Þriðja Ríkið

´

Í fréttum á RUV í kvöld var haft eftir Angelu Merkel að setja þyrfti sameiginlega efnahagsstjórn í öllum evru ríkjunum. Þetta er ekki nýr sannleikur, þegar evran var tekin upp á sínum tíma var ljóst að ekki gengi að hafa sameiginlega mynnt en mismunandi efnahagsstjórn. Það gengur einaldlega ekki upp til lengdar, enda er þessi staðreynd að koma í ljós núna.

Það er nokkuð víst að þær þjóðir sem komu þessarri evru ófreskju á, í ósátt við meirihluta íbúa þeirra ríkja sem hófu þetta rugl, vissu þetta þá þegar. Stjórnvöld í Brussel kusu að vera ekki að tjá sig um þetta, vitandi að ekki næðist að taka upp sameiginlega mynnt með slíkum kvöðum. Það var og er ætlun þeirra að sameina Evrópu í eitt ríki. Nú þegar að kreppir á að nota tækifærið og koma þessu á.

Nú standa þessar þjóðir frammi fyrir því að fara út í slíka samvinnu eða fórna evrunni. Angela telur að ef evrunni verði fórnað muni ESB falla. Þetta eru hótanir til að fá stjórnir annarra ríkja til að hlýða, það eru engin rök í raun fyrir því að ESB falli þó evrunni verði hennt. Ef svo er þá er grunnurinn undir ESB veikari en nokkur andstæðingur aðildar okkar hefur grunað.

En bíðum við, hvað þíðir þetta í raun? Sameiginleg efnahagsstjórn er í raun sameining evru þjóðanna. Þá er bara eftir að finna nafn á þetta nýja ríki. Kannski er rétt að kalla þetta Þriðja Ríkið. Stjórnvöld í Brussel eru búin að koma því svo fyrir að þau stjórna Evrópu í raun, nú á að lögfesta það.

Hvað verður þá um þau ríki sem eru í ESB en ekki aðilar að evrunni? Væntanlega verða þau einhver afgangsstærð utan við allt og alla.

Það er með ólíkindum að umsókn okkar skuli ekki vera dregin til baka, að minnsta kosti þar til séð verður hvernig mál þróast innan ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sniðugar hvernig þessar kerlingar Jóhanna og Merkel  stjórna með hótunum.  Skildi Merkel  hafa einhverskonar  Steingrím sem öllum hennar orðum hlýðir.

Á meðan Jóhanna hefur sína skástífu trigga og upphækunar púðann á stólnum þá  stendur þessi umsókn.  Gildir þar einu þó uppstokkun ráðuneitanna  verði á kosnað V.G. ef Steingrímur fær bara að vera með. 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2010 kl. 23:44

2 Smámynd: Vendetta

Það yrði kallað Fjórða ríkið. Adolf frændi er búinn að nota (og misnota) hugtakið Þriðja ríkið.

Vendetta, 14.5.2010 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband