Fáar fjaðrir eftir

Ríkisstjórn með fjórðungsfylgi kjósenda að baki sér og eins atkvæðis meirihluta á þingi er vart stætt.

Lygar og svik hafa einkennt þessa stjórn, sem byrjaði með fljúgandi starti. Mikill meirihluti kjósenda studdi ríkisstjórnina í upphafi og hún hafði góðann meirihluta í þingsal Alþingis. Smátt og smátt reytast þó fjaðrirnar af henni og innan þingsins er einungis ein ræfilsleg fjöður eftir á skrokk ríkisstjórnarinnar, aumingjaleg fjöður sem getur dottið af við minnsta tilefni. Í hugum almennings er þessi ríkistjórn orðin fjaðralaus með öllu!

Lygi og svik komast alltaf upp um síðir. Þær lygar og þau svik sem þessi ríkisstjórn hefur stundað, allt frá 1. febrúar 2009, eiga sér ekkert fordæmi. Þessar lygar og þessi svik eru nú að koma fram í dagsljósið, hver af öðrum. Við höfum enn eingis séð forsmekkinn af þeim uppljóstrunum sem eiga eftir að koma fram!

Það verður huggulegt fyrir Samfylkinguna að ganga til kosninga í vetur, með gömlu gránu við stjórnvölinn. Lygar hennar munu nú hrökkva á kjósendum sem vatn á olíu!

 


mbl.is Ríkisstjórnin með 26% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband