Þjóðin ber vissulega skaðann

Fyrir það fyrsta þá er vindorka, með þeirri tækni sem til er í dag, fjarri því að teljast "græn orka". Er mjög mengandi, bæði sjónrænt en ekki síður fyrir umhverfið. Af því mun þjóðin bera skaða!

Það er hins vegar alvarlegt þegar ráðherra hefur í hótunum, vegna þess að lögin eru honum ekki þóknanleg. Það er mjög alvarlegt mál.

Við lifum enn í lýðræðisríki og því fylgir að hver sem telur á sér brotið, eða brotið á þeim hagsmunum sem þeir vinna fyrir, geti leitað til dómstóla, þegar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur á öllum stigum málsins mótmælt áformum um vindorkuver Landsvirkjunar. Á þau mótmæli hefur ekki verið hlustað né reynt að bera klæði á deiluna. Ætt áfram eins og naut í flagi. Því var einungis eitt eftir í stöðunni, að kæra.

Náttúruverndarsamtök vöknuðu loks til lífsins um skaðsemi vindorkunnar. Þaðan hafa komið athugasemdir við skipulagstillögur vindorkuvera. Enn er ekki hlustað og því síðasta hálmstráið að kæra framkvæmdina.

Allra alvarlegast er þó að enn er Alþingi ekki búið að samþykkja nein lög um hvort eða hvernig staðið skuli að vindorkumálum hér á landi. Því er ekki hægt að segja hvort farið sé að lögum við þessi áform, eða ekki. Á meðan er fráleitt að gefa leyfi til framkvæmda.

Kærurnar snúa því ekki að því hvort lög um byggingu vindorkuvera hafi verið brotin, heldur að vernd náttúrunnar. Að ráðherra skuli ætla að breyta lögum svo auðvelda megi spillingu hennar er háalvarlegt mál.

Slíkur ráðherra er sannarlega skaðlegur fyrir þjóðina og okkar fagra land!

Það er ekki hægt að bjarga náttúrunni með því að fórna henni.


mbl.is „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband