Forsætisráðherra sem ekki tekst að ná samstöðu innan eigin stjórnar, býsnast yfir að stjórnarandstaðan sé ekki nógu fylgispök

Jóhanna krefst vantrauststillögu af stjórnarandstöðu. Frekar óvenjulegt og minnir einna helst á krakka í leikskóla, "ég mana þig".

Það er auðvelt fyrir stjórnina að standa af sér slíka tillögu, enda með 35 þingmenn. Styrkur stjórnarinnar er þó ekki mældur í því hvort stjórnin standi af sér vantrausttillögu, heldur hvort hún hafi þingmeirihluta til að koma erfiðum málum gegn um þingið!

Staðreyndin er að í öllum erfiðum málum hefur stjórnin þurft að reiða sig á stuðning þingmanna stjórnarandstöðu. Má þar nefna t.d. ESB umsóknina og Icesave.

Það sem er öllu verra að nú reynir ekki einu sinni á meirihlutann, getuleysi stjórnarinnar er þvílikt að hún kemur sér ekki einu sinni saman um hvað skal lagt fyrir þingið. Svo býsnast forsætisráðherra yfir því að stjórnarandstaðan skuli ekki vera nógu fylgispök við sig, þegar henni tekst ekki einu sinni að mynda samstöðu innan ráðherraliðsins, hvað þá þingmanna stjórnarflokkana.

Ríkisstjórn sem hefur raunverulegan meirihluta á þingi þarf ekki á samvinnu við stjórnarandstöðunnar að halda. Þessi stjórn hefur ekki verið að leita eftir samvinnu við stjórnarandstöðu, nema þegar hún hefur ekki getað komið málum gegn um þingið með eigin liðsstyrk. Svo virðist vera nú. Ástæða þessa svokallaða samráðs er því ekki vilji til að sameina þingið, heldur til að ná þingstyrk sem ekki er til staðar!!

Jóhanna og Steingrímur verða að viðurkenna mistök sín. Stjórnin var andvana fædd, ESB umsóknin gerði útaf við þessa stjórn strax í upphafi. Þar kastaði Jóhanna stríðshanskanum að samherjum sínum innan VG. Það er deginum ljósara að margur þingmaðurinn í VG getur ekki með nokkru móti sætt sig við þá vegferð. Það er og hefur verið eitt af grundvallar hugsjónum VG að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan.

Vantrausttillaga á stjórnina mun að sjálf sögðu verða felld, en stjórnin mun þó ekki geta komið neinu erfiðu máli gegn um þingið án aðstoðar stjórnarandstöðunnar.

Því er stjórnin í raun fallin og á að segja af sér!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband