Viðundur eða tregur?

Oft hefur verið látið að því liggja að ég sé hálfgert viðundur, svo rammt hefur þetta gengið undanfarið að ég var eiginlega farinn að trúa þessu sjálfur! Ég hef nefnilega engann áhuga á fótbolta! Eittvað sem sumir vinir mínir skilja alls ekki!

bolti2Heimsmeistarakeppnin hefur svo sem ekki truflað mig mikið, ég skipti bara yfir á aðra rás eða fer í tölvuna ef ég hef þurft afþreigingu á þeim tíma sem leikir eru. Að vísu missi ég alltaf af fréttum RUV þegar þær eru færðar til, en talvan bjargar því vandamáli.

Nú í vikunni var ég staddur út á landi, þar sem engöngu var í boði ein sjónvarpsrás og engin nettenging. Því neiddist ég til að sjá eitthvað af þessari blessaðri keppni. Eftir smá tíma fór ég að spá í hvort fótboltaáhugamenn væru tregari en annað fólk. Fyrir hvern leik var langur þáttur undir stjórn Þorsteins J, þar sem hann safnaði til sín "sérfræðingum" til að undirbúa áhorfendur og segja þeim hvað væri í vændum í komandi leik. Svo kom leikurinn og að honum loknum var Þorsteinn J mættur á ný til að segja áhorfendum hvað þeir sáu. Enn var hann með hóp "sérfræðinga" sér til aðstoðar. Þannig tók einn fótboltaleikur, sem er um 90 mínútur í spilun, rúmlega þjrár og hálfa klokkustund!! Það fór meiri tími í að útskýra fyrir áhorfendum leikinn en að spila hann!! Svo þarf að minnsta kosti þriggja kortera upprifjun að kvöldi, væntanlega til að fótboltaáhugamen sofi nú betur!!

Eftir þessa lífsreynslu blæs ég á þær fullyrðingar að ég sé eitthvað viðundur, ég tel mig heppinn og er stoltur af því að hafa engann áhuga á fótbolta!!

 


mbl.is Átta vinsælustu dagskrárliðirnir tengdir HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að horfa á fullorðna karlmenn á stuttbuxum eltast við þroskaleikfang hlýtur að vera iðja fyrir tregt fólk. Er það ekki skýringin á þessu endemis bulli fyrir leik, á meðan leik stendur og eftir leik eða er þetta ódýrt efni fyrir rúv á krepputímum.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 11:02

2 identicon

Oohh! Þið eruð svo klárir og sniðugir. Að fatta þennan vinkil á fótboltanum sannar það.

Rg (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 11:53

3 identicon

Þetta er tölva en ekki talva.  Þú kaupir ekki talvuleik heldur tölvuleik.

Giv (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 12:29

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég biðst innilegrar velvirðingar á að hafa beygt orðið tölva rangt, Giv, en ég lít á bloggið fyrst og fremst sem tjáningarmáta til að koma fram skoðunum, ekki próf í stafsetningu eða íslensku.

Vissulega eigum við að vanda mál okkar og eftir mætti að fara rétt með. Orðið tölva beygist; tölva,tölvu, tölvu, tölvu. Ekki; talva, talvu, talvu, talvu. Þetta átti maður svo sem að vita. Ég mun reyna að kappkosta við að rita þetta blessaða nafn rétt hér eftir!!

Gunnar Heiðarsson, 10.7.2010 kl. 12:53

5 identicon

Misjafnt er mannanna dundur - við erum sem betur fer ekki öll eins. Er sjálfur forfallinn boltafíkill.

Þroskaleikföng eru nákvæmlega það; þroskandi! Lít á það sem kost að vilja þroskast; er að vísu of gamall til að elta bolta sjálfur en hef endalaust gaman af því að sjá aðra gera það - og spekinga ræða svo um frammistöðuna eftirá!

Lít þó samt ekki á þá, sem ekki fíla þetta, sem viðundur. C'est la vie!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 16:09

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég er á nákvæmlega sama plani og þú Gunnar. Mér er alveg lífsins ómögulegt að komast í geðshræringu yfir því þó einhverjir strákar hafi gaman að því að leika sér með bolta (er þó svo lánssamur að geta fundið mér ýmsilegt annað til að æsa mig upp útaf)

Og þessi könnun er náttúrlega alveg stórkostleg. Það má líkja RUV við mötuneyti sem býður eingöngu uppá skyr í heilan mánuð. Síðan væri gerð könnun þar sem gestir væru spurðir hvað þeir hefðu nú helst lagt sér til munns þennan mánuðinn. Getur hugsast að útkoman yrði 100% skyr...?

Jón Bragi Sigurðsson, 10.7.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband