Spyr sá sem ekki veit

Hvers vegna er stjórninni svo í mun að þjóðaratkvæðagreiðslan fari ekki fram? Er það vegna ummæla sumra ráðherra að þessi kosning væri í raun um tilveru stjórnarinnar? Það held ég varla, þeim flökrar varla við að kyngja því, eins og svo mörgu öðru. Þeir fara varla frá vegna einnar þjóðarathvæðagreiðslu.

Það ætti einmitt að vera vilji hjá stjórninni að þessi atkvæðagreiðsla fari fram, það hlýtur að vera betra að hafa vopn í höndum þegar barist er.

Þegar stjórnarandstaðan fékk stjórnina til að vinna með sér að lausn þessa ólánsmáls var ég nokkuð stoltur, það var þá enn til fólk á þingi sem sýndi ábyrgðartilfinningu. Það hefði verið einfaldast fyrir stjórnarandstöðuna að gera ekki neitt og láta stjórnina skíta upp á bak. Þau gerðu það ekki, þau sýndu ábyrgð og gengu í málið.

Nú er ég farinn að efast, þetta er kannski ekki neitt til að vera stoltur af. Hvers vegna að halda lífi í stjórn þar sem annar flokkurinn er kominn til Brussel og hinn svo fastheldinn á stólana að þeir gera allt sem brusselflokkurinn vill.

Þau rök sem haldið hefur verið af stjórnarflokkunum að lausn icesave hafi staðið fyrir uppbyggingunni hér er rugl. Frá því þessi stjórn tók við og langt fram á haust var starfsfólk ráðuneytana upptekið við að fara yfir og svara spurningalista ESB vegna umsóknarinnar þar. Nú er þetta sama fólk komið í bullandi vinnu við að undirbúa þær breytingar á stjórnskipan og lögum, sem þarf til að við getum fengið inngöngu. Utanríkisráðherra er reyndar alveg upptekinn af ESB, hann má ekki vera að því að nota krafta sína í annað.

Það er slæmt til þess að hugsa að þessi stjórn skuli vera við völd ennþá. Það er ekki von til að frá henni komi neitt að viti til lausnar fyrir fólkið í landinu. Bæði vegna getuleysis, en ekki síður vegna þess að ESB á eftir að draga úr henni allann mátt, það verður í algerum forgang hjá henni.

Að VG skuli láta bjóða sér þetta er alveg magnað. Að vísu er fólk á þeim bæ sem þorir að standa upp í hárinu á Samfó, en það dugar ekki, þau þora ekki að vera á móti sínum formanni. Hann gerir allt til að sitja. Formanninum er búið að takast, núna á einu ári, að gera allt það sem hann hefur sakað fyrri stjórnir um, nánast frá því hann kom á þing.  Að auki hefur honum tekist að svíkja sína kjósendur svo varla eru önnur dæmi um.

Nú er orðið ljóst að ESB viðræður koma til með að dragast eitthvað, það þýðir væntanlega aukinn kostnað fyrir okkur.  Hver er annars kostnaðurinn? Hefur hann verið reiknaður út af öðrum en vinum Össurar?

Hvers vegna er ekki bara hægt að kjósa núna um ESB? Er fólkið í landinu tilbúið til að leyfa stjórninni að kasta peningum svona á glæ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband