Nálgumst hratt einræði

Þegar sú staða er komin upp að ráðherra rekur embættismann, fyrir það er virðist eitt að henni þykir skoðanir embættismannsins of langt frá eigin skoðunum, er lýðræðið komið í hættu. Slík vinnubrögð þekkjast einungis í einræðisríkjum. Það fyrsta sem Hitler gerði var að losa sig við alla þá sem honum voru ekki þóknanlegir, Stalín hélt fast um sitt einræði með því að losa sig við alla þá sem hann taldi sér standa ógn af, oftast þó af ímyndun einni. Fleiri einræðisherra mætti nefna sem slíka tilburði viðhafa. Jafnvel Trump verið gagnrýndur fyrir að nota þessa stjórnháttu. Fátítt eða aldrei hefur verið beitt þessum starfsaðferðum hér á landi. Það er óhugnanlegt að byrjað skuli að feta þann veg.

Rök ráðherra eru haldlítil í málinu. Segir að til standi að efla landamæravörslu, eitthvað sem lögreglustjórinn fyrrverandi hefur ákaft kallað eftir. Því hefði auðvitað verið rétt hjá ráðherra að halda Úlfari sem lengst, nýta þekkingu hans og krafta. Fáir eru betur inn í þessum málum en einmitt fráfarandi lögreglustjóri Suðurnesja.

Skil reyndar ekki hvernig þessi óhefti innflutningur getur átt sér stað til landsins. Ekkert skip kemur hingað til lands og leggst að bryggju nema áhafnalisti og eftir ástæðum farþegalisti, hafi fyrst verið sendur. Þar kemur fram nafn allra, það land er þeir búa í og númer vegabréfs. Ef áhafnaskipti eru, þarf lögregla að mæta í skip og stimpla heimild þeirra sem af skipinu fara, jafnvel þó þeir fari beinustu leið í flug úr landi. Áhöfn sem kemur á skip kemst ekki út úr flugstöðinni nema hafa fengið uppáskrift lögreglu, þó þeir fari beinustu leið af velli í skip. Þetta á við um alla þá sem búsettir eru utan Schengen svæðisins og engar undanþágur frá því. 

Hvers vegna er ekki fyrir löngu búið að setja sömu reglur fyrir flugið. Farþegalistar liggja fyrir löngu fyrir flug og því varla mikið mál að senda þá áður en haldið er í loftið. Og hin spurningin, hvernig stendur á því að flugfélög hleypa fólki inn í vél án vegabréfs? Ekki hef ég nokkurn tíman komist inn í flugvél, reyndar ekki heldur nálægt brottfararsal, án þess að sýna vegabréfið mitt. Hefði haldið að þetta atriði væri mikilvægara í baráttunni gegn hryðjuverkum en að taka af manni sjampóbrúsann eða skoða hvort eitthvað er falið í skósólanum.

En megin málið er þó það að geðþóttarákvörðun ráðherra er hættuleg. Henni ber að starfa eftir lögum og í öllu falli að beita sanngirni. Skynsemi skaðar ekki. Þegar stórar breytingar eru framundan eru fáir betri til að koma þeim í kring en einmitt þeir sem kallað hafa eftir þeim breytingum og þekkja best til málanna.

Nema auðvitað, að ráðherra hafi einhverjar allt aðrar hugmyndir uppi um þær breytingar. Að ekki eigi að taka á vandanum, heldur reyna að fela hann. Að hafa uppi einræðistilburði vegna eigin stjórnmálaskoðana.

Þá er ávörðun ráðherra skiljanleg.


mbl.is Segir ákvörðunina varhugaverða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv. íslenskum tolllögum ber flugfélagi að afhenda farþegalista. Nokkur neita, aðallega þýsk, og bera fyrir sig reglur ESB. Við erum nokkrir sem höfum bent á þessi lögbrot, þ.m.t. Úlfar.

Þetta fer ekki vel í embættismannaelítuna. Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu telur, ranglega, að okkur sé ekki stætt á slíkum kröfum. Sem sé; Úlfar er rekinn fyrir að vilja fara að lögum!

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 14.5.2025 kl. 17:43

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alltaf verið að tala um að heimild vanti í lögum til að krefjast FARÞEGALISTA AF FLUGFÉLÖGUM; ÞETTA ER EKKI ALLSKOSTAR RÉTT ÞESSI HEIMILD ER Í TOLLALÖGUM OG HEFUR ÁVALT VERIÐ.  Það sem vekur furðu er að þessi heimild skuli EKKI VERA NOTUÐ OG HENNI BEITT ÞVÍ það er óumdeild að hún er til staðar............

Jóhann Elíasson, 14.5.2025 kl. 19:53

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það á hreinilega að flytja inn einhverjar fígúrur.

Fylgist með, og gerið ráðstafanir.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.5.2025 kl. 22:07

4 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Ég held að þetta hafi ekkert með stjórnmálaskoðanir að gera, heldur það að það eigi að koma enn einni kellingunni að í stjórnunarstöðu á vegum hins opinbera.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 15.5.2025 kl. 05:19

5 identicon

Stjórnunarstíll Trumps er greinilega smitandi. Trump er greinilega orðinn fyrirmynd Ljóskustjórnarinnar.

Vagn (IP-tala skráð) 16.5.2025 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband