Segjum hlutina eins og þeir eru

Í viðtengdri frétt er rætt um vindmillur. Milla malar, t.d. korn. Ein slík var í Reykjavík á fyrrihluta síðustu aldar. Þekktasta land af vindmillum er Hollland, en einnig var nokkuð um að vindur væri notaður til að mala korn vítt um heiminn. Landsvirkjun er því ekki að fara að reisa vindmillur, enda ekki kornframleiðandi.

Vindtúrbínur er orð sem allstaðar er notað yfir þau fyrirbæri sem Landsvirkjun hyggst reisa við innganginn á hálendið okkar. Reyndar farið að tala meira um iðnaðarvindtúrbínur (IWT eða Industrial Wind Turbine). Undir það flokkast allar vindtúrbínur sem ná ákveðinni hæð eða 120 metra, einnig ef vindtúrbínur eru lægri ef um fleiri en þrjár er að ræða. Túrbínur Landsvirkjunar flokkast því sannarlega undir iðnaðarvindtúrbínur.

Þá kallar Landsvirkjun þetta nýja orkuver sitt Búrfellslund. Flestir íslendingar þekkja merkingu orðsins lundur, einkum átt við skjólsæl svæði, gjarnan í skógum. Það er með öllu fráleitt að telja að vindorkuver sem telur 30 vindtúrbínur, 150 metra háar á 17,5 ferkílómetra svæði, sem einhvern lund. Þetta er 17,5 ferkílómetra iðnaðarsvæði sem mun sjást víða að. Það eru engar aðgerðir til svo minka megi þá sjónmengun, þó forstjóri Landsvirkjunar lofi slíku.

Sárt er að horfa til þess að sveitarfélagið þar sem þessi virkjun á að rísa í skuli telja einhvern meðbyr með slíkri framkvæmd og í raun er sveitarstjórinn búinn að lofa að framkvæmdaleyfið verði veitt. Bara formsatriði að samþykkja það. Sérkennileg stjórnsýsla það. Það sem hann þó setur á oddinn er að sveitarfélagið njóti einhvers ábata af verkefninu. Hvaða ábata? Ef ekki er hægt að reka vindorkuver með hagnaði þar sem orkuverð er margfalt hærra en hér á landi, er nánast fáviska að ætla að slíkt sé hægt hér og alger fáviska að halda að hægt sé að næla í einhvern ábata þess vonar hagnaðar.

Tölum um hlutina eins og þeir eru, tölum um vindorkuver og vindtúrbínur, jafnvel iðnaðarvindtúrbínur. Leifum ekki einhverja gaslýsingu á þessum hlutum. Leyfum ekki þeim sem vilja næla sér í styrki til að reisa þessi orkuver ráða orðræðunni, fegra þá hluti sem ekki er með neinu móti hægt að fegra!


mbl.is Myllur hafa meðbyr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: booboo

Nákvæmlega, tala um hlutina eins og þeir eru. Það er nokkur skortur á því hér á Fróni. 

Það er annað í þessu. Það fylgir mikið jarðrask við að koma svona mannvirki upp og í framleiðslu. Gera þarf sérstaka vegi, tengivirki, risaholur og steyptur risa-sökkull (sem gerður er úr steypu), mengun við að framleiða turnanna og flutning þeirra til landsins, ókyrrð í lofti af völdum spaðanna sem leiða til þess að fugladauði verður mikið, pirrandi hávaði getur fylgt hreyfingu spaðanna sem gerir að verkum að óþægilegt er að vera í kringum þetta.  Ekki sérlega græn orka þarna á ferðinni! 

booboo , 26.8.2024 kl. 17:59

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Gæti ekki verið meira sammála þér Gunnar. Endalaust verið að fegra eða afbaka hlutina með innantómu orðgjálfri og orðskrípum.

Kveðja að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.8.2024 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband