Falsfréttir fjölmiðla

Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi hefur verið gefin út. Skýrslan er unnin að stórum hluta út frá samskonar skýrslum Europol og löggæslu á Norðurlöndum.

Fyrstu ellefu blaðsíður skýrslunnar eru um hryðjuverkaógn á þeim svæðum og borið saman við hvernig hún er hér á landi. Þrisvar í þeim hluta koma orðin "hægri öfgasinnar" fram og einu sinni "vinstri öfgasinnar" og hvaða ógn gæti stafað af þeim. Að öðru leiti fjallar fyrri hluti skýrslunnar  fyrst og fremst um hryðjuverkaógn af hálfu íslamista, sem er orðin viðvarandi í Evrópu og á Norðurlöndum og talin geta átt sér leið hingað til lands.

Greiningardeildin telur þó varfærið að yfirfæra ógnarmat af hryðjuverkum á hinum norðurlöndunum yfir á Ísland. Nefnir einnig að aldrei hafi hryðjuverkasamtök íslamista átt jafn marga stuðningsmenn í álfunni og nú og er ISIS talið þar hættulegast.

Eins og áður segir er einungis þrisvar sem orðið "hægri öfgasinni" kemur fyrir í þessum fyrri hluta skýrslunnar. Skilgreiningin er þar meðal annars "hatursmenn ríkisins". Orðið "vinstri öfgasinni" kemur einu sinni fyrir í þessum hluta og skilgreining þess hugtaks sagt vera "stjórnleysingi".

Seinni hluti skýrslunnar fjallar síðan um hryðjuverkaógn á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að íslamistar líti á öll vesturlönd sem óvin, að lítið eftirlit sé með innflutningi fólks til landsins og því megi álykta að hingað hafi komið fólk með bein tengsl við hryðjuverkasamtök íslamista. Eftirlitsleysið megi skýra af skorti á mönnun löggæslu og skorti á lagaheimildum. Hvergi í þessum síðari hluta skýrslunnar er talað um hægri eða vinstri öfgasamtök, hvað þá einstaklinga undir lögaldri, eins og fréttamiðlar hafa verið svo duglegir að telja okkur trú um. 

Þegar farið er yfir kaflann sem nefndur er Niðurstaða ógnarmats, kafla 5 í skýrslunni, er ekki hægt að sjá þar neina sérstaka ógn stafa af einhverjum óþroskuðum drengjum, einungis harðsvíruðum öfgasamtökum. Lokaorð þess kafla segja að hættustig hér á landi sé í meðallagi og að ekki sé hægt að útiloka hryðjuverk hér á landi, vegna ástands innanlands eða í heimsmálum.

Í lokakaflanum sem fjallar um úrbætur er einna merkilegast að sjá að loks er verið að vinna að því að taka upp nýtt kerfi fyrir skráningu farþegalista hingað til lands til að bæta vitneskju lögreglu um þá sem koma til landsins svo auka megi möguleika á viðbrögðum. Segir í raun að þaðan kemur ógnin.

Það er nokkuð merkilegt hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um þessa skýrslu. Annað hvort eru starfsmenn þeirra ekki læsir eða þeir hafi ekki nennt að lesa skýrsluna. Það er þó engum ofraun, enda telur hún einungis 16 blaðsíður og af þeim í raun einungis síðustu 5 sem fjalla um hryðjuverkaógn hér á landi.

Hvernig umræðan gat snúist úr því að fjalla um efni skýrslunnar, ekki bara í fjölmiðlum, heldur einnig meðal þingmanna, yfir í eitthvað sem hvergi kemur fram í skýrslunni sjálfri. Hvernig umræðan gat snúist frá því að fjalla um hryðjuverkaógn vegna islamiskra öfgaafla, sem líta öll vesturlönd sem óvin sinn, yfir í ógn frá ófullveðja unglingum sem sagðir eru aðhyllast öfga hægri stefnu, er í rauninni sérstakt rannsóknarefni. Ófullveðja unglingar koma hvergi fram í þessari skýrslu!

Við þekkjum öll skilgreiningu orðanna hægri og vinstri í pólitík. Þessi orð eiga þó ekkert skylt við hryðjuverk. Þar liggja önnur og óhuganlegri öfl að baki.

Ef það er svo, þó það komi ekki fram í þessari skýrslu, að einhver ógn stafi af ófullveðja unglingum og fólki sem er rétt að skríða á fullorðinsaldur, væri kannski rétt að rannsaka af hverju það er. Hvers vegna unglingar eru á þeirri braut. Það er vissulega þekkt erlendis að ungt fólk hefur staðið upp gegn stjórnvaldinu, ekki af því það telji sér ógnað af því, heldur vegna þess að það telur sér ógnað af öfgafullum innfluttum trúarhópum, sem hafa yfirlýsta stefni gegn vestrænum gildum!

Nú er það auðvitað svo að ekki er hægt að setja alla innflytjendur undir einn hatt. Sumir koma hingað til að gerast þátttakendur í íslensku samfélagi. Gerast góðir og gegnir Íslendingar. Þegar fjölgun innflytjenda fer úr hófi fram, minnkar hlutfall þess hóp.

Þessi skýrsla greiningardeildar er útaf fyrir sig ágæt. Fjallar um þá ógn sem fyrir hendi er í Evrópu og gæti hæglega teygt anga sína hingað til lands. Það er lágmarks krafa hvers Íslendings, þegar svo stórt mál er undir, að fjölmiðlar fjalli um efni skýrslunnar, í stað þess að vera með einhvern falsfréttaflutning. Vitað er að margir þingmenn nenna ekki að lesa skýrslur sem út eru gefnar, bíða niðurstöðu fjölmiðla um málið og tjá sig út frá henni. Því er enn frekari krafa til fjölmiðla að þeir stundi ekki falsfréttir!

 


mbl.is Hafi getu og vilja til að framkvæma hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Sæll Gunnar og takk fyrir þín skrif. Í þessu samtali okkar Gústafs A. Skúlasonar set ég þessa "greiningu" í samhengi við þá hugmyndafræðilegu einsleitni sem hefur gegnsýrt allt stjórnkerfið á Íslandi. https://thjodolfur.is/hver-vill-vera-pilatus/

Arnar Þór Jónsson, 13.4.2025 kl. 09:07

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Arnar.

Skemmtilegt og raunsætt þetta samtal ykkar Gústafs.

Þöggun er samsekt, það vita þeir sem vilja vita, enda til ágætis málsháttur þar um. Þöggun er orðin gegnsýrð í íslenskum fjölmiðlum og fáir þar undanskyldir. Kannski vegna þess að hér eru ekki til frjálsir fjölmiðlar lengur, ganga flestir fyrir styrkjum úr ríkissjóð. Það var klókt af þeim stjórnmálamönnum sem það samþykktu.

Öfga hægri eða öfga vinstri er auðvitað ekki til. Hins vegar kemur vel fram hvernig þetta er skilgreint innan ESB, þar sem stjórnmálaskoðanir sem ekki eru taldar henta, kallast öfgaskoðanir. Þar kallast þeir sem aðhyllast frelsishugsun hægrisins í stjórnmálum, öfgamenn og þeir sem aðhyllast stefnu vinstra afturhalds, kallaðir stjórnleysingjar. Pólitísk hugsun á að vera ein.

Því miður hafa íslenskir fjölmiðlar tekið þetta upp, án gagnrýni. Jafnvel Mogginn hefur látið á sjá, hræðist greinilega valdstjórnina, sem hefur yfir að ráða sjóðum okkar. Kannski ekki að ósekju, miðað við hvernig sumir þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa talað.

Hins vegar er það merki um kjarkleysi, að þora ekki að berjast fyrir réttlætinu, að láta aurana ráða umfram sannfæringuna. Um það er Mogginn uppvís af og flestir fjölmiðlar, sem eru á ríkisjötunni.

Þegar, hins vegar, fjölmiðlar taka útgefna skýrslu og fjalla um hana án þess að ræða innhald hennar, heldur skálda upp einhverju sem hvergi kemur fram í þeirri skýrslu, er málið alvarlegt. Enn alvarlegra er þegar lögregla lætur fífla sig í viðtöl um þennan skáldskap og tekur undir hann. Og svo spila stjórnmálamenn á hörpu meðan falsfréttir brenna og eyða, rétt eins og Neró forðum.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 13.4.2025 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband