Til umhugsunar

Vandi Grikkja er mikill. Þær leiðir til lausnar þeim vanda eru flestar með þeim hætti að vandinn vex. Þeim eru settar kröfur af hálfu AGS, ESB og Seðlabanka Evrópu, um gífurlegann niðurskurð svo allt athafnalíf hefur stöðvast og að auki skulu þeir stór auka skattheimtu.

Öllum er í fersku mynni þær aukakröfur sem þeim voru sett í haust, svo þeir fengju afgreitt lán sem þeim hafði verið  lofað. Þegar hik kom á stjórnmálamenn og þeir íjuðu að því að láta þjóðina kjósa, var umsvifalaust ráðist í að koma valdhöfunum frá og setja kommisara, uppalda í Brussel, í þeirra stað.

En sagan er þó ekki búin, nú þegar "réttir" valdhafar eru komnir að og farið að vinna að fullu að þeim aðgerðum sem krafist var, kemur ný krafa! Nú skulu Grikkir skera niður eða hækka skatta um tvo millljarða evra til viðbótar ( yfir 300 milljarðar íslenskra króna!).

Þetta vekur mann til umhugsunar um hverslags siðferði ríki innan þeirra stofnana sem haga sér með slíkum hætti. AGS, ESB og Seðlabanki Evrópu gerðu samkomulag við Grikki, þeim til hjálpar, fyrir ári síðan. Áður en árið er liðið eru settar auknar kröfur fram og því hótað að annars verði ekki staðið við gert samkomulag, að lán verði ekki afgreidd. Einungis tveim mánuðum eftir að gríska þingið samþykkir þessar aukakröfur, eftir að lýðræðiskjörinni ríkisstjórn hafði verið vikið frá, er enn sett fram aukin krafa og enn er hótað að lán verði ekki afgreidd!!

Það er varla hægt að treysta aðilum sem ganga fram með slíkum hætti, þeir standa ekki við gert samkomulag og heimta meir og meir, eins og krakki í sælgætisbúð. Vandamálið er hins vegar að ekkert er lengur að hafa í Grikklandi, það er búið að þurka allt fjármagn burt úr landinu!

Það er ekki lengur spurning hvort, heldur hvenær Grikjum er ofboðið, þá á ég ekki við almenning, honum er löngu ofboðið, þá á ég við herinn! Hvenær rísa hershöfðingjar Grikklands upp og yfirtaka stjórn landsins, að aftur verði herforingjastjórn í Grikklandi með þeim hörmungum sem slíkum stjórnum fylgja. 

Það er hins vegar spurning hvort slíkt hernám mun hafa áhrif víðar, hvort það muni smitast til fleiri landa Evrópu.

Það er ljóst að ástandið verður alvarlegra með degi hverjum í Evrópu og allt vegna þess að nokkrir stjórnmálamenn vilja halda í evruna. Þeir telja að öllu megi fórna í þeim tilgangi!

Að enn skuli ver til fólk hér á landi sem vill leggja lag sitt við ESB, er með ólíkindum!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband