Á maður nú að fara að vorkenna bönkunum !!

Það er erfitt fyrir fjármálafyrirtækin að fá meðaumkun þjóðarinnar og sem betur fer eru ekki allir þingmenn ginnkeyptir fyrir áróðrinum frá þeim, þó Árni Páll styðji að sjálfsögðu sitt fólk fram í rauðann dauðann.

Fjármálafyrirtækin hafa verið að sýna fáheyrðann hagnað frá hruni, hagnað sem ekki sást fyrir hrun. Það er því ekki ótrúlegt að þeir borgi einnig meiri skatta nú en þá.

Vandamálið er að þessi hagnaður er stolinn, stolinn frá lánþegum. Þessi hagnaður er fyrst og fremst byggður á þeirri staðreynd að sá afsláttur sem var á lánasöfnunum, þegar þau voru flutt milli gömlu og nýju bankana, hefur ekki komið til lánþega, heldur eru fjármálafyrirtækin að reikna sér stærri og stærri bita af þeirri köku sem hagnað. Þau eru að ræna landsmenn.

-

Vissulega er þó sá nýji skattur sem leggja skal á laun starfsmanna þessara fyrirtækja gangrýniverður. Engin hætta er á að laun fólksins verði lækkuð vegna hans, engin hætta er á að fjármálafyrirtækin taki þennan skatt af eigin hagnaði, þessum skatti verður velt á neytendur, þá sem þurfa á þjónustu þessara fyrirtækja að halda. Þessi skattur mun auka enn á hörmungar almennings, meðan fjármálafyrirtækin fitna enn frekar.

Ríkisstjórninni er stjórnað af fjármálafyrirtækjunum. Í sameiningu er þeim að takast að setja þjóðina í enn frekari hörmungar en áður hefur þekkst.

Það hefur akkúrat ekkert breyst frá því fyrir hrun, ekkert!!


mbl.is Hærri skattar frá fjármálafyrirtækjum en fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

"Birna sagði að uppgjör bankanna væri flókið og yrði áfram um einhvern tíma.

Semsagt, Birna hefur aldrei skilið bankauppgjör og ennþá síður eftir að þau urðu flókin. Hún vill að alþingismenn kynni sér hlutina þ.a. umræðan verði "málefnaleg".

Á hvaða lyfjum er þessi fávísa stúlka? Alþingismenn eru upp til hópa fáfróðir og illa menntaðir samanber góða grein í mbl. í gær.

Er ekki bara komin tími á það að þetta illa upplýsta og fávísa pakk horfist í augu við eigin heimsku og vanmátt og taki sér gott frí, öllum til heilla.

Guðmundur Pétursson, 14.10.2011 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband