Mér er tregt um mál

Vigdís Finnbogadóttir hefur opinberað sína afstöðu.

Alla tíð hef ég borið óskoraða virðingu fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, svo tel ég vera með flesta Íslendinga. Vigdís var einstaklega farsæll forseti, hún lagði sig fram um að sameina þjóðina í hverri raun og tók aldrei opinbera afstöðu til deilumála sem klufu þjóðina í herðar niður.

Hún var skynsöm og fólk treysti henni. Hún var allra Íslendinga.

Það er því með trega að ég að rita orð gegn henni.

Nú þegar þjóðin er klofinn í tvo hluta, ákveður Vigdís að taka afstöðu með annari fylkingunni. Það gerir hún með því að opinbera sína afstöðu til þess máls sem skilur þessar tvær fylkingar Íslendinga að.

Vissulega er henni frjálst, eins og hverjum öðrum Íslending, að hafa skoðun á málinu og kjósa samkvæmt henni, en með því að opinbera sína skoðun hefur hún farið af þeirri leið sem hún hefur hingað til fylgt og snúið baki við hálfri þjóðinni.

Þetta mun verða ljótur blettur á annars einstaklega farsælum ferli Vigdísar og hætt við að hún hafi misst traust margra Íslendinga við þessa opinberun.

Því miður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband