ASÍ hefur svikið launafólkið !!

Nú er illa komið fyrir launafólki í landinu. ASÍ sem teljast vera samtök launafólks hefur nú afrekað að splundra verkalýðshreyfingunni. Hvers vegna forusta ASÍ ákvað að taka þessa stefnu er ekki gott að segja, en þó læðist að manni sá grunur að pólitík spili þar stóra rullu.

Það vita allir sem fylgst hafa með þessum málum að Vilhjálmur Birgisson hefur staðið alfarið á móti þeirri leið sem ASÍ ákvað að fara, af kröfu SA, "samræmdri launastefnu". Það eru færri sem vita hvenig forusta ASÍ hefur svarað Vilhjálmi B vegna þessarar afstöðu hans. Hún hefur beinlínis valdið skemdarverkum og eyðilagt samninga sem Vilhjálmur hefur verið að vinna að, með þeim afleiðingum að launafólk í hans stéttarfélagi hafa orðið fyrir miklum skaða. Þetta er gert eingöngu til að klekkja á Vilhjálmi.

Fyrir forustu ASÍ skiptir launafólkið engu máli, ef einstakir formenn stéttarfélaga eru ekki tilbúnir að þegja og hlýða því sem forusta ASÍ segir, skal launþegum viðkomandi stéttarfélags hengt.

Stjórn ASÍ skal ekki halda að henni takist með ofbeldi að késetja þá sem eru henni ekki sammála, stjórn ASÍ getur treyst því að félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness stendur að baki sínum formanni!! Þær aðgerði sem stjórn ASÍ hefur staðið að undanfarið, þjappar félagsmönnum VlfA enn frekar saman!!

Nær væri að formenn stéttarfélaga og forusta ASÍ litu til Vilhjálms Birgissonar og fylgdu hans fordæmi, því fordæmi að hafa heill og hagsmuni sinna félagsmanna ætið í forgrunni við allar sínar gerðir!!

Þau skemdarverk sem stjórn ASÍ hefur valdið verkalýð landsins með eindæma undilægjuhætti við SA, mun verða rituð í sögubækur. Afkomendur okkar munu í framtíðinni nota gerðir stjórnar ASÍ nú, í kennslubækur sem dæmi um valdhroka og hvernig auðveldast sé að sundra félagsskap sem stofnað er til um samstöðu hagsmunahópa.

Mikil er skömm stjórnar ASÍ!!

 

Fyrri blogg um þessa einstæðu uppákomu sem nú er innan verkalýðshreifingarinnar:

http://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/1137605/

http://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/1138413/

http://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/1139635/

http://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/1139686/

http://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/1139896/

http://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/1142341/

 


mbl.is Verkfall afboðað á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband