Á hverfandi hveli (Gone With The Wind)

Segja má með sanni að leyfisveiting orkumálastjóra til Landsvirkjunar fyrir vindorkuveri, hafi í raun verið síðasti þröskuldur þeirra er vilja leggja landið undir vindorkuver. Þar með hefur fordæmið verið gefið og útiokað að stöðva brjálæðið. Orkumálastjóri nefnir að þarna sé litlu að tapa, hvað varðar umhverfissjónarmið, þegar sé búið að spilla þar landinu svo nokkrar iðnaðarvindtúrbínur breyti litlu.

Nú veit ég ekki hversu vel stýran þekkir til á þessum slóðum, taldi reyndar að hún væri þar nánast á heimaslóðum, eða svo mátti skilja er hún barðist fyrir Bessastöðum. En henni til fróðleiks, ef það hefur kannski farið framhjá henni, þá er þetta hliðið inn á hálendið okkar sem um ræðir. Þarna fer fjöldi ferðafólks, bæði íslenskt sem erlent, ýmist til að fara norður yfir Sprengisand eða skoða náttúruperlurnar að Fjallabaki. Verri staðsetning varðandi skemmd á náttúrunni og ferðaþjónustunni er vandfundin.

En hvað um það. Nú geta Tryggvi Herbertsson og félagar kæst, að ekki séu nú nefndir sumir ráðherrarnir okkar. Kæmi ekki á óvart þó þeir hefði slegið í smá partí í gær og opnað nokkrar freyðivínsflöskur. Fjárglæframenn hafa nú fagnað af minna tilefni.

Það sem kemur þó mest á óvart er að nú er að opinberast allur ósóminn kringum vindorkuna. Lengi verið talað um alla þá mengun sem henni tilheyrir, bæði sjónrænni sem og hættulegri mengun fyrir umhverfið. Hækkandi raforkuverð hefur ætíð fylgt þessari orkunýtingu, jafnvel svo að fólk hefur ekki efni á að nýta sér rafmagnið. En nú er einnig að opinberast svindlið sem að baki liggur.

Ekkert vindorkuver er sjálfbært, hvorki varðandi náttúruna né rekstrarforsendur. Erlendis hafa ríki þurft að greiða þessa orku niður í stórum stíl. Framkvæmdin sjálf er oftast greidd af ýmsum sjóðum og hefur ESB verið duglegt á því sviði. Víðast er það svo að einhverjir "erlendir" aðilar sjá um uppbygginguna og lofa öllu fögru til að fá land undir ósómann. Þegar styrkir eru komnir í hús hverfa þeir gjarnan til aflandseyja og þegar ekki verður lengur tottað meira úr þessum sjóðum, hverfa þessir "erlendu" aðilar einnig. Sveitarfélög sitja síðan uppi með allt draslið, án þess að hafa fengið nokkuð að öllum "gróðanum".

Þetta er ekki svartsýnishjal, heldur kaldur veruleiki. Þarf ekki annað en að fara til okkar næstu nágranna til að sjá þetta. Noregur og Svíþjóð eru dæmi um þetta, þar sem allur "gróði" hefur horfið úr landi ásamt stofnendum vindorkuveranna og þau skilin eftir í skuldasúpunni.

Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum manni til hugar að þetta verði eitthvað öðruvísi hér en í Noregi eða Svíþjóð. Þegar svo við þetta bætist að að orkuverð þar ytra er margfalt hærra en hér á landi eru vart til orð sem lýsa heimsku þeirra er vilja leggja landið okkar undir slíkar virkjanir.

Ísland er á hverfandi hveli vegna fávisku þingmanna okkar og þeirra er þeir ráða til starfa í æðstu stöður samfélagsins.

 


mbl.is Til skoðunar að kæra virkjunarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Teningnum er kastað – Tífalt orkuverð og einkavæðing Landsvirkjunar í bútum!

 

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 14.8.2024 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband