Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Enn eitt floppið, á kostnað okkar kjósenda

Það hækkar hratt verðmiðinn á blessaðri borgarlínunni og þó eru framkvæmdir ekki enn hafnar. Þetta er kunnuglegt stef, þó reyndar megi segja að nú hefjist umframkeyrslan heldur fyrr en í fyrri verkefnum.

Þegar bankarnir hrundu stóð grunnur að stóreflis tónlistarhúsi við Reykjavíkurhöfn, öllum til ama og engum til gagns. Þrátt fyrir að þjóðin stæði á barmi gjaldþrots, var ákveðið að reisa á þeim grunni það hús sem síðan fékk nafnið Harpa. Áætlanir voru gerðar um kostnað þeirrar byggingar og verkið hafið. Auðvitað stóðust þær áætlanir ekki og kostnaðurinn varð mun meiri. Útilokað er að sú starfsemi sem fram fer innan veggja þessa húss muni nokkurn tímann borga það. Kjósendur fengu reikninginn.

Sandeyjarhöfn er annað dæmi, þar sem áætlanir voru reiknaðar langt undir raunkostnaði. Enn sér ekki fyrir endann á þeim kostnaði sem kjósendur fengu í hausinn vegna þess verkefnis og mun sennilega aldrei sjást.

Vaðlaheiðagöng eru enn eitt dæmið um flopp stjórnmálamanna. Þar var gamalkunnugt stef slegið og óraunhæfar áætlanir gerðar, virtust helst miða að því marki að hægt væri að halda fram að umferð gegnum göngin myndu á einhverjum tímapunkti, í fjarlægri framtíð, borga framkvæmdina. Til að ná því marki varð að miða við að framkvæmdin kostaði ekki meira en 7 milljarða, að umferð ykist verulega, að öll sú umferð færi gegnum göngin og að gjaldið í gegnum þau væri hærra en svo að fólk myndi sætta sig við það. Í dag, nokkru áður en framkvæmdum er lokið, er ljóst kostnaður við framkvæmdina verður 14 milljarðar plús! En það er allt í lagi, kjósendur munu borga.

Um blessað þjóðarsjúkrahúsið þarf vart að fjölyrða. Þar eru ekki einungis fjármáleg misferli í gangi, heldur er allri heilbrigðri skynsemi kastað á glæ. Reikningur til kjósenda til þess verkefnis mun aldrei lokast, ekki meðan menn neita að horfast í augu við staðreyndir. Þar, eins og í öðrum gæluverkefnum stjórnmálamana, var farin sú leið að hagræða forsendum svo niðurstaða fengist rétt. Niðurstaðan er þegar brostin, þó enn séu mörg ár þar til verkefnin líkur, ef því einhvertímann líkur, enda forendurnar allar rangar.

Svona mætti lengi telja og segja sögur af meðferð stjórnmálamanna á almannafé, fé sem betur væri varið til annarra þátta, ef það þá yfirleitt er til.

Ekki man ég hverjar fyrstu áætlanir um kostnað við borgarlínu voru, en í apríl á síðasta ári, fyrir tæpu ári síðan, var talað um heildarkostnað upp á um 50 milljarða króna og að verkið yrði unnið í áföngum. Þegar líða fór að hausti, var heildarkostnaðurinn kominn upp í 70 milljarða, þó var þá búið að skera verkefnið verulega niður og menn hættir að tala um léttlestar.

Nýjustu tölur um heildarkostnað eru ekki lengur nefndar, einungis að fyrsti áfangi eigi að kosta 44 milljarða króna. Ekki þora menn heldur að nefna hversu margir áfangarnir verða. Fyrsti áfangi er því að nálgast þá upphæð sem sögð var heildar kostnaður, fyrir 11 mánuðum síðan! Þetta er sennilega met í íslenskum kostnaðarútreikningum!! Og enn eru engar framkvæmdir hafnar!

Það er ljóst að nánast allur kostnaður við borgarlínuna mun verða greiddur úr ríkissjóð. Reykjavíkurborg rambar á barmi gjaldþrots og þaðan engra peninga að vænta. Jafnvel þó ný og betri stjórn verði valin yfir borgina, mun það taka fjölda ára að greiða úr þeirri fjárhagslegu óstjórn sem ríkt hefur undir stjórn vinstra afturhaldsins. Önnur sveitarfélög eru vart aflögufær og jafnvel þó eitthvert þeirra gæti lagt einhverja aura til verkefnisins, er fráleitt að ætla að vilji sé til þess, umfram stærsta sveitarfélagið. Því mun það falla í hlut kjósenda alls landsins að greiða fyrir borgarlínu. Verkefnis sem einungis örfá prósent þeirra íbúa sem á svæði línunnar býr, mun nýta sér, ef miðað er við björtustu spár!

Það er ekkert sem réttlætir að sótt sé fé í ríkissjóð í verkefni eins og borgarlínu. Ef sveitarfélögin sem að þessu verkefni standa gætu sjálf fjármagnað það, væri lítið hægt að agnúast yfir því. Það væri þá kjósenda til sveitarstjórnar í viðkomandi sveitarfélögum að sýna sinn vilja í kosningum. En að ætla að kasta kostnaði yfir á ríkissjóð er galið, kostnaði sem enginn veit hver verður að lokum, en gera má ráð fyrir að muni hlaupa á hundruðum milljarða króna. Alþingi hefur enga heimild frá kjósendum til að sóa fé landsmanna til þessa verkefnis.

Meðan vegakerfi landsins er að hrynja, meðan fólk á landsbyggðinni þarf að fara erfiða fjallvegi til að sækja sér alla þjónustu, meðan malarvegir eru enn til í landinu, meðan einbreiða brýr þekkjast í vegakerfinu og meðan banaslysum í umferðinni fjölgar af framangreindum orsökum, meðan grunnþjónustan er í lamasessi bæði hjá ríki og borg og meðan við getum ekki sýnt öldruðum þá vegsemd að lifa sómasamlegu lífi, er borgarlína með öllu óréttlætanleg!!

 


mbl.is 44 milljarðar í borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

500 milljarðar króna glópafé

Ef allar spár varðandi borgarlínu standast, kostnaður, fjölgun farþega með almenningsvögnum, fjölgun þeirra sem hvorki ferðast með almenningsvögnum né einkabíl og fjöldi þeirra sem ferðast á einkabíl, ef allar þessar spár glópanna sem vilja borgarlínu standast, mun kostnaður verða um 500 milljarðar króna!

Borgarstjóri og aðrir glópar borgarlínu, halda því nú fram að borgarlína sé einungis hluti lausnar umferðarvanda Reykjavíkur, að ekki standi til að hún muni bitna á öðrum kostum til ferðalaga um borgina. Samkvæmt áætlunum á borgarlína að kosta um 70 milljarða króna og samkvæmt spám mun sú upphæð nýtast 12% þeirra sem um borgina ferðast. Þar sem Samfylking kennir sig við jöfnuð, hlýtur hugmyndin vera að samsvarandi kostnaður verði lagður til uppbyggingar mannvirkja til annarra ferða um borgina. Þá hlýtur borgarstjóri að vera með hugmyndir um að leggja um 175 milljarða til eflingar á reiðhjóla- og göngustígum og um 345 milljarða til uppbyggingar umferðamannvirkja fyrir aðra umferð en strætó. Samtals gerir þetta um 500 milljarða króna.

Ég gæti sannarlega fallist á borgarlínu ef þetta eru hugmyndir borgarstjóra. Bara spurningin hvaðan peningarnir eiga að koma. Fráleitt er að taka þá af vegafé Vegagerðarinnar, meðan fólk út á landi býr enn við malarvegi, einbreiðar brýr og stórhættulega fjallvegi! Það færi þá allt vegafé til borgarinnar næstu 25-30 ár!! Og ekki er fjárhagur borgarinnar beysinn, stefnir reyndar hraðbyr í gjaldþrot. Og ef áætlanir glópanna standast ekki, ef kostnaður verður hærri eða að ekki nægjanlegur fjöldi íbúa hlýðir kalli borgarstjórnar um ferðamáta, mun þessi upphæð hækka hratt!

 

Ein eru þau rök sem glópar borgarlínu hafa margsinnis haldið fram og ég get ekki með nokkru móti skilið, sama hversu mikið ég velti þeim fyrir mér. Það eru þau rök að efling gatnakerfisins muni auka enn frekar á umferðavandann. Þetta er mér með öllu óskiljanlegt. Þessi rök verða ekki studd nema á einn veg, að fjölgun íbúa í Reykjavík verði stöðvuð, að borgin taki ekki á móti fleira fólki. Og kannski er þar komin skýringin á því hvers vegna borgin hefur verið svo treg að úthluta lóðum til íbúðabygginga. Að einungis sé úthlutað lóðum til bygginga örfárra hundraða íbúða, meðan þörfin skiptir mörgum þúsundum. Kannski er þetta sýn núverandi borgarstjórnar, að lausnin felist í að stöðva frekari uppbyggingu borgarinnar. Að þannig megi leysa allan umferðavanda borgarinnar.

 

Erlendis eru einskonar borgarlínur þekktar. Þær eru lagðar um mjög þéttbýl svæði, oftast einnig víðfeðm, í tug milljóna borgum. Hér er meiningin að fara hina leiðina, leggja fyrst borgarlínu og búa síðan til þéttbýlið utanum hana. Að verpa egginu fyrst og búa síðan til hreiðrið! Önnur eins fásinna þekkist hvergi í víðri veröld!!

 

70 milljarðar króna er gífurleg upphæð. Fyrir marga er þetta svo há upphæð að erfitt er að gera sér í hugarlund stærð hennar. Fyrir það fé má gera marga hluti, eins og að útrýma öllum malarvegum landsins og einbreiðum brúm. Afganginn mætti nýta til gangnagerðar. Það mætti líka hugsa sér að nýta þetta fé á SV horninu. Þá mætti gera 35 mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu, nú eða hafa þau eitthvað færri og tvöfalda allar leiðir til borgarinnar. Ekki mun veita af, ef fólksfjölgun landans á að eiga sér stað utan borgarinnar!!

 

 


mbl.is Býr enginn í því sem er verið að hanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarlína

Ég bý sem betur fer ekki á því svæði landsins sem hefur gengið undir nafninu "höfuðborgarsvæði". Því ættu hugmyndir um borgarlínu ekki að koma mér við og ég því ekki að tjá mig um þá vitleysu.

En því miður, þá er ljóst að borgarlína verður ekki byggða af þeim sem hana fá, Reykjavíkurborg og þeim sveitarfélögum sem henni liggja næst. Það er heldur ekki hugmyndin að þeir sem nota borgarlínuna borgi. Nei, mestur hluti kostnaðar er ætlað ríkissjóði, þ.e. að það fé sem ég greiði til samneyslunnar verði nýtt í þessa framkvæmd. Þar með er borgarlínan mér viðkomandi.

Þær kostnaðaráætlanir sem nefndar hafa verið eru frá 40-70 milljarðar króna. Þegar nákvæmnin er ekki meiri en þetta, er ljóst að menn vita akkúrat ekkert hvað þeir eru að tala um. Það er gjarna svo, þegar einhverja hugmyndir glópa koma fram, hugmyndir sem ætlunin er að ríkissjóður fjármagni, að áætlanir eru dregnar niður sem hægt er og vel það. Því má gera ráð fyrir að 70 milljarðarnir séu nær þeirri niðurstöðu sem reiknimeistarar glópanna gátu reiknað sig niður á, með tilfæringum. Það er einnig þekkt staðreynd hér á landi, að slíkar hugmyndir glópanna, þar sem kostnaði er velt á ríkissjóð, eru nærri því að tvöfaldast frá áætlunum og jafnvel meira. Þar er nærtækast að nefna Vaðlaheiðagöng. Því er fráleitt að ætla að borgarlínu verði komið á fyrir minna fé en 140 milljarða, jafnvel mun hærri upphæð. 70 milljarða framkvæmd til að þjóna einungis örfáum prósentum þeirra sem um höfuðborgarsvæðið þurfa að ferðast, er fráleit upphæð. Allt umfram það er gjörsamlega út úr korti. Þetta væri svo sem allt í lagi ef sveitarfélögin sem að þessari glópa tillögu standa, ætluðu að fjármagna hana sjálf og ef notendum kerfisins væri ætlað að greiða rekstur þess. Ef ríkissjóð væri haldið utanvið þessa vitleysu.

Forsendur þessa verkefnis eru fráleitar. Fyrir það fyrsta eru áætlanir um fjölgun þeirra sem almenningssamgöngur muni nota vægast sagt ótrúlegar. Og þar sem þessi svokallaða borgarlína byggir fyrst og fremst á því að þrengja að einkabílnum, er ljóst að með einhverjum hætti þurfti að reikna notkun hans niður. Það var gert með þeim ævintýralega hætti að áætla að nærri þriðjungur þeirra sem um höfuðborgarsvæðið ferðast, muni gera það með öðrum hætti en notkun einkabíls eða almenningssamgangna. Þ.e. að um þriðjungur íbúa þessa svæðis muni ferðast fótgangandi eða á reiðhjólum!! Eru menn algjörlega ga-ga!

 

Um miðjan sjöund áratug síðustu aldar voru menn stórhuga í hugmyndum um gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu og tengingu þess við landsbyggðina. Þá var rætt um hraðbrautir þvers og kruss um höfuðborgina og hugmyndir um slíkt net hraðbrauta settar fram. Sumar þessara hugmynda urðu að veruleika, þ.e. það sem við köllum stofnbrautir í dag, aðrar döguðu uppi. Segja má að þetta hafi í raun verið látið þróast eftir þörf hverju sinni, með örlítilli fyrirsjá. Sú þróun stóð yfir allt fram yfir aldamót.

Eins og áður segir, voru þessar hugmyndir stórar og jafnvel hægt að kalla sumar þeirra afkvæmi glópa. Sem dæmi átti tenging Suðurlands við borgina að vera gegnum Elliðaárdalinn. Til allrar lukku var því breytt og sú tenging færð austur fyrir Hálsa. Í þessum hugmyndum var m.a. hraðbraut frá Elliðaárvogi norður að Klepp og þaðan með ströndinni alla leið vestur á Granda. Segja má að Sundabraut, sem kom mun seinna, sé afkvæmi þessarar hugmyndar, þ.e. vestur undir Hörpu. Þar endar sú stofnbraut. Tengingin vestur á Granda er enn ekki komin og mun aldrei verða, enda þær hugmyndir sem um hana voru meira í ætt við umferðamannvirki stórborga erlendis. Hugmyndin gekk út á að leggja þann hluta hraðbrautarinnar á brú sem lægi yfir Geirsgötu og meðfram hafnarsvæðinu, vestur á Granda. Bygging þessarar brúar hófst og byggt um 85 metra kafli á henni. Síðan ekki meir. Þessi kafli stendur enn, er framan við það hús sem nú hýsir tollinn. Undir þessari brú er til húsa það sem kallast Kolamarkaður.

Borgarlína mun sjálfsagt hljóta sömu örlög og hraðbrautarhugmyndin. Hún mun þróast eftir þörfum. Uppbygging umferðamannvirkja mun auðvitað eflast í takt við fjölgun íbúa á svæðinu. Slík uppbygging mun að sjálfsögðu fela í sér betra flæði umferðar og samhliða því mun að sjálfsögðu verða gert ráð fyrir betra flæði strætisvagna. Þannig mun í reynd verða byggð einhverskonar borgarlína, án þess þó að hún sé látin drottna yfir allri annarri umferð. Kannski fær hún annað nafn, svona eins og hraðbrautirnar kallast nú stofnbrautir.

Með þessari hugmyndafræði verða umferðamannvirki byggð upp fyrir alla, ekki bara þau 4-6% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem glóparnir telja að muni ferðast með almenningssamgöngum. Þá er verið að byggja upp umferðamannvirki fyrir alla landsmenn og sjálfsagt mál að ríkissjóður komi að því verki. Við landsbyggðafólk getum þá komist okkar ferða um höfuðborgina okkar, án þess að þurfa að leggja bílnum í einhverju bílastæðahúsi í jaðri hennar og flækjast í einhverju framandi strætisvagnakerfi um borgina.

Eini vandinn við þetta er að fyrst af öllu þarf að vinna upp þau ár sem þróun umferðamannvirkja hafa legið niðri og jafnvel verið vísvitandi eyðilögð.


mbl.is Bílastæðahús við línuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú eða rök

Það er eitt að byggja sinn málflutning á trú, eins og Bryndís Haraldsdóttir gerir, annað að byggja málflutning á rökum, eins og Frosti Sigurjónsson.

Grein Frosta var vel rituð, eins og hans er von og vísa, allar hliðar málsins greindar og rök flutt fyrir hverju atriði.

Bryndís talar hins vegar um "vitrænan hátt" og að hún sé "sannfærð". Ansi lítill rökstuðningur í slíkum málflutningi.

Það er vissulega þörf á að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, samhliða fjölgun íbúa þar. En það má aldrei gera með því að skerða aðra umferð, það verður ekki byggt á óraunhæfum forsendum um gígatíska hlutfallsfjölgun þeirra sem almenningssamgöngur nota og enn óraunhæfari fjölgun þeirra sem hvorki nota einkabíl né almenningssamgöngur, til að komast milli staða. Þá er ljóst að kostnaður við verkefnið er svo ótrúlegur að útilokað er að hefja það nema með mikilli aðkomu ríkissjóðs. Og þá erum við að tala um þær áætlanir sem liggja fyrir, slíkar áætlanir hafa sjaldnast staðist hér á landi og ljóst að kostnaður mun verða mun hærri. Er einhver glóra í því að allir landsmenn verði látnir taka þátt í verkefni sem einungis hluti þeirra hefur möguleika á að nýta og enn færri munu síðan nýta?

Þetta eru forsendurnar fyrir borgarlínunni, skerðing annarrar umferðar, óraunhæfar áætlanir um fjölgun þeirra sem almenningssamgöngur munu nota, enn óraunhæfari áætlanir þeirra sem hvorki munu nota einkabíl né almenningssamgöngur, kostnaður að stórum hluta tekinn úr sjóði allra landsmanna. Kostnaður sem strax við fyrstu áætlun er svo hár að bygging nýs Landspítala bliknar í samanburðinum. Kostnaður sem sennilega mun tvöfaldast, sé tekið mið af öðrum framkvæmdum hér á landi, sem draumóramönnum hefur tekist að koma yfir á ríkissjóð!

Það á auðvitað að byrja á að fjölga akreinum þar sem umferð er hvað mest, gera mislæg gatnamót á þyngstu gatnamótin og almennt að fara í aðgerðir til að greiða fyrir ALLRI umferð. Þá minnka tafir, líka almenningsvagna. Mengun mun einnig minnka verulega. Síðan á að kaupa fleiri og minni strætisvagna og þannig að þétta kerfi þeirra. Rafmagnsvagna er mjög vel hægt að nýta innan höfuðborgasvæðisins og auðveldara að fá slíka vagna eftir því sem stærð þeirra er minni. Allt þetta væri hægt að gera fyrir mun minni pening en borgarlínu og ef rétt að málum staðið, má gera þetta á tiltölulega löngum tíma. Bara við það eitt að gera ein mislæg gatnamót, á réttum stað, getur greitt ótrúlega mikið fyrir umferð.

Og svo má auðvitað ekki gleyma þeirri staðreynd að ef 5000 manna vinnustaður, sem verið er að byggja niður í miðbæ, verður færðar utar í borgina, á betri stað, mun þörfin minnka á eflingu gatnakerfisins, þar sem slík efling er hvað erfiðust og dýrust, þ.e. á neðsta hluta Miklubrautar.

Það er alveg sama hvernig þetta mál er skoðað, forsendur þess og skipulag. Þetta kemur ekkert við eflingu almenningssamgangna, enda aðalforsenda borgarlínu, hlutfallslega minni notkun einkabílsins, að stórum hluta fundin með stóraukningu þeirra sem hvorki ætla að nýta almenningssamgöngur né einkabíl, heldur ferðast á annan veg. Þetta varð að gera þar sem forsendur um notkun almenningssamgangna var þá þegar komin yfir öll raunhæf mörk, en nauðsynlega að ná niður notkun einkabílsins, svo forsendur stæðust! Öll merki þessarar hugmyndar bera með sér andúð á einkabílnum!!

Áætlanir segja að 12% muni ferðast með almenningssamgöngum, sem er þreföldun miðað við daginn í dag, en að 30% muni hvorki nota almenningssamgöngur né einkabíl. Miðað við spár um fólksfjölgun á svæðinu, munu þá 450.000 manns daglega ferðast ýmist gangandi eða hjólandi um höfuðborgarsvæðið!! Trúir einhver svona andskotans bulli?!

Það er ótrúlegt að fólk sem vill láta taka sig alvarlega og velur sér pólitískan starfsvettvang, skuli vera ginkeypt fyrir þessu rugli. Ég hélt að slík fásinna væri bundin við hörðustu vinstrisinna.


mbl.is Segir grein Frosta rökleysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?

Endalaus áróður sóðanna sem stjórna höfuðborg okkar landsmanna, gegn nagladekkjum, er orðinn óþolandi. Ekki einungis að þarna séu stjórnvöld borgarinnar að ráðast með ofbeldi gegn öryggi á götum og vegum, ekki aðeins að taka ákvörðunarrétt af bíleigendum, heldur er með þessari tillögu verið að leggja stein í götu landsbyggðafólks, þurfi það að sækja sér þjónustu til sinnar eigin höfuðborgar!!

Vandinn er ekki nema að sáralitlu leyti vegna nagla í dekkjum bíla og mætti útrýma því með því einu að hætta þeim gengdarlausa saltaustri sem viðhafður er á götum Reykjavíkur. Saltið leysir upp malbikið, sér í lagi þegar gæði þess eru léleg, en borgin hefur valið að versla ódýrast og lélegast malbik sem hægt er að komast yfir hér á landi.

Aðalorsök svifryks er fyrst og fremst þeim sóðaskap sem borgaryfirvöld viðhafa, að kenna. Hreinsun gatna er langt fyrir neðan lágmark. Það veldur því að ryk safnast á göturnar, jafnt að vetri sem sumri, það ryk fer síðan á ferð þegar bílar aka um göturnar og sest í gras og gróður umhverfis þær, sem sóðarnir í ráðhúsinu við Tjörnina hafa verið einstaklega duglegir að láta vaxa villt. Þegar síðan vindur snýr sér, blæs hann sama rykinu aftur yfir göturnar.

Sóða- og slóðaskapur borgaryfirvalda er hreint út sagt með eindæmum!!

Síðan, þegar mengun fer yfir viðmiðunarmörk af allt annarri ástæðu, er tækifærið nýtt til að hnýta í bíleigendur! Kannski voru það bara þeir sem aka um á nagladekkjum sem skutu upp rakettum um síðustu áramót og alveg örugglega voru það þeir sem aka á nagladekkjum sem gerðu samning við veðurguðina um að hafa logn á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt, svo öruggt væri að mengunin sæti sem fastast!

En aftur að kröfu borgaryfirvalda um lagasetningu Alþingis um að færa sveitarfélögum verulega og afdrifaríka íhlutun um málefni sem, af ríkri ástæðu, er ekki er á þeirra valdi. Ef Alþingismenn eru svo skyni skroppnir að láta eftir slíkt ofurvald til borgarstjórnar, er komin upp ansi undarleg staða.

Sjálfur bý ég út á landi og eins og svo margir sem þar búa ek ég á nagladekkjum. Þetta geri ég ekki vegna þess að mér þyki svo gaman að hlusta á hávaðann í dekkjunum þegar ekið er eftir vegunum, ekki vegna þess að mér þyki nauðsynlegt að hreinsa sem mest af málningu innanúr hjólskálunum og enn síður vegna þess að mér þyki svo gaman að borga meira fyrir dekkin undir bílinn minn. Nei, ég ek um á nagladekkjum af þeirri einföldu ástæðu ég þarf að komast á milli staða eftir okkar yndislegu þjóðvegum, snemma á morgna og seint að kvöldi, í hvaða veðri sem er, til að sinna minni vinnu. Oft eru aðstæður til aksturs á þeim tímum þannig að nagladekk eru nauðsyn, þó auðvitað marga daga sé þeirra ekki þörf. Það er af öryggisástæðum einum sem ég vel að vera á nagladekkjum, svona eins og allir sem það velja. Vil taka það fram að ég bý þó á einu snjóléttasta svæði landsins, en á Íslandi! Margir landsmenn búa við enn erfiðari aðstæður.

Fái borgin það vald sem hún sækist eftir, verður ferðafrelsi mitt skert verulega. Þá verður það undir valdi borgarstjórnar hvort ég má aka minni bifreið innan borgarmarkanna!

Mun ég kannski þurfa að hringja í borgarstjóra og fá leyfi, þurfi ég að sækja þjónustu til minnar höfuðborgar, kannski alla leið vestur í bæ á minn nýja Landspítala, þá daga sem borgarstjórn telur ástæðu til að banna akstur á nagladekkjum? (sem verður þá alla daga ársins, verði þessir þverhausar áfram við völd). Eða á kannski Landsspítalinn bara að vera fyrir höfuðborgarbúa, þá sem vestast í borginni búa?

Ekki trúi ég að borgarbúar kjósi þessi skoffín aftur yfir sig!!


mbl.is Vilja geta takmarkað umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengisérfræðingarnir á Akranesi

Sagan endalausa af Akranesi heldur áfram. Menn eru duglegir við að sprengja en sílóin neita að falla. Þetta er að verða nokkuð fyndið, svona í skugga hættuástandsins sem hefur skapast.

Ekki hefur niðurrifssvæðið verið afgirt, jafnvel þó nokkrir dagar sé frá því að fyrsta sprenging fór fram og sílóin skekktust verulega, svo stór hætta skapast. Bæjarstjórn lætur duga að framkvæmdaaðilinn kaupi einn mann frá öryggisfyrirtæki í Reykjavík til að vakta svæðið. Eins og einn maður geti eitthvað gert til varnar því að óviðkomandi, kannski börn, fari inn á hættusvæðið.

Í viðtali við visir.is sagði Þorsteinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri Work North ehf., að eftir mistök fyrirtækis hans, fyndist í landinu 10.000 sprengisérfræðingar. Ennfremur sagði hann að með fyrstu sprengingu væri búið að "stilla turnana af", svo nú myndu þeir falla í rétta átt við þá næstu! Fyrir það fyrsta áttu sílóin (turnarnir) að falla beint niður, samkvæmt fyrstu fréttum og í öðru lagi skeði ekkert við þá næstu! Sílóin standa enn jafn skökk og áður og hrunhættan ekki minni.

Ummælin um fjölda sprengisérfræðinga í landinu eru hins vegar umhugsnarverð. Auðvitað er hann þarna að skjóta á alla þá sem gagnrýnt hafa fyrirtæki hans. Hitt væri svo sem ágætt ef í landinu væru svo margir sprengisérfræðingar sem hann nefnir. Þá gæti hann væntanlega skipt út þeim manni sem hann réð til verksins fyrir alvöru sprengisérfræðing. Ljóst er að sá sem verkið vann hefur litla þekkingu á því starfi, ef nokkra!

Ekki hefur enn fengist skýring bæjarstjórnar á því hvers vegna verktakanum var heimilað að yfirgefa svæðið, eftir fyrstu sprengju. Skýr krafa átti auðvitað að vera um að verkinu yrði haldið áfram, dag sem nótt, þar til sílóin væru fallin og hætta liðin hjá. Enga undantekningu átti að gefa frá þeirri kröfu!! Þarna átti vinnueftirlit og lögregla einnig að koma að máli, til stuðnings bæjarstjórn.

Annars verður að segjast eins og er að framkvæmdarstjóra Work North ehf. hefur tekist snilldarlega að afvegaleiða umræðuna um þær framkvæmdir sem hann stendur að á Akranesi, hefur tekist að halda niðri allri umræðu um öryggismál á framkvæmdarsvæðinu. Þar má auðvitað einnig sakast við bæjarstjórn og löggilta eftirlitsaðila s.s. vinnueftirlitið og lögreglu.

Í hverju verki, sem telst til stærri framkvæmda, hverju nafni sem þær nefnast, er fyrsta verk að tryggja vinnusvæðið og girða það af. Þetta á ekki síst við þegar verið er að rífa niður byggingar. Eðli málsins vegna, þá skapast mun meiri hætta á slíkum vinnustöðum en flestum öðrum. Oftar en ekki er í lok vinnudag einhverjar byggingar hálfrifnar, styrkur þeirra verið skertur verulega og hætta á hruni veruleg.

Framkvæmdasvæði eru spennandi, einkum hjá börnum og því með öllu óskiljanlegt að verktaka hafi verið heimilað að hefja verk áður en tryggilega væri séð til að óviðkomandi kæmist ekki á svæðið. Reyndar er að skilja á bæjarstjóranum að verktakinn hafi farið nokkuð framúr heimildum bæjarins, þó þetta atriði hafi ekki verið nefnt í því sambandi.

Mikil gagnrýni hefur komið á verktakann vegna þessara mistaka og hvernig unnið hefur verið úr þeim. Þeir sem gagnrýna eru ekkert endilega sprengisérfræðingar, þó framkvæmdastjórinn haldi slíku fram. Það er hans ódýra og barnalega afsökun á eigin mistökum. Sjálfur tel ég mig mega gagnrýna þetta framferði verktakans, þó ég hafi aldrei unnið með sprengiefni, enda gagnrýnin ekki bara á vanmat við sprenginguna, heldur ekki síður hvernig unnið var að málinu eftir að mistökin áttu sér stað og hvernig staðið hefur verið að öryggismálum á framkvæmdasvæðinu í heild sér.

En gleymum ekki að fleiri bera ábyrgð, bæjarstjórn, vinnueftirlit og lögregla eru aðilar að þessu máli líka. Hver mun bera ábyrgð ef slys verður, kannski á barni sem fer inn á svæðið?


mbl.is Sílóin standa enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr dagur hjá Degi

Jón Karl Ólafsson er að íhuga framboð til borgarstjóra. Nefnt er að það sé í nafni Sjálfstæðisflokks, en það getur vart staðist. Samkvæmt því pólitíska framferði sem þessi maður hefur stundað og þeirri hugsjón sem hann hefur opinberað, á hann heima í Viðreisn eða Samfylkingu, alls ekki innan Sjálfstæðisflokks.

Málflutningur og hugsun Jóns Karls til ESB, evru, flugvallar í Vatnsmýri og fjöldi annarra mála, gerir honum útilokað að vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk. Auðvitað getur hann afneitað trúnni um stund, svona eins og Júdas og Steingrímur J. en varla falla kjósendur fyrir því.

Samfylking fer vart að skipta út sínum Degi, þó að kveldi sé kominn, svo líklegast mun Jón Karl verða málssvari Viðreisnar.

Eitt er þó víst, að nái Jón Karl Ólafsson að plata kjósendur Sjálfstæðisflokks til að færa sér efsta sæti flokksins í Reykjavík, mun nýr dagur renna upp hjá Degi.

 


mbl.is Jón Karl að hugsa málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurhreppur í gjörgæslu

Það styttist óðum í að Reykjavíkurhreppur fari í gjörgæslu, að fjárráðin verði tekin af hreppstjórninni! Slík hefur skuldasöfnunin verið undanfarin ár og ekkert lát á.

Það er magnað, mitt í góðærinu, þegar hótel rísa á hverju götuhorni og framkvæmdir í algjöru hámarki, þegar kaupmáttur hefur aukist með tilheyrandi tekjubólgnun fyrir hreppinn, þegar erlendir ferðamenn fylla allar götur og torg og þegar nánast öll merki þess að hreppurinn ætti að vera að greiða niður skuldir í stórum stíl, svona eins og önnur sveitarfélög á landinu, að þá skuli hreppssjóður safna skuldum. Og það ekkert smáskuldum, heldur talið í milljónum á hvert mannsbarn innan hreppsmarkanna!

Í dag eru skuldir Reykjavíkurhrepps komnar í 299 milljarða króna og hækka hratt. Þetta gerir nálægt 2,5 milljónum á hvert mannsbarn hreppsins, eða um 10 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu!!

Skuldaaukning Reykjavíkurhrepps er nálægt 70 milljónum á sólahring, alla daga ársins!

Það er magnað að um 39% þjóðarinnar skuli hafa kosið þá flokka sem sýna slíka óforsjálni, til landstjórnarinnar.

Er ekki allt í lagi með kjósendur?!!

 


mbl.is „Maður skuldsetur sig ekki út úr fjárhagsvanda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

??????

HB Grandi hefur lokað á botnfiskvinnslu á Akranesi og spurning hvort þessi frétt sé fyrirboði um að uppsjávarvinnslu verði einnig hætt. Myndin með fréttinni er af bræðsluverksmiðju HB Granda á Akranesi, ekki Sementsverksmiðjunni.

Hvað um það, saga Sementsverksmiðjunnar, frá stofnun til ársins 1993, er að öllu leyti góð saga. Þessi verksmiðja framleiddi sement fyrir landsmenn og á þessum tíma varð gífurleg uppbygging hér á landi. Verksmiðjan var vel rekin, skaffaði fjölmörg störf og sparaði mikinn gjaldeyri fyrir þjóðarbúið.

Árið 1993 tók að halla undan fæti. Stofnað var svokallað opinbert hlutafélag um verksmiðjuna (ohf), en á þeim tíma trúðu margir að slíkt fyrirkomulag væri töfralausn alls. Kratar voru kannski þar fremstir í flokki, enda með ráðuneyti iðnaðar á þeim árum undir sinni könnu. Efasemdarraddir heyrðust vissulega um þessa breytingu, að þetta væri einungis fyrsta skrefið í einkavæðingu verksmiðjunnar, einkavæðingu sem myndi enda með falli hennar. Ráðamenn þjóðarinnar á þeim tíma lofuðu hátíðlega að verksmiðjan yrði aldrei einkavædd, þetta væri einungis breyting á formi rekstrarins, breytingar sem myndu jafnvel auka hag hennar enn frekar.

Ekki gekk það þó eftir og þrátt fyrir hátíðleg loforð tók einungis einn áratug að einkavæða þessa verksmiðju. Þá fyrst byrjar hörmungarsaga hennar af alvöru. Ákveðið vandamál hafði skapast á þeim tíma er verksmiðjan starfaði sem ohf, en það sneri að lífeyrisskuldbindingum. Þær skuldir voru orðnar nokkrar, við ríkissjóð. Þegar verksmiðjan var auglýst til sölu var skýrt að væntanlegur kaupandi yrði að taka yfir þessar skuldbindingar, enda rekstur verksmiðjunnar að öðru leyti í þokkalegu standi, hús og búnaður vel viðunandi og því í raun einungis verið að koma þessari skuld ohf við ríkissjóð fyrir kattarnef.

Ekki vildi þó betur til við söluna, einkum kannski vegna afskipta Akranesbæjar, en að hún var seld þeim aðila sem kannski síst hafði burði til að reka hana. Nokkur tilboð komu, en því eina sem ekki stóðst var tekið. Niðurstaðan varð að ríkið tók á sig lífeyrisskuldbindingarnar og kaupandi greiddi málamyndunarverð, dugðu vart fyrir bílaflotanum sem verksmiðjunni fylgdi.

Níu árum síðar var verksmiðjan öll og Akranesbær sat uppi með lóð fulla af húsnæði sem ekki var til neins nýtilegt.

Frá árinu 1993, þegar hin svokallaða Viðeyjarstjórn (D+A) sat, hafa Akurnesingar þurft að horfa upp á og taka þátt í þessari sorgarsögu. Og henni er ekki enn lokið, þvert á móti. Fram til þessa hafa hörmungarnar lent á bæjarfélaginu í formi minnkandi tekna og á starfsfólkinu í missi sinna starfa. Nú hefjast fjárútlátin, einkum vegna afskipta bæjarstjórna á hverjum tíma af söluferli verksmiðjunnar.

Enginn veit hvað mun kosta að rífa verksmiðjuna. Víst er að áætlaðar 400 milljónir hrökkva þar skammt. Verksmiðjan var vel byggð og það verður ekkert einfalt mál að rífa hana. Þó tekur út yfir allan þjófabálk að svo virðist sem forsvarsmenn bæjarins hafi ákveðið að láta skorsteininn standa, telja hann einhverja bæjarprýði. Einfaldast og ódýrast er þó að rífa þennan stromp, þ.e. ef það er gert áður en byrjað verður að byggja umhverfis hann. Strompurinn er orðinn feyskinn, enda byggður m.t.t. að um hann leiki heitt loft, dag og nótt. Nú þegar eru farnar að sjást geigvænlegar sprungur á honum og ljóst að mjög dýrt, ef þá mögulegt, er að gera hann þannig úr garði að hann fái staðið.

Líklegast er þó að vandinn með strompinn leysast af sjálfu sér, innan stutts tíma, með því að hann falli sjálfur til jarðar. Við skulum þá vona að hann falli í rétta átt, annars gæti mannslíf verið í veði!

 Viðbót:

Eftir að færslan var rituð hefur mbl.is skipt um mynd við fréttina. Því er upphaf pistilsins úrelt.

 

 


mbl.is Úr álögum moldarkofanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð seint í rassinn gripið

Það er nokkuð seint í rassinn gripið þegar búið er að gera í buxurnar.

Það lá fyrir þegar þessi ríkisstjórn var mynduð að í báðum stjórnarflokkum var sterkur vilji til að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni yrði áfram í óbreyttri mynd. Í báðum flokkum er þetta meitlað í stefnuskrá og því eðlilegt að þessi vilji væri settur í stjórnarsáttmálann. Það eina sem vantaði var að ríkisstjórnin kæmi þessum vilja sínum og kjósenda sinna, til framkvæmda. Vitað var að skipulagsvaldið lá hjá borginni, þó landið væri að stæðstum hluta í eigu ríkisins og um flugöryggi landsins væri að ræða.

Í stað þess að vinda sér strax í málið og ganga þannig frá því að við vellinum yrði ekki hreyft, var bara beðið og skíturinn látinn leka hægt og rólega í buxurnar!

Þáverandi Innanríkisráðherra gerði síðan samning við borgarstjórn um að neyðarbrautinni skildi lokað og hluti af landi ríkisins færi til borgarinnar. Stjórnarliðar gerðu ekkert, létu sér vel líka og enn hélt drullan að leka í buxur þeirra. Hafi þeir haldið að slíkur samningur, undirritaður af ráðherra, væri ekki gildur, er fáviska þeirra meiri en hæfir þingmönnum og ráðherrum!

Þegar síðan kom að efndum þessa samnings ákvað nýr Innanríkisráðherra að láta málið fara fyrir dómstóla. Auðvitað verða dómstólar að dæma eftir lögum og málið tapaðist fyrir báðum dómstigum. Þar var ekki verið að dæma út frá öryggis- eða skynsemissjónarmiðum, ekki hvort tilvera vallarins væri öryggismál. Þar var einungis dæmt um hvort undirskrift ráðherra væri gild eða ekki og auðvitað er hún gild. Það væri undarleg stjórnsýsla ef svo væri ekki!

Það lá fyrir við upphaf stjórnarsamstarfs þeirra flokka sem nú eru við völd að borgarstjórn vildi koma vellinum burtu, með góðu eða illu. Það var ekki að ástæðulausu að þetta atriði væri sett í stjórnarsáttmálann. Þegar síðan þáverandi Innanríkisráðherra undirritaði samkomulagið við borgarstjórn, áttu stjórnarliðar að átta sig á alvarleik málsins. Þarna átti ríkisstjórnin að grípa inní og gera þær ráðstafanir sem til þurftu, svo vellinum yrði bjargað og til að forða ríkinu frá dómsmáli. Ekkert var þó gert, drullan lak bara áfram í buxurnar!

Nú, þegar drullan er komin upp á bak stjórnarliða á loks að gera eitthvað. Örfár starfsvikur Alþingis til kosninga og nánast útilokað að koma málinu gegnum þingið. Þetta er að öllum líkindum tapað stríð. Völlurinn mun missa öryggisbrautina á haustdögum og eftir örfá ár verður næstu braut lokað og þá mun völlurinn allur.

Talað hefur verið um byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt Rögnunefndinni (Dagsnefndinni) er talið að það sé mögulegt. Einungis hafa þó farið fram skrifborðsrannsóknir á þeirri framkvæmd, engar nauðsynlegar haldbærar rannsóknir liggja fyrir um þann stað eða hvort lendingarskilyrði þar sé til staðar. Þetta kemur fram í téðri skýrslu og lagt til að slíkar rannsóknir yrðu hafnar. Ekkert hefur þó verið unnið að málinu. Þá liggur ekkert fyrir um hver eða hvernig fjármagna skuli slíka byggingu. Auðvitað liggur í augum uppi að borgarsjóður fjármagni byggingu á nýjum flugvelli, það er jú borgin sem vill völlinn burt úr Vatnsmýrinni. En um þetta þarf auðvitað að semja, ef ný staðsetning finnst, staðsetning sem hefur sama flugöryggi og núverandi flugvöllur.

Þegar frá því hefur verið gengið, fundinn staðsetning sem uppfyllir flugöryggiskröfur og samið um hver skuli borga, er hægt að fara að huga að minnkum starfsemi í Vatnsmýrinni, samhliða uppbyggingu hins nýja flugvallar. Þar til þetta hefur verið gert, á ekki að hrófla við vellinum á neinn hátt. Ef ekki finnst önnur staðsetning, ef ekki næst samkomulag um hver skuli borga, mun flugvöllurinn í Vatnsmýri auðvitað verða rekinn áfram. Þá þarf að einhenda sér í uppbyggingu hans og gera hann þannig úr garð að hann geti enn frekar þjónað sínu hlutverki.

Ríkisstjórnin hefur staðið sig með eindæmum illa í þessu máli og það litla sem þaðan hefur komið einungis flækt það enn meira. Nú, þegar allt er komið í hönk, völlurinn að hverfa, þarf óbreyttur þingmaður að boða frumvarp til bjargar.

Hvers vegna í andskotanum var Hanna Birna ekki stoppuð af með undirskrift samkomulagsins? Hvers vegna í andskotanum var ekki strax hafist handa við að semja frumvarp til varnar flugvellinum og tilveru hans?

Af hverju þarf stjórnsýslan hér á landi alltaf að vera eins og hjá einhverjum hottintottum og virðist þar litlu skipta hver er við völd.


mbl.is Frumvarp um flugvöllinn í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband