Alzheimer?

Það er virkilega komin upp sú staða að fara þurfi að skoða hvort Þorgerður Katrín gangi heil til skógar. 

Þessi stjórnmálamaður, sem nú um stund vermir sæti utanríkisráðherra, er með mestan starfsaldur allra þingmanna okkar í dag. Hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þing og þjóð, allt upp í ráðherrastöður. Hún á því að þekkja manna mest allra þingmanna skil milli löggjafavalds og framkvæmdavalds. Hún á líka að vita, eða ætti að vita, að sannleikurinn skilar sér alltaf að lokum, að ekki sé hægt að skýla sér bak við lygar. 

Þrátt fyrir þetta hefur Þorgerður trekk í trekk, bæði í orði og á borði, framkvæmt embættisgerðir sem vart standast stjórnskipan, nú síðast hreint brot á þrískiptingu valds með því að ganga framhjá þinginu í afdrifaríkri ákvörðun um tengingu okkar við esb á sviði utanríkismála. Fórnar sjálfstæði okkar í þeim mikilvæga málaflokki, án aðkomu löggjafavaldsins. Virðist telja sig hafna yfir þingið og geta gert það sem henni sýnist. 

Þá hefur Þorgerður æ oftar verið staðin að lygum gagnvart þjóð og þingi. Nú vegna tollamála. Alvarlegt brot sem ætti að leiða til tafarlausrar afsagnar hennar. Hún er ekki í kosningabaráttu, heldur utanríkisráðherra og ber að verja land okkar. 

Þessi tollamál, sem utanríkisráðherra segist hafa tilkynnt utanríkismálanefnd, en enginn kannast við, jafnvel stjórnarþingmenn í nefndinni kannast ekki við, snúa að refsitollum sem esb hyggst leggja á ees ríkin, svo undarlegt sem það hljómar. Þessir tollar núna snúa að kísilmálmframleiðslu, en víst að álframleiðslan mun fljótt fá á sig sömu tolla, verði ekki brugðist við af hörku. Og þar stendur hnífurinn í kúnni, utanríkisráðherra Íslands hagar sér sem talsmaður esb í þessu máli, ekki sem utanríkisráðherra þeirrar þjóðar er tollunum er ætlað að skaða. 

Nú er komið í ljós að esb sendi bréf um málið til íslenska utanríkisráðuneytisins snemma árs. Þar hefur þetta bréf legið í felum í hartnær hálft ár og væri sjálfsagt enn dulið öllum ef ekki hefði komið til fréttir frá Noregi um málið. Ráðherra ætlaði greinilega að þegja það fram yfir gildistöku þess. Loks er það upplýsist, eru einungis þrjár vikur til gildistöku þessa refsitolls. Og ekki séð að nokkurn hlut sé farið að vinna í málinu af viti. 

Auðvitað átti ráðherra að leggja bréfið, strax er það kom, fyrir utanríkismálanefnd, jafnvel alþingi og þjóðina. Því er borið við að um trúnaðarskjal hafi verið að ræða. Sá trúnaður gildir um störf nefndarinnar og því ekki afsökun fyrir að hún fékk ekki að sjá þessa áætlun esb um að refsa okkur. 

Þegar ráðherra fær í hendur bréf merkt trúnaðarmál, bréf sem hefur mikil áhrif á þjóðarbúið, að ekki sé talað um álagningu refsitolla, á ráðherra umsvifalaust að senda til baka svar um að ekki sé hægt að halda trúnað um málið og hefja strax sterka vörn gegn mótaðilanum. Trúnaður er einungis haldinn ef um viðkvæm mál er að ræða, samninga á viðkvæmu stigi eða annað þar sem hagsmunir beggja liggja undir. Trúnaður getur aldrei gilt ef um einhliða ákvörðun er að ræða. Það kallast uppgjöf að samþykkja slíka afarkosti. 

Þessi mál og fleiri og hvernig ráðherra hefur spilað úr þeim, að ekki sé minnst á hreinar lygar ráðherrans, gefa vísbendingu um að ekki sé allt í lagi með persónuna sem embættinu gegnir. 

Þeir fjölmörgu sem orðið hafa vitni að byrjun á alzheimer sjúkdómnum geta séð þarna tengsl. Lygar sem stafa af því að sjúklingurinn telur sig hafa sagt eitthvað en sagði aldrei og alger brestur í að þekkja rétt frá röngu. Að þekkja hvað má og hvað ekki.

Það er erfitt að trúa því að þessi hegðun hennar sé af ráðum gerð, að hún sé svo forhert. 


mbl.is Skuldbundin að fylgja stefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband