Hvar er stjórnarandstaðan ?

Á Alþingi er karpað um hvort fara eigi í ólöglega og marklausa kosningu um tillögur stjórnlagaráðs. Á meðan er ESB að skipuleggja herferð gegn okkur með viðskiptaþvingunum.

Þessi ógn sem að okkur steðjar er ekkert rædd af viti á Alþingi og svo virðist sem utanríkisráðherra, íklæddur blárri skykkju með gulum stjörnum á, sé alfarið látinn um þetta mál. Það vita allir hvernig það mun enda!!

ESB umsókn okkar mallar áfram eins og ekkert hafi í skorist, þessi vegferð sem mun, ef áætlanir utanríkisráðherra og trúbræðra hans ná fram að ganga, gera að engu þær breytingar sem stjórnvöld leggja svo mikla áherslu á, stjórnarskrá okkar og lög um fiskveiðar. Þessir þættir munu að fullu heyra undir ESB ef að aðild verður!!

Sú ógn sem að okkur steðjar nú, af hálfu Damanaki, er mikil. Hún er þó ekki nema brot af þeirri ógn sem landinu stafar af inngöngu í ESB, samband sem er á fallandi fæti og stefnir í enn meiri skærur og jafnvel upplausn.

Hvar er stjórnarandstaðan? Hvers vegna krefst hún ekki umræðu um þessi mál á Alþingi? Hvers vegna er ekki rædd sú ógn sem stafar af Damanaki og hver viðbrögð okkar skuli verða? Hvers vegna er ekki rætt á Alþingi sá vandi sem ESB og evran eru í og hvort ekki sé rétt að stinga við fótum, að bíða og sjá hvert muni stefna í ESB? 

Þetta þing er komið á síðustu daga sín, sumarfrí framundan. Stjórnvöld krefjast þess að afgreidd verða mál sem annars vegar eru brot á stjórnarskrá og hins vegar muni leggja landið í auðn. Hvoru tveggja þó mál sem munu engu skipta eftir inngöngu í ESB.

Aðildarumsókn okkar er eitt stæðsta mál sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir frá upphafi lýðveldisins. Samt er það mál taboo á Alþingi, það má ekki minnast á það. Utanríkisráðherra fer þar með öll völd og hlær að ganrýnisröddum, íklæddur blárri skykkju með gulum stjörnum!!

Við erum að sigla inn í sumarið og þinghlé. Það er ljóst að strax í næsta mánuði mun Damanaki standa við stóru orðin og skella hér á okkur viðskiptaþvingunum, í nafni ofveiðar. Ofveiði sem skapast af því að ekki hafi náðst samningar og báðir aðila eiga því þátt í!! Hún ætlar að tryggja að eingum verði heimilt að stunda ofveiði nema þjóðum ESB!!

Að þessi mál skuli ekki verða tekin til alvarlegrar umræðu á Alþingi er með ólíkindum og að þessi mál skuli ekki vera tekin úr höndum þess sem klæðist bláu skykkjunni er enn undarlegra! 

Stjórnarandstaðan á að rísa upp og krefjast umræðu um þessi mál, bæði hótana frúarinnar frá Grikklandi sem og áframhald aðildarviðræðnanna. Að öðrum kosti verði ekki friður um eitt né neitt á Alþingi. Stjórnarandstaðan á að beyta öllum þeim vopnum sem tiltæk eru og ef ekkert annað dugar en að yfirgefa þingsalinn, verður svo að vera. 

Þessi mál verður að ræða af fullri alvöru, ríkisstjórnin mun vissulega ekki hafa frumkvæði að því, svo eina von okkar er að stjórnarandstaðan sýni nú hvað í henni býr. Að öðrum kosti er landið endanlega fallið í glötun!!

 


mbl.is ESB hótar viðskiptabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar; æfinlega !

Stjórnarandstaða; svonefnd, er lengst úti í mýri - eða í einhverjum skúmaskotum, fornvinur góður.

Sömu Andskotans ræksnin; sem annað stjórnmálalið, í landinu.

Með kveðjum góðum; vestur á Skipaskaga, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben ku vera hættur, hinir eru í fríi....

Vilhjálmur Stefánsson, 14.5.2012 kl. 13:11

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Þetta eru svo mikil dusulmenni sem við höfum þarna samansafn af ladsliði í kúlum eða ráherrar sem notuðu innherja upplæysingar til að verða ríkir eins og maðurinn í bláuskykkjuni með gulustjörnunar

Guð blessi Ísland 

Magnús Ágústsson, 14.5.2012 kl. 13:41

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Bara það að svo umfangsmikil reglubreyting sem verið er að tala um hér, skuli vera lögð fram að ekki segja samþykkt, er meir en næg ástæða til að draga umsóknina tilbaka, þegar aðildarumsóknin var send 2009, voru (og eru enn) reglurnar þannig að einungis er hægt beita löndunar/viðskiftabanni á þann fisk sem deilt er um, einnig þarf samþykki allra ESB ríkja til að slíkt bann verði virkt.

Nú er Brussel búið að átta sig á því að þetta er ekki nóg til hræða þessi tvö eyríki til hlýðni, þar með er verið að leggja til breytingar sem gera Brussel auðveldara að þvinga smáríki til hlýðni, vilja íslendingar vera aðilar að slíku ?

Aðilar að því að beita t.d. færeyinga slíkum kúgunum ?

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 14.5.2012 kl. 14:09

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Kristján getur þú frætt okkur á hvar Stjórnarandstaðan er??. Við vitum hvað helvítinhjá ESB eru að hugsa..

Vilhjálmur Stefánsson, 14.5.2012 kl. 15:40

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Segðu það Vilhjálmur  eru það ekki bara við sem erum að gaspra hér af veikum mætti ?

Nú eru vonandi ekki bara ill öfl þarna í ESB, en sannleikurinn er samt sá að þau sem velja helst "kúgunar" og hótanaaðferðir, eru þau sem mest ber á, svo það ber að vera á verðinum.

Kv

KH

Kristján Hilmarsson, 14.5.2012 kl. 18:31

7 identicon

Var ekki Páll Vilhjálmsson með svarið við þessu í morgun?

Sjálfstæðisflokkurinn hættur í stjórnmálum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband