"bara sjálfstætt mál"
12.9.2024 | 07:53
Allir sem vilja framkvæma eitthvað hér á landi þurfa því að fara að ákveðnum reglum og ef framkvæmd er meiriháttar eru þessar reglur strangari. Ef einhverjum dettur í hug að kæra framkvæmdina, þarf að afgreiða þá kæru áður en framkvæmdir geti hafist.
Þetta er svo sem eðlileg afgreiðsla mála. Að vel sé vandaður undirbúningur, allra leyfa aflað og almennt farið að lögum. Ef einhverjum sem málið varðar dettur til hugar að kæra framkvæmdina, annað hvort vegna þess að hann telur á sér brotið eða einhvers annars, ber að fresta framkvæmd þar til afgreiðsla þeirrar kæru hefur verið lokið.
Vissulega getur þetta tafið framkvæmdir, stundum þarfar framkvæmdir, um nokkurn tíma. Sennilega frægasta framkvæmd sem tafin hefur verið með slíkum kærum vegurinn um Teigsskóg. Aðrar þarfar framkvæmdir hafa einnig oft tafist vegna þessarar málsmeðferðar. Jafnvel einstaklingar, sem hafa haft allt á borðinu, aflað allra leyfa og verið klárir í minniháttar framkvæmdir, hafa þurft að sitja undir þessari reglu, að fresta framkvæmdum þar til kæra var afgreidd.
Þetta er það sem við köllum lýðræðisafgreiðsla, að allir séu jafn réttháir til að tjá sig og jafn réttháir til að hafa áhrif á hvernig við förum með landið okkar. Ef tjáning ein dugir ekki eða ekki er hlustað, eru dómstólar látnir skera úr um lögmæti framkvæmdarinnar, bæði gagnvart þeim er kærir sem og framkvæmdaraðila.
En nú ber nýtt við. Vindorkuver virðast vera utan laga og reglana hér á landi. Þar eru kærumál vegna framkvæmda "bara sjálfstætt mál". Engin ástæða til að bíða eftir dómstólum vegna kærunnar.
Ef þetta er tónninn sem gefinn er, erum við í verri málum en áður. Þá geta vindbarónar ætt hér yfir landið okkar og eytt því, í nafni þess að allar andbárur og jafnvel kærur séu bara "sjálfstætt mál" sem komi þeim ekki við!
Munu hefja framkvæmdir þrátt fyrir kæru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 07:56 | Facebook
Athugasemdir
Allar kærur þarf að afgreiða. En þó hægt sé að kæra endalaust og hvað sem er þá stoppa kærur ekki endilega framkvæmd og stöðugar kærur ekki hægt að nota til að koma í veg fyrir framkvæmd. Þegar allir stimplar og vottorð, heimildir og leyfi liggja fyrir er það á ábyrgð framkvæmdaraðila að ákveða hvort framkvæmdum sé frestað vegna einhverrar kæru.
Þú mundir sjálfsagt ekki hætta að blogga þó ég kærði þig fyrir að setja heimskulega hluti á internetið á ósamstæðum sokkum. Ekki einu sinni meðan sú kæra væri í afgreiðslu og önnur ekki komin. Það þyrfti meira en kæru til að stöðva þá framkvæmd.
Vagn (IP-tala skráð) 12.9.2024 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.