WEF, enginn á neitt og er ánægður

Einhver valdamesti maður heims í dag er Claus Schwab. þýskur verkfræðingur er stóð að stofnun World Economic Forum, WEF, árið 1971. Reyndar var nafn þessa hóps annað í byrjun eða European Managment Forum, stofnað gegn veldi Bandaríkjanna. Árið 1986 var nafninu breytt í WEF og öllum boðin aðild er gátu greitt árgjaldið. Ár hvert í janúar er haldin ráðstefna WEF í Davos í Sviss.

Eins og nafnið ber með sér er um að ræða félagsskap um efnahagsmál, viðskipti, þó undir liggi nokkuð svartari mynd. Allir ríkustu viðskiptamenn heims teljast til hópsins auk meira metandi stjórnmálamanna og þekktra einstaklinga. Enginn kemst þó inn nema gegn vænni greiðslu til WEF. Undirstofnun WEF er svo Young Global Leader, YGL, en þar eru stjórnmálamenn fræddir um hvernig haga skuli framtíðinni. Einn frægasti meðlimur þess hóps, sem Claus er einkar hlýtt til, er Vladimir Pútín. En flestir stjórnmálamenn vesturlanda eru einnig, eða hafa verið, hluti YGL. 

Eins og áður segir er opinber tilgangur þessa hóps að vinna að frjálsum viðskiptum. Óopinbera markmiðið er þó yfirráð yfir heiminum. The Great Reset kom fram á tímum covid. Í raun fjallar sú hugmynd um það markmið að enginn á neitt og er ánægður. Þar af leiðir að þeir ríkustu eignast þá allt. Agenda 2030 er sú stefna sem nú er unnið eftir. Markmiðið í stuttu máli það sama og The Great Reset.

WEF hefur gjarnan látið til sín taka um hin ýmsu málefni, gjarnan það sem er efst á baugi á hverjum tíma. Á ráðstefnum hópsins fá ríkustu viðskiptamenn heims tækifæri til að stýra ráðandi stjórnmálafólki, segja því til. Undanfarin ár hafa loftlagsmál verið efst á baugi og meðlimir flykkjast til Davos á einkaþotum sínum til að segja okkur lítilmagnanum hversu miklir sóðar við séum.

Næsta ráðstefna átti þó að fjalla um AI, tískuorð dagsins. Þar liggja auðvitað miklir peningar undir og mikilvægt að stjórnmálamenn séu ekki að flækjast fyrir peningafólkinu. Séu ekki að setja einhverjar skorður á þá peningahít. Hætt er þó við að forseti Bandaríkjanna verði fyrirferðameiri á þeirri ráðstefnu. Honum hefur tekist að brjóta niður helsta markmið WEF, frjáls viðskipti. Setur tolla á allt og alla og aðrar þjóðir svara í sömu mynt. Sannkallað tollastríð skollið á heimsbyggðina, til góðs eða ills.

Forenda heimsyfirráða er tollfrelsi og því illt í efni fyrir WEF og ofurríka fólkið. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband