Þá gætu þingmenn farið að vinna að aðkallandi málum í stað þess að vera að rífast um getuleysi stjórnvalda upp á hvern dag. Málum eins og t.d. kjarskerðingu þeirra sem minnst mega sín, aldraðra, öryrkja og sjúkra, eða málefnum lánþega sem eru í raun enn á byrjunarreit frá því bankarnir hrundu!!

 


mbl.is Eðlilegast að leggja málið til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það væri eðlilegast að gera svo og í það minnsta vitiborið. Það er ekki hægt að vera með Ríkisstjórn sem kemur engu áfram án þess að nota lygar og pretti til að ná sínu fram.

Ríkisstjórnin á að vera að vinna fyrir okkur fólkið í Landinu, en Ríkisstjórnin gerir allt til þess að knésetja okkur fólkið til þess eins að grafa undan Sjálfstæði og dugnaði Þjóðarinnar og það er allt gert til þess eins að þóknast fársjúku fjármálakerfi heimsins sem er að hruni komið á kostnað skattgreiðenda sem trúðu og treystu orðum þessa fólks um skjaldborgina heimilunum til... 

Það væri ráð og umhugsunarefni fyrir þetta fólk að velta því fyrir sér hvort það skyldi vera betra að láta minnast sín fyrir að hafa unnið vel fyrir fólkið sitt eða láta minnast sín fyrir að hafa svikið það...

kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.7.2012 kl. 07:48

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Bæði sammála þér Gunnar og Ingibjörgu. Ríkisstjórn verður að hafa hag landsins í huga en ekki pólitíska leiðbeiningar hvað á að gera. Við þurfum ríkisstjórn sem hámarkar hag landsins.

Ómar Gíslason, 16.7.2012 kl. 08:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við viljum utanþingsstjórn

Utanþingsstjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Sveinn Björnsson þáverandi ríkisstjóri leysti stjórnarkreppu í landinu, árið 1942, með því að skipa slíka stjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nokkrum sinnum síðan hefur myndun utanþingsstjórnar komið til tals bæði innan og utan þings. Umræðan um myndun slíkrar stjórnar hefur þó aldrei verið jafn hávær og nú.

Utanþingsstjórn er neyðarúrræði til að bregðast við neyðaraðstæðum eins og þeim sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í dag. Sú utanþingsstjórn sem Sveinn Björnsson setti á laggirnar árið 1942 var skipuð fimm ráðherrum sem hann tilnefndi og setti í embætti. Utanþingsstjórn má skipa einum til tuttugu einstaklingum sem forseti Íslands myndi skipa verði farið eftir þeirri hefð sem Sveinn Björnsson skapaði.

Skipun utanþingsstjórnar við núverandi aðstæður hefur tvíþættan tilgang: Það þarf að leysa úr þeirri alvarlegu stjórnmálakreppu sem hefur rúið Alþingi öllu trausti. Það þarf þó fyrst og fremst að bregðast við því grafalvarlega efnahagsástandi sem stefnir framtíð lands og þjóðar í voða. Þingið hefur sýnt það og sannað á ótvíráðan hátt að það er þess ekki umkomið að taka á þessu verkefni.

Þjóðin ætti þess vegna að gefa forseta landsins umboð til að koma á utanþingsstjórn sem hefði það í forgangi að leysa hana undan aðsteðjandi hættum.

Algjörlega sammála ykkur öllum.  Utanþingsstjórn er málið til næstu kosninga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2012 kl. 10:34

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Sammála þér Ásthildur

Ómar Gíslason, 16.7.2012 kl. 10:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita Skapti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2012 kl. 11:58

6 identicon

Sammála pistlahöfundi. Skrifaði undir í gær og konan líka Ásthildur.

Kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 12:10

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLott Sigurður minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2012 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband