Samfylkingarfólki er ekki nein vorkun

Það er útilokað að vorkenna Samfylkingarfólki, það kaus þessa manneskju yfir sig og nú sýpur það seyðið af því.

Það bréf sem Jóhanna sendir félögum sínum er eins og annað sem frá henni kemur, fullt af lygum og ranghugmyndum. Það sem hún kallar stórkostlegann áfanga í baráttu við afleiðingar efnahagshrunsins, finnur fólk sem enn meiri ójöfnuð en áður og enn harðari skattpíningu, mitt í einhverju mesta atvinnuleysi sem yfir þjóðina hefur dunið. Ekki sér almenningur að neitt sé að batna, þvert á móti er sultarólin hert enn frekar við hver mánaðarmót.

Það sem Jóhanna kallar rækilega naflaskoðun innan flokksins, er í raun einungis ásakanir á samstarfsflokkinn í undanfara bankahrunsins. Þar á Samfylkingin enga sök að mati Jóhönnu og þarf því ekkert að hugsa frekar um það. Breytir þar einu þó innan þingliðs og ráðherraliðs flokksins sé fólk sem tók beinan þátt í peningabraskinu og svikunum á þeim tíma. Þar breytir heldur engu sú staðreynd að Samfylkingin var og er í eigu eins aðal höfundar bankaránsins, Jón Ásgeirs,

Jóhanna biðlar til félaga sinna um stuðning til áframhaldandi forustu. Ástæðan er að hún vil klára þau verkefni sem hún hefur unnið að. Hún vill fá að leggja landið í endanlega rúst!

Kannski mun nýfenginn stuðningur frá öðrum höfundi bankaránsins, Björgúlfi Thor, koma henni til bjargar við það verk. Þeir félagar Björgúlfur og Jón eru öllum hnútum kunnir við slík verk og því góður styrkur í þeim fyrir Jóhönnu!

 


mbl.is Gefur kost á sér til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill Gunnar.

Já það er hrikalega absúrd að Jóhrannar skuli koma fram með aðra eins samansuðuu af ranghugmyndum, rugli og lygi sem því bréfi er hún sendir "stuðningsmönnum" sínum.

Þar rifar elli kerling eitthvað um lýðræði... meðan fyrir alþingi liggur frumvarp hennar um gerræðisvald forsætisráðherra til að ráða ÖLLU.

Ennfremur "að þróa samfélagið"... það eina sem að spillingin hefur lagt til er hvernig egi að skera niður hjá hinum.

"Naflaskoðun" Spillingar er síðan að benda á alla sem þeim finnst að hafi gert eitthvað rangt og síðan að stæra ig af verkum annarra. Ekkert hefur verið tekið til hjá þeim sjálfum. Björgvin, Árni og Jóhanna sjálf eru þar mestu og "bestu" merkin um að skíturinn er enn í buxunum.

Síðan kemur fuglahræðan að einhverju um húsnæðislausnir (útflutning á íslendingum) Nýtt (og verra, ef það var þá hægt) fiskþjófakerfi. ESB nauðgun, Þjóðlagaraul (sem ekki fór eftir forskrift hennar) og á því eftir að "afbakast töluvert í þinginu. 

"Sjálfbær fjárlög"... með því að neyða einkaframtakið og almenna launþega í hrikalegan niðurskurð meðan að ríkisstarfsmenn og stjórnsýslan "bíður af sér veðrið" svona eins og Saddam, sem skreið eftir fyrra Flóabardaga, uppúr skítugri holu og lýsti yfir sigri.

Nei. Ef þetta er það besta í Spillingunni (best of the worst) er kominn tími til að leggja hana af með valdi.

Jóhanna í stjórnmálum er síðan svona eins og steinn í konfektkassa. Þegar allir bestu molarnir eru farnir og hinir bráðnaðir að þá er steinninn tekinn í misgripum fyrir eitthvað gott og hefnist þá þeim hinum sama (sam reynist vera þjóðin) þegar ekkert var af bragðið og reyndist svo harður undir tönn að tennur brotnuðu, hold bólgnaði og reikningurinn fyrir viðgerðunum kostaði mun meira en ferð til Belgíu eftir nýjum konfektkassa.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband