Fordæmi fyrir önnur fyrirtæki!!

28,5% hækkun á orkuverði til neytenda er óskiljanleg. Stjórnarformaður OR hefur haldið því fram að hækkun gjaldskrár sé forsenda fyrir því að hægt sé að ræða við lánadrottna um framleningu eldri lána eða ný lán.

Nú kemur fram í fréttinni að þegar sé búið að ganga frá 5. áfanga Hellisheiðavirkjunnar og verið sé að ræða frekari fjármögnun. Ef lánadrottnar gera kröfu um hækkun gjaldskrár á stjórnarformaðurinn einfaldlega að segja það. Það er líka spurning hvort minni hækkun t.d. 10-15% hefði ekki dugað til að róa lánadrottna. Það er ljóst að 28,5% hækkun segir lítið upp í allar skuldirnar og því er hækkunin frekar táknræn.

Það kemur einnig fram að viðsnúningur hefur orðið á rekstri OR. Sá viðsnúningur er kominn til áður en "þeir bestu" fóru að krukka í málin. Líklegasta skýringin er gott verð á áli á heimsmörkuðum, en orkusamningur til Norðuráls er að hluta tengdur heimsmarkaðsverði á áli. Því miður er þetta tabu, "velferðarstjórnin" og fylgifiskar hennar viðurkenna ekki að stóriðjan geti leitt neitt gott af sér!

28,5% hækkun á gjaldskrá er ekki vendipunktur í rekstri OR eins og áður segir, hinns vegar gæti þetta verið vendipunktur margra fjölskildna í landinu, dropinn sem fyllir mælirinn. Stjórnarformaðurinn segir að OR sé að róa lífróður og efast ég ekki um það. Það gera heimilin í landinu líka (þau sem ekki eru þegar sokkin). Ekki getur fyrirvinna heimilisins farið til síns atvinnurekanda og skipað honum að hækka launin um 28,5%, þó er þörf launþegans sennilega mun meiri en OR.

"Þeir bestu" eru að rústa OR, það sem meira er, þeir eru einnig að rústa fjölskildum og heimilum. Þeir eru þar á ofan að rústa því sem þó hefur unnist til þessa við uppbygginguna.

28,5% hækkun á gjaldskrá OR leiðir beint út í afborganir lána hjá fólki og hækkar verðbólgu. Það er einnig ljóst að ef OR fær að komast upp með þessa hækkun munu fleiri fyritæki fylgja á eftir, bæði þau sem eru í almannaeigu sem og einkafyrirtæki. Það eru flest fyrirtæki í landinu sem hafa sömu eða svipuð rök og Orkuveita Reykjavíkur, hví skyldu þau því ekki fylgja á eftir! 

 


mbl.is Hagnaður hjá OR á fyrri hluta ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Gunnar, Það sem við eigum að fá að vita er hverjir eru Lánadrottnar...! Þetta er ansi líkt vinnubrögðum AGS... annars er ég innilega sammála þér og það er spurning hjá mér hvaða lífróðri sé verið að róa, er það lífróður á útrásina sem hefur verið... Það á alltaf að vera hægt að endursemja um afborganir, og ég er ansi hrædd um það að þessi hækkun sé ofviða mörgum. Að það sé ekki hægt að hækka orkuverð til stóryðju er óskiljanlegt fyrir mér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.8.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband