Listin að kenna öðrum um eigin vanmátt!!

Fjölmiðlar hafa aldrei átt upp á pallborðið í ríkjum sósíalista, slíkt stjórnarfar þrífst ekki við opna umræðu.

Gorgeirinn í fjármálaráðherra minnkar ekki þó hann sé rasskelltur. Hann talar um að allir þurfi að leggjast á árarnar til að komast út úr brimgarðinum. Mikið rétt, allir þurfa að leggjast á árarnar en þó er mikilvægast að sá sem stýrir taki rétta stefnu. Það er til lítils þó allir rói ef stefna er tekin beint upp í kletta.

Steingrímur talar um að fólk þurfi að hafa trú á að hlutirnir séu að lagast og bendir á að að þróun vaxta, verðbólgu og atvinnuleysis sé á réttri leið. Hann er duglegur að halda fram þessum stærðum enda þær einu sem virðast vera að lagast. Þó ber að benda á að vaxtalækkun hefur gengið allt of hægt, verðbólguhjöðnun stafar af stöðnun, það er einfaldlega ekkert fóður til í verðbólgu og ef fram heldur sem horfir munum við fá verðhjöðnun innan fárra vikna. Verðhjöðnun er mun hættulegri en verðbólga og erfiðari viðfangs. Tölur um minnkun á atvinnuleysi segir fátt annað en að færri eru skráðir atvinnulausir. Það segir ekkert til um atvinnuástandið. Tölur um hversu margir hafa vinnu segir hins vegar til um það.

Forsenda þess að fólk öðlist trú er að það sjái að verið sé að vinna þannig að málum að það telji einhvers árangurs að vænta. Þegar stjórnvöld standa gegn allri uppbyggingu er ekki að vænta þess að fólk öðlist tiltrú á að hlutirnir séu að lagast.

Það er auðvelt að koma sök um eigin vangetu á aðra, það er auðvelt að kenna fjölmiðlum um. Ef eitthvað er hægt að væna fjölmiðla um er það hversum silkihönskum þeir taka á ríkisstjórninni. Það er með ólíkindum hvað sumir fjölmiðlar er bláeygðir fyrir öllu sem frá þeim skötuhjúum Steingrími og Jóhönnu kemur.

Það er von að Steingrími sé illa við fjölmiðlana, hin eina tæra vinstristjórn mun ekki geta komið á Sovétsósílaisma meðan þeir fá að starfa.

Steingrímur mun seint viðurkenna eigin vanmátt. 82% landsmanna sjá hann hins vegar og ef hann ekki lætur undan mun hann verða knúinn til þess, með góðu eða illu.

 


mbl.is Steingrímur gagnrýnir fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er þetta ekki maðurinn sem fyrir nokkrum dögum talaði um að fólk ætti ekki að vera að kenna öðrum um?  The blame game?

En rétt er það - fjölmiðlar bera stóra sök - þeir láta hverskyns þvætting stjórnarinnar fara óáreitt í gegn. Rannsaka ekkert og gleypa allt.

Eini fjölmiðillinn sem stjórnin virðist ekki eiga er Morgunblaðið og svo er AMX að flytja fréttir af málum og gagnrýna þau - setja fram staðreyndir.

Svo kvartar sjs.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.11.2010 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband