Göng ?

Það hefði sennilega verið vitlegra að gera göng undir Fjarðarheiðina, áður en ríkissjóður kastar milljörðum í göng undir Vaðlaheiði.

Vissulega er sagt að Vaðlaheiðagöng verði fjármögnuð af veggjöldum og byggð af einkaframtaki. Allir vita þó að ríkið er einn stæðsti hluthafi þess félags sem ætlar að byggja þau göng og allir vita einnig að göngin munu aldrei fjármagna sig sjálf.

Því ættu allir sem geta lagt saman tvo og tvo að átta sig á að kostnaðurinn við Vaðlaheiðagöng mun að stæðstum hluta lenda á skattgreiðendum. Þeir útreiningar sem liggja fyrir gerð Vaðlaheiðagangna eru einungis til þess gerðir að koma málinu af stað. Það vita allir að eftir að framkvæmdir eru hafnar mun verða lokið við þær, þó löngu hafi verið ljóst að kostnaðurinn verði mun meiri en áætlað var og að tekjur verði minni.

Þetta höfum við Íslendingar svo oft þurft að horfa uppá að enginn ætti að efast.

Vissulega er hagkvæmni  að fá göng undir Vaðlaheiðina, en enn meiri hagkvæmni væri þó að fá göng undir Fjarðarheiði! Þar að auki er um mikið öryggismál að ræða þar.


mbl.is „Allir komu brosandi í land“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kostnaður ríkissjóðs af því að grafa göng undir Fjarðarheiði væri 15-20 sinnum meiri en versta mögulega útkoma af Vaðlaheiðargöngum.

BS (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 19:10

2 identicon

Væri bara ekki betra að láta Norræun sigla t.d til Eskifjardar eða Reyðarfjardar nægt er bryggju plássið þar... Og voðalega skemmtilegt fyrir þá sem koma og ætla að hjóla um Island að byrja á því að hjóla brattasta fjallveg hér á landi...

kalli (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 20:00

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kannski menn ættu að skoða það hversu vitlaus hugmyndin um Vaðlaheiðargöng virkilega er, því þegar Víkurskarð er ófært (sem ekki gerist nú oft) þá er bullandi snjóflóðahætta í Ljósavatnsskarði og allar leiðir ófærar að "Vaðlaheiðinni", hver verður þá ávinningurinn??  Ætli menn að hafa Seyðisfjörð áfram sem aðalviðkomustað Norrænu er ljóst að göng undir Fjarðarheiðina eru MUN meira aðkallandi en Vaðlaheiðargöng.

Jóhann Elíasson, 24.5.2011 kl. 23:26

4 identicon

Ég tel hvoruga framkvæmdina aðkallandi; göng undir Vaðlaheiði eða Fjarðarheiði. Þetta eru almennt örfáir dagar á ári sem eitthvað er að færð á þessum leiðum og varla forsvaranlegt að leggja í þetta tugi milljarða.

Guðmundur (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 06:47

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort göng séu þörf eða óþörf, Guðmundur, má endalaust deila um. Hitt verður ekki deilt um að ef einverstaðar er þörf á göngum er það undir Fjarðarheiðina.

Það er mikið til í þessu hjá þér Jóhann, þegar Víkurskarðið er ófært eru flestir vegir austan Vaðlaheiði einnig illfærir eða ófærir. Þannig hefur það verið hingað til en hugsanlega ætla þeir sem að þessum gögum standa að semja við veðurguðina.

Hvort Norræna siglir til Seyðisfjarðar eða á einhvern annan stað á landinu er ákvörðun sem er í sjálfu sér pólitísk Kalli. Það breytir ekki því að á Seyðisfirði býr fólk sem á allt sitt undir því að komast upp á hérað.

Um kostnaðarmun á þessum göngum GS er ekkert hægt að segja að svo stöddu, hann verður ljós þegar bæði göng hafa verið gerð. Ekki fyrr. Það hafa verð gerð nokkur göng á Íslandi og aldrei hafa kosnaðaráætlanir staðist. Það er engi ástæða til að ætl að það breytist.

Gunnar Heiðarsson, 25.5.2011 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband