Sorglegt fyrir land og þjóð
17.8.2024 | 16:36
Þá hefur ríkisstjórnin afgreitt þingsályktun og lög umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um vindorkuver hér á landi. Alþingi á reyndar eftir að samþykkja þessa ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, en sennilega er það einungis formsatriði. Þar með hefur verið opnað fyrir slátrun landsins undir vindorkuver og getur hver sem er gengið til þeirra óhæfuverka, erlendir sem innlendir. Reyndar má segja að franska fyrirtækið Qair, sem Tryggvi Herbertsson er í bitlingum fyrir og alþjóðafyrirtækið Zephyr, sem Ketill Sigurjónsson er starfsmaður hjá, sé búin að sölsa undir sig nánast öllu landinu og því fáir kostir eftir fyrir aðra.
En hvað um það, vindorkubrjálæðið er hafið hér á landi. Þökk sé GÞÞ, erkiglóp okkar landsmanna. Þetta mun leiða hörmungar yfir landið okkar, orkuverð mun hækka enn frekar. Því miður mun það ekki veita þessum orkuverum rekstrargrundvöll. Eina von þeirra er að héðan verði lagðir sæstrengir til meginlandsins. Einungis þannig er örlítil von um rekstrarhæfi, þó veik sé. Slíkir strengir duga hvorki Norðmönnum né Svíum til að reka sín vindorkuver yfir núllinu.
Gulli er ekki viss hvort vindurinn sé auðlind eða ekki. Svolítið vandræðalegt þar sem hann er jú umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra landsins. Ráðuneytið hans er þó með þetta á hreinu, þar fer ekki á milli mála að loftið, hvort sem það er kjurt eða á fullri ferð, er skilgreint sem auðlind. Kannski Gulli ætti að vera í svolitlu betra sambandi við eigið ráðuneyti eða í það minnsta lesa yfir það sem það færir honum til að bulla um.
Þá telur Gulli að engin ástæða sé til að ræða þessi mál neytt meira, vill bara að verkin tali. Er hann þar að segja að Alþingi komi málið ekki við? Þó hingað til hafi einungis einn tveggja manna þingflokkur staðið fast gegn þessum áformum, þá nálgast kosningar óðfluga. Margir aðrir þingmenn er vanir að haga sínum málflutningi eftir því sem vindur blæs á samfélagsmiðlum. Telja það best til atkvæðaveiða. Og nú er að sjá eitthvað hik á VG liðum í þessu máli, enda algjört harakírí fyrir þá að samþykkja þetta rugl. Flokkurinn er þegar orðinn að örflokki og mun endanlega þurrkast út, samþykki hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar VG hafa reyndar þegar samþykkt þetta en þingflokkurinn væntanlega ekki. Það er því allsendis óvíst að þessi þingsályktun og lög nái samþykki Alþingis, svo það er kannski von að Gulli vilji hellst ekki leifa Alþingi að ræða málið.
Það er annars merkilegt, eða kannski ekki, að mogginn skuli ekki fjalla um málið. Þar er talið merkilegra að segja frá því að ruslabíllinn muni halda áætlun, að uppistandari hati uppistand, að enn sé beðið eftir gosi og fleiri fréttir í þeim dúr. Að við séum að afhenda landið okkar erlendum aðilum undir vindorkuver þykir ekki merkilegt á þeim bænum.
Fyrir hrun var Gulli nokkuð hallur undir "fjármálasnillingana", þessa sem settu landið á hausinn. Eftir hrun hagaði hann sér nokkuð betur, var næstum því ágætur þingmaður. Hélt jafnvel uppi sjálfstæðisstefnunni, sem átti mjög undir högg að sækja í flokknum. En svo var eitthvað sem gerðist í haus hans. Hann tók þá einstöku og fráleitu ákvörðun um að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og var þar rasskeltur, rétt eins og flestir sem reyna slíkt. Eftir þetta hefur hegðun Gulla verið með ólíkindum og spurning hvort hann sé ekki í vitlausum flokki. Ekki einasta orð um sjálfstæðisstefnu flokksins kemur frá honum, reyndar ekkert orð um sjálfstæði landsins og vörn þess, yfir höfuð. Þess í stað hefur hann unnið hörðum höndum fyrir erlenda auðmenn, einna líkast því að hann telji sig sækja sitt umboð til ESB. Menn hafa verið dæmdir fyrir landráð af minna tilfelli.
Kannski blandast þarna einhverjir eiginhagsmuni inní en það skýrir þó ekki þetta hegðunarmynstur Gulla. Það er sorglegt hvernig komið er fyrir honum. Og það er líka sorglegt fyrir Sjálfstæðisflokk að sitja uppi með svona mann.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:38 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir með þér Gunnar. Ekki nóg með að Gulli hafi verið úti á túni eftir rassskellinguna um formannsstól Sjlfstæðisflokksins, heldur virðist nánast öll forysta flokksins gengin úr flokknum og farin að haga sér þannig að stefnir í léttvínsprósentufylgi í næstu kosningum.
Kveðja að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.8.2024 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.