Fólki er vissulega ekki sama, Jóhann

Það er hárrétt hjá ráðherra, fólkinu í landinu er ekki sama hvaða stefna er tekin í loftlagsmálum eða náttúruvernd almennt. 

Fólk er til dæmis ekki sama um alla þá skatta sem af því er tekið, skatta sem virðast hverfa út í tómið, í nafni loftlagsins. Engin árangursfylgni er með þessum fjáraustri né hvað um peninginn verður. Verst er þó að horfa uppá fjármuni hverfa úr landi vegna þessa málefnis. 

Fólki er heldur ekki sama þegar ráðherrar eru að lofa einhverjum óraunhæfum markmiðum í loftlagsmálum, markmiðum sem útilokað er að ná en vegna þessara loforða gætum við þurft að greiða háar upphæðir úr landi, upphæðir sem enginn virðist vita hvað um verður.

Fólki er ekki sama þegar náttúrunni skuli fórnað, svo hægt sé að minnka þann skaða sem ráðherrar hafa gert þjóðinni ábyrga fyrir erlendis, með óraunhæfum loforðum. Þar má nefna vindorku, einhverja skelfilegustu orkuöflun sem hægt er að finna út frá náttúrusjónarmiðum. 

Fólki er ekki sama, þegar sótt er að náttúru á öllum sviðum, skuli einblínt á einn þátt í loftlagsmálum, þátt sem áhöld eru um hvort virkilega hafa áhrif á loftslagið en er gróðri jarðar lífsnauðsynlegur og þar með öllu lífi. Einblínt á einn þátt og í krafti þess megi fórna náttúrunni í heild sér. 

Fólki er ekki sama þegar rannsóknir eru hundsaðar af þeirri einu ástæðu að þær falla ekki að ríkjandi hugmyndum um loftlagsmál. Má þar nefna nýlega rannsókn um losun vegna landnýtingar, sem reyndar fellur alveg að annarri eldri rannsókn um losun frá jarðvegi. Yngri rannsóknin segir okkur að mjög líklega er engin losun vegna landnotkunar, hugsanlega algjör andstæða þess. Þar sem landnotkun er talin mjög mikill losunarvaldur co2 bókhaldi Íslands, skiptir miklu máli að þessi rannsókn sé efld, að fá fram sannleik málsins.

Fólk vill verja náttúruna, ekki bara loftslagið heldur alla þætti náttúrunnar. Þar er jörðin komin að þolmörkum og stefnir hratt í óefni, ekki hvað síst vegna þessarar störunar á einn þátt loftlagsins.

Fólk vill að reynt sé að hlusta á sem flest sjónarmið fræðimanna á þessu sviði öllu og ef talið er að enn muni hlýna, nú eða fara að kolna, þá séu gerðar ráðstafanir svo við hugsanlega getum lifað slíkar breytingar af. Við breytum ekki loftslaginu, en við getum kannski aðlagað okkur að því.

Náttúrunni verður aldrei bjargað með því að fórna henni.

 

 


mbl.is Sama manneskjan tali við sjálfa sig í spegli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband