Mikið rétt, fróðleg ræða

Álfheiður Ingadóttir telur að stjórnarflokkarnir eigi mikið fylgi inni. Það er gott að hún er þessarar skoðunar, þá mun engin breyting verða á stjórnarháttum ríkisstjórnarinnar og þeir flokkar sem standa að henni þurkast út í næstu kosningum. Þeirri gleði fylgir þó nokkur harmur, þar sem þjóðin verður þá komin á vonarvöl!

Álfheiður segir að stjórnin eigi eftir að koma að mikilvægum málum og tiltekur stjórnarskrárbreytinguna. Það er með það mál, eins og flest önnur mál ríkisstjórnarinnar, að vilji þjóðarinnar er allt annar. Sá vilji kom skýrt í ljós þegar ólögega kosningin til stjórnlagaþings fór fram. Einungis örlítið brot þjóðarinnar kaus og sá sem mest fylgið hlaut, fékk einungis stuðning 3% kosningabærra landsmanna. Þetta var áður en sá hrærigrautur sem tuttugu og fimm menningarnir gátu svo af sér.

Það er sama hvar er tekið niður, allstaðar gera stjórnvöld þvert á vilja þjóðarinnar, þvert á þær samþykkktir sem fást með samvinnu þeirra hagsmunaaðila sem um ræðir hverju sinni. Það er ekki nóg með að ríkisstjórnarflokkarnir logi stafna á milli innbyrgðis, skærur milli þeirra eru meiri en áður hefur þekkst. Þá virðist það eitt aðalmarkmið stjórnarherrana að efna til ófriðar við þjóðina, ófriðar sem ekkert skilur eftir nema auðn og tóm.

Það er skelfileg tilhugsun að þessi ríkisstjórn skuli fá að leika lausum hala eitt árið enn. Þrjú skelfingarár afturhaldsins er þrem árum of mikið!!

 


mbl.is Telur að fylgið muni skila sér aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ekki við því að búast að Vg eigi efir að skora stórt í næsu kosningum þegar forystuliðið er svona rosalega fyrrt. Trúir þú á Álf(heiðar)a sögur?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 15:10

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef viðmiðið er síðasta skoðanakönnun sem sýnir hátt í 50% óákveðinna og/eða óvirkra kjósenda, þá er illt í efni fyrir stjórnarflokkana.

Þessi 50% munu ekki skila sér á kjörstað að óbreyttu. Af hinum ákveðnu 50% hyggst vel rúmur helmingur kjósa stjórnarandstöðuna. Vissulega slæmt fyrir stjórnarflokkana; en:

Engir stjórnmálaflokkanna "eiga" nokkuð fylgi inni. Hvorki stjórnar- né stjórnarandstöðuflokkar.

Kolbrún Hilmars, 17.4.2012 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband