Sjálftökumenn

Það virðist ekki eiga læra neitt af reynslunni. Voru þetta ekki einmitt sömu rökin og notuð voru þegar ofurlaun sjálftekjumannanna voru gagnrýnd á sínum tíma. Þeir væru að auka virði bankanna, væru svo miklir snillingar að ef þeir fengju ekki laun eins og þeir vildu, þá ættum við hættu á að missa þá úr landi. Betra ef við hefðum misst þá, landið væri þá ekki svona illa statt. Það er vissulega ákveðin snilli að ná að stela fleiri hundruð miljörðum frá saklausu fólki. Kannski ekki sú snilli sem við viljum.

Nú er þetta að byrja aftur, sjálftökumenn farnir að skammta sér pening, þeir eru nefnilega svo miklir snillingar að auka virði bankans. Bull og vitleysa. Þeir fá kaup, alveg ágætis kaup fyrir ákveðna vinnu. Á svo að borga þeim kaupauka ef þeir vinna vinnuna sína?! Fyrir hvað eru þá launin þeirra.

Hvar er SJS núna, hann talaði nú ekki svo lítið um sjálftökumennina hér áður. Af hverju heyrist ekki neitt í honum núna?

 


mbl.is Starfsmenn NBI eygja vænan kaupauka 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Gunnar.  Þetta er allt rétt hjá þér.  Besta fólkið sem ég hef haft til verka í um fjörutíu ár,  er venjulegt fólk sem hleður hvern stein í virki fjölskyldu sinnar af samviskusemi og er gleðst við hvern áfanga.   Þetta fólk  ætlar ekki að verða ríkt af öðru en hamingju og trausti.   Hinir þeir sem ætla að verða ríkir, helst ekki síðar en strags,  eru svo óstöðugir að það er aldrei hægt að stóla á þá. 

Fjármálaráðherra sjálfsýn og Breta er eins og Brest vagnhross með augnhlýfar og sé því hvorki til hægri né vinstri, bara rassinn á G. Brown sem teymir hann.  

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2010 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband