Ógn við lýðræðið

Hvernig í ósköpunum er hægt að komast að því að kosning sem haldin er eftir þeim reglum sem settar eru og um 70% þjóðar tekur þátt í, hvernig í ósköpunum er hægt að komast að því að niðurstað þeirrar kosningar sé ógn við lýðræðið?! Að þeirri niðurstöðu komst þó "sérfræðingur" er fréttastofa ruv dró til sín í sjónvarpssal. 

Flokkur Marie Le Penn, Þjóðfylkingin, hlaut yfirburðakosningu í frönsku þingkosningunum. Þeir sem fylgst hafa með málflutningi þess flokks vita að hann byggir fyrst og fremst á að setja Frakkland og franska kjósendur í fyrirrúm. Hefur sett spurningamerki um þróun esb, einkum þeim andlýðræðislegu gildum sem sífellt meira eru að yfirtaka sambandið. Þetta þykir esb vera ógn og því verið duglegt að úthrópa Þjóðfylkinguna sem hægri öfgaflokk, reynt að koma í undirvitund kjósenda að hættulegt sé að kjósa þann flokk.

Nú er það svo, samkvæmt frönskum kosningalögum, að ef enginn flokkur nær hreinum meirihluta, skal kjósa aftur um þá tvo flokka er mest fylgi fengu. Því verður kosið aftur um næstu helgi, væntanlega á milli Þjóðfylkingar og bandalags vinstriflokka. Flokkur Macrons, sem hlaut afhroð í kosningunni, hefur ekki rétt til þátttöku í þeirri kosningu. Þó hefur Macron stigið fram og sagt að nauðsynlegt sé að mynda kosningabandalag gegn Þjóðfylkingunni. Að hans flokkur fái aðgengi að bandalagi vinstri flokka. 

Hvað kallast slík afskræming á lýðræðinu?!

Ógn við lýðræðið?!


mbl.is Flokkur Le Pen bar sigur úr býtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Einkenni allra vinstri flokka er að úthrópa 

þá sem vinna sem öfgahægri en eru sjálfir 

öfgavinstri.

Komi fram flokkar sem vilja vernda hefðir, tungu

og siði, tala nú ekki um að stemma stigum við

hælis og flóttamanna geðveikinni, þá er 

undantekningarlaust notað rasista spjaldið eða

öskrað öfga hægri flokkur.

Fólk er sem betur fer að vakna og átta sig á því að

það eru einmitt vinstri flokkarnir sem eru 

stórhættulegir öllu sem heitir lýðræði.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.7.2024 kl. 12:02

2 identicon

Algert alræði meirihlutans, sem er skilningur Þjóðfylkingarinnar á lýðræði, er talið ógn við lýðræðið. Ekki verður hlustað á minnihlutann, hagsmunaaðila og almenning fái þeir að ráða.

Vagn (IP-tala skráð) 1.7.2024 kl. 12:04

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kannski má þá segja að öfga hægri sé hrósyrði, Sigurður

Gunnar Heiðarsson, 1.7.2024 kl. 14:26

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvar kemur fram í stefnuskrá Þjóðfylkingarinnar algert alræði meirihlutans, Vagn.

Reyndar er það svo að þeir sem þjóðin velur til að stjórna hafa þá væntanlega umboðið, ekki rétt. Þetta verður hvað skýrast þar sem kosið er tvisvar, eða þar til einn stjórnmálaflokkur fær meirihlutafylgi. Og þannig hefur stjórn Macrons starfað. Ekki hlustað á minnihlutaflokkana. 

Gunnar Heiðarsson, 1.7.2024 kl. 14:33

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekki veit ég til þess að nokkurn tímann hafi verið hlustað á 

minnihlutan, almenning eða hagsmunaaðila í öll þau ár

sem Dagur og co hafa stjórnað Reykjavík en kerruni finnst

það sjálfsagt enda flest hjól á þeim vagni sprúnginn sem

leiðir hann til öfgva vinstri.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.7.2024 kl. 17:37

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Lýðræðisástin birtist best hjá mótmælendum sem gengu berseksgang og brutu allt og brömluð þegar úrslitin voru tilkynnt

Grímur Kjartansson, 2.7.2024 kl. 20:34

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Utanríkisráðherra Íslands, ÞKRG arkaði til Georgíu þar sem hún stóð í hópi atvinnumótmælenda með mótmælaspjald til að mótmæla lagasetningu lýðræðislega kosinnar stjórnar landsins. Myndi RÚV kalla slíka framkomu "ógn við lýðræðið"? Ég held ekki. Ríkisstjórn Íslands og ríkisfjölmiðilinn eru gjörsamlega galin. Kjósum taktískt! Það er lýðræðislegur réttur okkar. 

(sami ráðherra sagði opinberlega að "Rússar á Svartahafi ættu að fokkað sig". Er það ekki alveg galið?)

Júlíus Valsson, 3.7.2024 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband