Skriðan að fara af stað!!

Hækkunarskriðan er að fara af stað. "Þeir bestu" eru búnir að koma af stað atburðarrás sem hugsanlega leggjur landið í rúst, alla vega mun önnur kreppa skella á okkur.

Með hækkun á gjaldskrá um 28,5% hafa þeir lagt grunninn fyrir önnur fyrirtæki. Flest fyrirtæki í landinu hafa sömu rök og Orkuveita Reykjavíku, enda sannast það í fréttinni sem hengd er við þetta blogg. Orkubú Vestfjarða er að skoða hvort þeir eigi að hækka sína gjaldskrá. Að vísu segir orkubússtjórinn að þetta sé einungis til skoðunar en það veit hvert mannsbarn að skoðun leiðir til niðurstöðu og að sjálf sögðu verður niðurstaðan "til samræmis við samkeppnisaðilann".

Við landsbyggðafólk fáum ekki að kjósa í Reykjavík til hreppskosninga, samt getur stjórn Reykjavíkurhrepps tekið ákvarðanir sem bitna á landsmönnum, bæði beint og óbeint. Því er spurning hvort landsbyggðin ætti ekki að fá að kjósa til stjórnar Reykjavíkur. Þetta er jú höfuðstaður allra landsmanna!

Sjá fyrra blogg.


mbl.is „Ætlum að vera lægstir áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband