Gæfa Íslands

Það má vissulega segja að gæfa Íslands liggi í því að vera ekki í ESB og gott að sumir ráðherrar Samfylkingar skuli vera farnir að átta sig á því, þó enn séu nokkrir þeirra sem vefja um sig bláum skikkjum með gulum stjörnum á.

Þessi gæfa gerði stjórnvöldum fært að setja hér neyðarlög, í kjölfar falls bankanna, neyðarlög sem sáu til þess að skuldir óreiðumanna og einkafyrirtækja væru ekki færð að fullu á landsmenn. Eitthvað sem þjóðir ESB gátu ekki gert og súpa nú seiðið af.

Gæfan að vera með eigin gjaldmiðil varð til þess að hér var hægt að leiðrétta gengi gjaldmiðilsins til raunverulegrar stöðu hans, miðað við getur þjóðarbúsins, eftir langan tíma kol rangrar skráningar í afli froðufjárs útrásarvíkinganna. Vissulega skertust kjör landsmanna, en kannski var einungis verið að leiðrétta þau. Leiðrétta þau til samræmis við getu okkar og fjárráð þjóðarskútunnar. Þetta hefur einnig stuðlað að því að atvinnuleysið er þó ekki verra en það er, þó það sé vissulega meira en efni standa til! Þessari gæfu urðu ríki ESB ekki aðnjótandi. Þar ríkir bullandi atvinnuleysi og fer hratt versnandi. Þar eru í gangi skerðingar á launakjörum fólks og hreinar launalækkanir. En þeir hafa að vísu "stöðugan gjaldmiðil" sem er þó í frjálsu falli gagnvart öðrum gjaldmiðlum. En hann er "stöðugur" milli rikja ESB!

Ógæfa Ísland felst hins vegar í því að við skyldum hafa verið aðilar að EES. Það var vegna þess samnings sem óprútnir og siðlausir einstaklingar gátu gamblað með fjármuni landsins. Það var vegna EES samningsins sem hægt var að láta bankakerfið vaxa langt umfram getur landsins og koma hér upp fölskum kaupmætti og falskri gengisskráningu, sem ekkert lá að baki nema froðufé!

Ógæfa landsins felst í því að hér komust til valda afturhaldsöfl sem hafa haldið öllu í gíslingu afturhaldsins. Hafa staðið gegn allri uppbyggingu atvinnulífsins með "pólitíska réttsýni" sem markmið. Afturhaldsöfl sem hafa það helsta markmið að sundra þjóðinni.

Afturhaldsöfl sem ekki gerðu eina einustu tilraun til varnar landi og þjóð, þegar brimskaflar óréttlætisins skullu á ströndum landsins, heldur lögðust niður sem hræddir hundar!!

Afturhaldsöfl sem hafa marg oft reynt að koma á þjóðina skuldaklafa erlendra ríkja sem stunda heimsvaldastefnu af verstu gerð.

Afturhaldsöfl sem með svikum og fláræði komu því til leiðar að nú stefnir landið hraðbyr í svarthol hins sökkvandi ESB, þar sem kapítalistminn hefur ráðið ríkjum og einræðistilburðir eru aðalsmerkið.

Mesta gæfan sem Ísland gæti orðið fyrir nú er að þessi afturhaldsstjórn fari frá og þjóðin fái að kjósa sér nýja fulltrúa til að stjórna okkar gjöfula landi, sem á alla framtíð fyrir sér, ef afturhaldsöflunum verður úthýst!!

 


mbl.is Skapar forskot á leið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þú heldur það já. Þú ert greinilega ekki búinn að átta þig á því hvernig kreppur virka á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 15.5.2012 kl. 20:57

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ætli við Íslendingar höfum ekki örlítið meiri hugmynd um það hvernig hún virkar á okkur en þið Danirnir, Jón Frímann.

Gunnar Heiðarsson, 15.5.2012 kl. 21:54

3 Smámynd: Benedikta E

Gunnar - Ég held að þú áttir þig ekki á hvað Jón Frímann er að meina.

Ég skil hann þannig - að þú sért ekki búinn að átta þig á að Jóhönnustjórnin er leppstjórn ESB með eymd - fátæktarvæðingu - ölmusu í plastpokum - hungurbiðraðir og örbyrgð almennings að markmiði - eins og innleitt hefur verið í ESB löndunum.Fátækir verði fátækari og einnig fjölmennari - en auðæfin safnist á fárra manna hendur.

Grikkirnir eru búnir að átta sig á þessu og segja nú hingað og ekki lengra - ESB - !!!

Benedikta E, 16.5.2012 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband