Óhæfa í lýðræðisríki

Það eru stór orð sem umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra lætur frá sér. Líkjast meira orðum einræðisherra en ráðherra í lýðræðisríki. Ekki víst að hann geti staðið við þau og gerlega búinn að gera sig óhæfan til að fjalla um málið eða afgreiða það sem ráðherra. Hann verður því að víkja.

Fram hefur komið að sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hafi á öllum stigum málsins lýst sig andvíga hugmyndum Landsvirkjunar um vindorkuver. Ekkert tillit hefur verið tekið til þeirra sjónarmiða, né reynt að bera klæði á deiluna. Anað áfram eins og naut í flagi. Það er því varla undarlegt að sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps ákveði að kæra málið, reyndar hefði verið stór undarlegt ef hún hefði ekki gert það.

Mikið er látið með að Landsvirkjun hafi unnið að málinu í tvo áratugi og að fyrirtækið hafi farið eftir öllum leikreglum í málinu. Hvernig má það vera? Hvernig má það vera að fyrirtækið hafi farið eftir leikreglum? Hvaða leikreglum?

Enn hafa engar leikreglur verið settar um vindorku á Íslandi. Ríkisstjórnin samþykkt þó fyrir örfáum dögum tillögu umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um lagasetningu varðandi þetta mál. Alþingi á þó eftir að samþykkja þau lög. Þannig að enn eru engin lög eða leikreglur um hvort eða hvernig landinu okkar verður fórnað undir vindorkuver. Og vonandi mun Alþingi sjá sóma sinn af því að fella þessa tillögu ráðherrans um málið, eða í það minnsta gera verulegar breytingar á þeim. Það er engum hollt og allra síst öfgafólki eins og því er nú sitja í ráðherrastólum, að fá slík völd sem orku-, umhverfis- og loflagsráðherra er þar að skapa sér.

Slíkt er óhæfa í lýðræðisríki!

Náttúrunni verður ekki bjargað með því að fórna henni!


mbl.is Ósáttir við kæru sveitarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Vindorkuvillutrúin hefur náð tökum á ráðherra málaflokksins sem hagar sér eins og sá sem misst hefur öll tengsl við raunveruleikann. Fólkið í landinu sér við græðgisvæðingunni og lætur hann ekki valta yfir sig eða náttúru landsins. Gaslýsingar ráðherrans detta nú dauðar niður eins og útrunnar húsflugur. 

Júlíus Valsson, 6.9.2024 kl. 20:45

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Byggjum vindgöng en ekki vindmyllur.

Þekkur þú fyrirbærið dragsúgur?

Ef þú hefur spurningar má senda mér skilaboð.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2024 kl. 03:13

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Guðmundur

Það á klárlega eftir að finna upp skilvirkari aðferð við að beisla orku úr vindi, en þær sem nú eru hellst nýttar. Eitthvað lágreistara og mengunarminna. 

Lágréttar vindtúrbínur, vindgöng og fleiri kostir eru í þróun. Vandinn verður kannski að iðnaðurinn kringum núverandi aðferðir er orðinn gríðar stór og erfitt að koma nýrri og betri tækni að. En að lokum munu núverandi aðferðir verða aflagðar, kannski fyrr en síðar. 

Og jú, ég þekki vel dragsúg. Ekki skemmtilegt fyrirbæri en vel hugsanlegt að hægt sé að nýta hann til raforkuframleiðslu. Tilraunir til þess hafa lofað góðu.

Í öllu falli eru núverandi aðferðir gamaldags og úreltar. Eina þróunin til aukinnar afkastagetu er að stækka vindtúrbínurnar. Þær stærstu komnar um eða yfir 300 metra hæð, með spöðum vel yfir 100 metra á lengd. Þó er framleiðslugetan ekki nema um 15MW, sem sýnir glögglega hversu fráleit þessi aðferð er.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 7.9.2024 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband