Flottræfilsháttur borgarlínunar

Hvaða snillingi datt til hugar að best væri að hafa almenningssamgöngur milli akbrauta? Þetta er eins heimskulegt og vitlaust sem hugsast getur. 

Allar almenningssamgöngur eiga auðvitað að vera utan við akbrautir. Þannig má minnka um helming umferð gangandi yfir akbrautir. Að hafa þær fyrir miðju mun leiða til þess að allir sem ferðast með almenningssamgöngum þurfa að arka yfir gangbraut til og frá þeim ferðakosti, með tilheyrandi hættu fyrir fólk. Þá mun þetta flækja enn frekar umferð um gatnamót. 

Það er sama hvaða hug menn bera til borgarlínu, hvort menn eru alfarið á móti þessum kosti eða dýrka hann, fólk hlýtur að geta komið sér saman um bestu útfærsluna. Að ekki verði valin sú sísta og hættulegasta. 

Auðvitað má sjá slíka útfærslu í gömlum borgum erlendis, þar sem almenningssamgöngur komu fyrst til sögunnar, gjarnan með sporvögnum og síðan fléttað utanum það akbrautum fyrir einkabílinn. Þar er þetta gert af nauðsyn. Allar nýrri borgir og allar borgir sem hafa uppfært almenningssamgöngur hjá sér, hafa fært almenningssamgöngur niður í jörðina. Eru með bílaumferðina ofanjarðar og almenningssamgöngur neðanjarðar. Í úthverfum, svona álíka stórum og höfuðborgarsvæðið, eru hins vegar oftast sér akreinar fyrir almenningssamgöngur utan almennrar umferðar. 

Hér á landi er ekki réttlætanlegt að færa umferð niður í jörðu, ekki almenningssamgöngur og alls ekki almenna umferð. Sér akreinar strætisvagna, utan almennu akreina, eru orðnar nokkuð þekktar í Reykjavík og virka vel. Halda á áfram á þeirri braut enda víðast hægt að koma þeim við. Hvaða nafni sú leið er gefin skiptir minna máli, hægt að kalla það borgarlínu, léttlínu eða bara sínu rétta nafni, umferð strætisvagna.

Stærð og umfang höfuðborgarsvæðisins og efnahagur þjóðarinnar bíður ekki upp á dýrari framkvæmd. Við höfum ekki efni á þeim flottræfilshætti sem borgarlínu er ætlað að vera og við höfum enn síður efni á að spila með mannslífin með því að hafa hana inn í miðju umferðarflæðis gatnakerfisins. 


mbl.is Hönnun á 26 borgarlínustöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband