Um virðingu við alþingið

tal_31_landeydurSteingrímur J telur væntanlega að virðing alþingis lagist við svona málflutning. Reyndar kæmi manni ekki á óvart þó hann teldi svo vera, málflutningur hanns undanfarn mánuði hefur verið með þeim hætti að svo virðist sem hann telji svart vera hvítt. Öfugmælin frá honum koma eins og af færibandi og nánast allt sem hann lætur frá sér fara er með þeim máta!

Það er annars merkilegur málflutningur stjórnarliða á þingi þessa dagana. Fyrst halda fjármálaráðherra og forsætisráðherra því fram að mikill viðsnúningur hafi orðið í efnahagsmálum okkar, jafn vel þó hagtölur bendi til að ástandið hafi sjaldan verið verra og engain merki þess að bati sé í nánd, jafn vel þó fjölskildurnar í landinu séu að tvístrast vegna fátæktar, jafn vel þó fyrir liggi að skriða nauðungaruppboða sé að fara af stað, jafn vel þó lykil fyrirtæki í orkuvinnslu séu að senda allann sinn vélakost úr landi vegna verkefnaskorts, afleiðingarnar af því gætu verið skelfilegar þar sem viðhaldi orkuvera verður ekki við komið. Samt segja þau að mikill viðsnúningur hafi orðið!!

Össur skammar Framsóknarmenn fyrir að segja sannleikann!! Án þess þó að koma með nein rök máli sínu til staðfestingar!

Nú ríkur Fjármálaráðherra upp á nef sér og sakar þingmann um lygar án þess að rökstyðja það nánar. Honum finnst einnig sorglegt að sitja uppi á þingi með eintök eins og háttvirtan þingmann Þór Saari (þingmann Hreyfingarinnar) sem notar stöðu sína í ræðustól ítrekað með þeim hætti sem hann gerir." Hvað á maðurinn eiginlega við? Þykir honum sorglegt að þingmenn haldi uppi rökstuddri stjórnarandstöðu?

Þríeykið sem stjórnar þessari ríkisstjórn ætti að skammast sín, kannski ætti Steingrímur Jóhann að skoða aðeins söguna og sjá hvernig hanns eigin stjórnarandstaða var. Það var ekki allt til sóma sem hann sjálfur lét frá sér fara á þingi þegar hann var í stjórnarandstöðu!!

Jóhanna hefur drottnunartak á sínum þingflokki og stórum hluta þingflokks VG, þar þorir enginn að tjá sig nema með hennar samþykki. Efalaust væri hennar óskastaða að slíkt vald hefði hún á öllum þingmönnum, en sem betur fer erum við með lýðræði hér ennþá. Þó það sé ekki innan Samfylkingar.

Virðing alþingis lagast ekki meðan þeir sem stjórna landinu hafa ekki meiri þroska en þetta. Fúkyrði og skammir án alls rökstuðnings er ekki til þess fallið að auka virðingu alþingis. Hins vegar er vandaður og vel rökstuddur málflutningur það, sérstaklega þegar mönnum fynnst málflutningur gagnaðila slakur. Ekkert er beittara gegn óvöndum fyrirspurnum en vandað vel rökstutt svar!

Framkoma stjórnarliða undan farna daga hefur verið með þeim hætti að til skammar er. Manni dettur helst í hug að stjórnarliðar séu búnir að átta sig á vanmætti sínum og í stað þess að viðurkenna það og fara frá, er gripið til blákaldra lyga, fúkyrða og órökstuddra skamma á alla þá sem svo mikið sem láta í ljós efa um getu stjórnarinnar!!

Sumir hafa haldið því fram að alþingi okkar hafi verið sjúkt undan farin ár, einkum fyrir hrunið. Hafi sjúkdómurinn verið slæmur, er lækningin enn verri!!

 


mbl.is Og skammastu þín Árni Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er hárrétt gagnrýni hjá Árna, Steingrímur veit bara ekki hvernig hann getur LOGIÐ sig út úr þessu....  Steingrímur myndi gera þjóðinni stóran greiða ef hann héldi sig bara heima hjá sér, en hann er svo vanur því að vera til óþurftar að það er borin von að hann kunni nokkuð annað............

Jóhann Elíasson, 9.9.2010 kl. 07:51

2 identicon

Sammála um flest. En samt finnst mér algjört rugl að glæpamaðurinn Árni J. var hleypt aftur inní flokkinn.....hvað var fólk að hugsa! (off topic i know)

CrazyGuy (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband