Fyrr frýs í helvíti!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er enginn nýgræðingur í stjórnmálum, reyndar sá er lengsta starfsævi hefur þar nú um stundir. Hún hefur marga fjöruna sopið og ekki alltaf til góðs. Er sá þingmaður sem tekist hefur að rísa upp eftir áföll sem aðrir verða að lúffa fyrir. Hefur ákveðni sem einkenni, en stundum á kostnað sannleikans. Er annálaður refur í pólitík og systur hennar gætu verið leynd og lygi. 

Þingmenn okkar hér í Norðvesturkjördæmi eru hins vegar flestir enn blautir bak við eyrun á þessum velli. Trúa enn á sannindi og heiðarleika. Það er létt verk fyrir gamalgróinn pólitíkus, sem ekki kallar allt ömmu sína, að snú sakleysingjum á sitt band. Og trú þeirra verður fölskvalaus.

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með þessari árás esb á Ísland og enn merkilegri eru viðbrögð stjórnarherra okkar. Frétt um að esb ætlaði að leggja hermdartolla á okkur fór fyrst í loftið í Noregi og skömmu síðar hér á landi. Kom eins og vandarhögg á okkur sem þjóð. Engin viðbrögð komu frá ríkisstjórninni í heila tvo daga um málið. Þá kom utanríkisráðherra og sagði að sambandinu væri þetta heimilt, gafst upp á staðnum. Skömmu áður hafði verið haldinn fundur í utanríkismálanefnd og málið ekki kynnt þar. Ráðherra kom tvisvar fram í fréttum og sagði þetta ekki rétt, hún hefði lagt málið fyrir nefndina. Varð síðan að gefa það eftir þar sem enginn, ekki einu sinni fulltrúi eins stjórnaflokksins kannaðist við það. Ráðherra var uppvís að lygum! 

Hvorki formenn hinna tveggja stjórnarflokkanna né nokkur annar ráðherra í ríkisstjórninni hefur fengist til að tjá sig um þetta mál. Sennilega ekki orðnir nógu sjóaðir í þeim fræðum að blekkja fólk, sem einkennir eldri stjórnmálamenn. Er ekki treystandi til að ræða málið opinberlega. Undarlegust er þó þögn forsætisráðherrans. 

Fyrsti þingmaður Norðvesturlands tók upp hjá sér að kalla alla þingmenn kjördæmisins á fund, enda það kjördæmi sem verst mun lenda undir þessu fyrsta höggi sleggjunnar frá Brussel. Sá fundur fór fram í dag og verður að segja að ráðherra hefur tekist nokkuð vel að tala þennan hóp niður. Hól þeirra til ráðherrans, eftir fundinn, hreint með ólíkindum, eins og þeir hafi ekki fylgst með framkomu hennar til þessa í málinu. Framkomu sem einkennst hefur af leynd og lygum. 

Mikið óskaplega erum við kjósendur hér í Norðvesturkjördæmi heppin að eiga svona góða þingmenn, saklausa sem ungbörn, þingmenn sem virkilega trúa því að einn æðsti trúboði esb á Íslandi ætli að styggja vini sína þar ytra!

Fyrr frýs í helvíti!!


mbl.is „Ráðherrann var ærlegur“ á fundi um tolla ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Þumall!

Júlíus Valsson, 1.8.2025 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband