Orð gegn skriflegum gögnum!!

Gylfi Magnússon hefur marg ítrekað sagt að hann hafi stuðst við einhver gögn frá hinum ýmsu lögfræðingum, m.a. lögfræðingum síns ráðuneytis, þegar hann sagðist telja lán bundin erlendum gjaldmiðlum lögleg.

Ef þessir lögfræðingar ráðuneytissins hafa gefið slík álit er það í hæsta máta undarlegt, þeir hljóta að hafa leitað til SÍ um þeirra skoðun um þetta, annað bæri væri hrein heimska hjá þeim.

Gefum okkur að enginn ráðherra hafi fengið í hendur lögfræðiálit Lex, sem unnið var fyrir SÍ, hefðu lögfræðingar ráðuneytissins samt átt að hafa aðgang að því, annaðhvort hjá SÍ eða ráðuneytinu. Hafi þessir lögfræðingar ekki séð þetta álit áður en þeir létu fram sitt við ráðherrann, hafa þeir einfaldlega ekki unnið sína vinnu og spurning hvað er að marka það sem frá þeim kemur!

Hins vegar hefur maður sterklega á tilfinningunni að Gylfi hafi ekki haft neitt slíkt álit, að minnsta kosti ekki skriflegt. Hafi hann hinsvegar haft það á hann að sjálf sögðu að leggja það fram og vinna þannig eftir einni grundvallar grein stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að hafa allt upp á borðum og ekkert baktjaldamakk.

Það er erfitt að trúa þeim sem eingöngu hefur fyrir sér orð en aðrir geta bent á skrifleg gögn!


mbl.is Ranglega vitnað í ræðu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband