Markmið
8.8.2025 | 07:55
Þegar gengið er til samninga eru báðir aðilar með ákveðin markmið.
Evrópusambandið er með skýr markmið varðandi inngöngu í sambandið, allt eða ekkert. Einfalt markmið sem auðvelt er að standa við. Öðru máli gegnir um íslensk stjórnvöld, hvort heldur þegar þessi vegferð var farin eftir hrun eða nú í upphafi þeirrar seinni. Engin markmið hafa verið sett fram, ekkert sagt hversu langt má ganga, yfir höfuð ekki nein stefna af hálfi stjórnvalda hér á landi, bara ætt áfram í blindni. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Fyrir síðustu kosningar var umræðum um aðild að esb haldið vandlega í skefjum. Einstaka greinar skrifaðar í fjölmiðla af mönnum er tengjast Viðreisn en enginn frambjóðandi flokksins tók undir þau skrif. Þögnin alger enda ljóst að á því byggðist fylgið. Í stjórnarsáttmála var svo ein setning sett inn í síðasta kafla hennar, um að kjósa skuli fyrir lok kjörtímabilsins um framhald þeirrar vegferðar er Jóhanna og Steingrímur hófu vorið 2009.
Áður en til þeirrar kosningar kemur þurfa stjórnvöld að koma fram með skýr markmið, þó ekki sé til annars en að þjóðin viti um hvað hún er að kjósa. Það er ekki hægt að kjósa um bara eitthvað, skýr markmið verða að liggja fyrir.
En eins og áður segir, þá er markmið esb ósköp einfalt varðandi umsókn um aðild að sambandinu. Því markmiði verður ekki breytt, hvað sem tautar og raular. Því er eðlilegast og heiðarlegast að þjóðin fái einfaldlega að kjósa um hvort hún vilji afsala völdum úr landi, vilji gerast aðildarríki esb, með öllum kostum þess og göllum. Um það munu viðræðurnar snúast, hvernig við teljum okkur geta aðlagað okkar regluverk að regluverki sambandsins og hversu hratt. Ekki um einhverjar undanþágur, ekki um einhverja sérmeðferð og alls ekki að esb aðlagi sitt regluverk að einhverju leiti að okkar. Snúast um það eitt hvort við viljum gangast undir regluverk esb eða ekki.
Því er ekki um samningsviðræður að ræða, heldur aðlögunarviðræður, sem ráðherrar viðreisnar hafa nú þegar þjófstartað í trássi við eigin stjórnarsáttmála, Alþingi og þjóðina.
Háttarlag sem ætti að vera fjallað um í öllum fjölmiðlum með mjög gagnrýnum hætti, ekki heilagri þögn!
![]() |
Evrópuumræða truflar brýnni mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Að mínu mati eiga "samningsmarkmið" EINUNGIS við um SAMNINGSVIÐRÆÐUR og þar sem ekki er um samningaviðræður að ræða heldur "aðildaraðlögun". Við fáum ENGAR varanlegar UNDANÞÁGUR ÞAÐ ER TÍMI TIL KOMINN AÐ ÞJÓÐIN FÁ RÉTTAR UPPLÝSINGAR UM HVAÐ ER RAUNVERULEGA Í GANGI.......
Jóhann Elíasson, 8.8.2025 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.