Undarlegur fréttaflutningur

Hvort Gap fækkar eða fjölgar sínum verslunum í N-Ameríku kemur lítið við mig, enda ljóst að mörg ár verða þangað til ég hef aftur efni á að ferðast þangað aftur, a.m.k. ekki meðan þessi skattpíningarstjórn situr og en minna máli skiptir það mig þótt verslunum þessa fatasala verði fjölgað í Kína.

Það er hins vegar fréttin sem ég set spurningarmerki við og hvernig virðist vera sem fréttamenn taki upplýsingar hráar og færi þær fram. Í fréttinni segir að fækka eigi verslunum um 189 fyrir árslok 2013. Svo segir að fjöldi verslana eigi að fara úr 1056 niður í 700 á sama tíma. Það er nokkuð langur vegur þarna á milli.

Sjálfsagt hefur fréttamaður fundið þessa frétt í erlendum miðli, en þar sem misræmið innan fréttarinnar er svo mikið hefði verið betra að láta hana kjurt liggja. Vissulega er gott þegar fréttamenn eru meðvitaðir um þá þörf okkar að fá fréttir af því sem litlu eða engu máli skiptir fyrir okkur, en þeir verða að velja úr og kasta frá þeim fréttum sem beinlínis eru í mótsögn við sjálfa sig. Fréttamenn verða að sýna smá sjálfsvirðingu.

-

Það er þó eitt sem er merkilegt í þessari frétt. Gap segir að samdráttur hafi orðið í sölu, á N-Ameríkumarkaði, um 3% og því er þeirra svar að fækka verslunum um 30%! Hvað skyldi sú fækkun verslana draga mikið saman í sölu á þeim markaði?


mbl.is Gap rifar seglin í N-Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Gunnar,

Gap er núna með 889 verslanir og ætlar að fækka þeim niður í 700.  Þegar þeir hófu að loka verslunum árið 2007 voru þeir með 1056 verslanir í Norður Ameríku.  Hagnaður minnkaði um 19% s.l. ár og salan hefur verið að dragast saman hjá þeim í nokkur ár.  Lokunarplanið hjá þeim hófst reyndar 2007 og samanlagt ætla þeir að loka 34% af verslunum sínum í árslok 2013 og að þá verði þær 700 talsins. 

Eins og svo oft áður þá er þessi frétt hvorki fugl né fiskur og blaðamaður hafði ekki fyrir því að hugsa um hvað hann eða hún var að gera.  Pínulítil leit á google er allt sem ég gerði, tók 5 mínútur:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 15.10.2011 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband