Reykjavíkurhreppur í gjörgæslu

Það styttist óðum í að Reykjavíkurhreppur fari í gjörgæslu, að fjárráðin verði tekin af hreppstjórninni! Slík hefur skuldasöfnunin verið undanfarin ár og ekkert lát á.

Það er magnað, mitt í góðærinu, þegar hótel rísa á hverju götuhorni og framkvæmdir í algjöru hámarki, þegar kaupmáttur hefur aukist með tilheyrandi tekjubólgnun fyrir hreppinn, þegar erlendir ferðamenn fylla allar götur og torg og þegar nánast öll merki þess að hreppurinn ætti að vera að greiða niður skuldir í stórum stíl, svona eins og önnur sveitarfélög á landinu, að þá skuli hreppssjóður safna skuldum. Og það ekkert smáskuldum, heldur talið í milljónum á hvert mannsbarn innan hreppsmarkanna!

Í dag eru skuldir Reykjavíkurhrepps komnar í 299 milljarða króna og hækka hratt. Þetta gerir nálægt 2,5 milljónum á hvert mannsbarn hreppsins, eða um 10 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu!!

Skuldaaukning Reykjavíkurhrepps er nálægt 70 milljónum á sólahring, alla daga ársins!

Það er magnað að um 39% þjóðarinnar skuli hafa kosið þá flokka sem sýna slíka óforsjálni, til landstjórnarinnar.

Er ekki allt í lagi með kjósendur?!!

 


mbl.is „Maður skuldsetur sig ekki út úr fjárhagsvanda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála hverju orði hjá þér.   Reyndar bý ég í Reykjanesbæ og það hefur komið mér á óvart hversu vel hefur tekist að takast á við skuldaklafann.  En mér finnst ekki hafa verið tekið vel á málum Kísilmálmverksmiðjunnar (United Silicon) og þar finnst mér bæjarstjórnin og embættismannakerfið í Reykjanesbæ hafa staðið sig mjög illa....

Jóhann Elíasson, 8.11.2017 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband