Versta mynd einkavæðingar

Nú er það svo að ég tel ekki einkavæðingu af hinu slæma, þvert á móti. Undantekning er þó allt er snýr að grunnþjónustunni, hún á vissulega að vera fjármögnuð af samfélaginu.

En vald er vandmeðfarið, sérstaklega vald yfir náttúrugersemum. Einkavæðing Kersins hefur hingað til ekki verið til trafala, að öðru leyti en að þeir sem þangað hyggjast fara, með stóra hópa, hafa þurft að sækja um leifi landeigenda. Þessi kvöð hefur verið til þess eins að stjórna ágangi á svæðið og öllum til hagsbóta.

En nú ber annað við, nú skiptir máli hvar í flokki menn eru, hver þeirra pólitíska sýn er og mönnum hafnað á þeim grunni aðkoma að Kerinu. Þetta er hættulegur leikur og eigendum Kersins til háborinna skammar. Það er eitt að stjórna ágangi fólks á svæðið eftir þoli þess á fjölda, annað að stjórna þessu aðgengi af pólitískri hugmyndafræði.

Þetta ógnar einkavæðingunni, þetta veytir byr undir vængi afturhaldsins, sem ekkert sér nema ríkisrekstur og ríkisráð.

Skynsemi eigenda Kersins var lítil í þessari höfnun. Þeir hafa með þessari ákvörðun gefið þeim sem vilja ríkisvæða allt og alla, afturhaldsöflum þjóðfélagsins, vopn sem erfitt verður að verjast. Þeir hafa hrundið af stað atburðarás sem líklega á eftir að vefja upp á sig og verða landi og þjóð til óheilla!

Vald er vandmeðfarið og eigendur Kersins hafa sýnt að þeir hafa ekki þá skynsemi sem þarf til að fara rétt með sitt vald. Þetta eru stór orð en sönn. Þeir hafa ekki einungis skaðað sig sjálfa, heldur hafa þeir skaðað þá hugsjón að hlutum sé betur varið á hendi einstaklingsins en ríkisbáknsins!

Eigendur Kersins hafa sýnt okkur verstu mynd einkavæðingar og afturhaldsöflin munu nýta sér það!!

 


mbl.is Höfðu ekki áhuga á heimsókn Wen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband