Kristrún stækkar sem stjórnmálamaður
28.4.2025 | 09:29
Kristrún Frostadóttir er meiri stjórnmálamaður en ég hélt. Henni hefur tekist að koma á framfæri skynsamlegum athugasemdum um stöðu Íslands í þeim hverfula heimi sem nú er.
Hefur bent á það augljósa að betra sé að bíða á hliðarlínunni meðan væringarnar ganga yfir, að um tímabundið ástand sé að ræða varðandi Trump og hans yfirlýsingar, hans tími er takmarkaður. Bendir nú á að óráð sé að horfa til esb um þessar mundir. Að ástandið þar sé þannig að það geti skekkt skoðanakönnun meðal landsmanna um hvort ganga eigi inn í það samband.
Svo er bara spurning hvernig henni gengur að halda völdum. Hefur vissulega annan samstarfsflokkinn með sér í þessu máli. Ekki verður sagt það sama um hinn samstartsflokkinn. Þar er hart barist fyrir að hefja formlegar aðildarviðræður sem fyrst. Sá flokkur hefur stól utanríkisráðherra undir sínum höndum og er sá ráðherra þegar farinn að ræða aðild, þó óformlegt sé, enda ekki komin heimild til verksins.
Erfiðast mun Kristrúnu þó reynast að eiga við eigin flokksmenn. Sífellt fleiri á þeim bænum eru farnir að tjá sig í andstöðu við eigin formann. Þar koma bæði nýkjörnir þingmenn sem leituðu skjóls í sal Alþingis sem og gamlir uppgjafaþingmenn sem þjóðin hefur hafnað hin síðustu ár. Hvort hallarbylting verði gerð innan Samfylkingar, eða hvort Kristrún gefst að lokum upp fyrir samherjum sínum, er enn óljóst. Hitt liggur orðið ljóst fyrir að vilji margra samflóista er ekki á sömu leið og formannsins þó kjósendur flokksins fylgi henni.
Vonandi mun hún halda völdum innan eigin flokks, vonandi munu gamlingjarnir, uppgjafa stjórnmálamennirnir átta sig á að þeirra þjónustu var hafnað. Og vonandi mun Kristrún ná stjórn á utanríkisráðherra, sem virðist fara sínar eigin leiðir, án samþykkis þings eða þjóðar. Þorgerður Katrín virðist nema sín stjórnmál af Donald Trump. Orð og æði þeirra beggja á pari!
Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að hæla kratískum stjórnmálamanni. Maður veit víst ekki sína ævi fyrr en öll er.
![]() |
Vill ekki hræða landsmenn til að ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
"Það er Ekki betri sú músin sem læðist en sú sem stekkur". Getur ekki verið að hún hafi bara séð að þessi stefna er EKKI sú sem þjóðin vill???? En hún fór af stað og studdi þessa stefnu, nú er allt útlit fyrir ð hún GETI EKKI bakkað út úr þessu því hún er ekki ein í ríkisstjórninni og þar er bara ÖNNUR MANNESKJA SEM RÆÐUR þó svo að Kristrún eigi að heita Forsætisráðherra....
Jóhann Elíasson, 28.4.2025 kl. 11:03
Sælir; Gunnar frændi og Jóhann Stýrimaður !
Gunnar minn.
Er þjer; eitthvað tekið að förlazt ?
Það er hárrjett; sem kemur fram hjá Jóhanni - skuggstjórn kratanna (Samfylkingarinnar) er undirlögð af forynjuhætti Jóhönnu Sigurðardóttur og Ingibjörgar Sólrúnar Gísladóttur, með Össur karlinn Skarphéðinsson glottandi, að baki þeim.
Jeg vil ekki trúa því Gunnar minn; að þú sjert svo grunnhygginn, að sjá ekki í gegnum blekkingar þessa ömurlega fólks.
Kristrúnu Frostadóttur; má ekki treysta FYRIR NOKKURT HÚSHORN, hvað þá meira - jeg ber meira traust til ljósastauranna í vega- og gatna kerfi lansdmanna, fremur en til þessarrar RAMFÖLSKU manneskju - svo fram komi, ekki síður !
Með beztu kveðjum; sem ávallt, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2025 kl. 12:08
Kem reyndar nokkuð inn á þínar áhyggjur frændi, í pistlinum. Enda erfitt fyrir mig að treysta krötum, saga þeirra ekki svo físin. En það verður þó að þakka það sem gott er hverjum tíma, jafnvel þó stutt standi.
Kveðja af Skaganum
Gunnar Heiðarsson, 28.4.2025 kl. 12:34
. . . . ekkert má telja vænlegt; sem kemur frá skólpræsum kratanna.
Ekki; 1 einasti punktur þar frændi.
Við þörfnumst sárlega III. aflsins; svo koma mætti skikki á landsmálin / núverandi stjórnmálaflokkar eru allir gjörónýtir - Miðflokkinn (af öllum) virðist mega sfskrifa - það er lífvænlegra í Catacombum Rómar og Parísar (geri alls ekki lítið: úr heimi þeirra dauðu) en innan Miðflokksins - Sigmundur Davíð virðist vera á skaðvænlegri braut stjórnarklíkunnar, sem hjer fór með völd 2017 -2024 - að minnsta kosti er hann víðs fjarri RAUNVERULEGRI Hægri stefnu, þó hann og hans fólk þykist vera það, því miður.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2025 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning