Eru menn gengnir af göflunum !!

Eru menn alveg að ganga af göflunum?! 3300MW uppsett afl í vindorku?! Allar virkjanir Landsvirkjunar, að rellunum tveim meðtöldum, eru einungis með uppsett afl upp á 2262MW !!

En fyrst af öllu, hættið að kalla vindorkuver einhverja garða. Þessi stóriðja á ekkert skylt við garða. Hvert vindorkuver spannar yfir stórt svæði, með tilheyrandi sjónmengun vítt yfir landið okkar. Að kalla slíka starfsemi garð er fráleitt og einungis til að slá ryki í augu fólks. Aðferð snákaolíukaupmanna.

3300 MW uppsett afl í vindorku þíðir að meðan vindur blæs er hægt að framleiða allt að þeirri orku, en síðan þegar lygnir verður minna úr framleiðslunni. Reyndar má ekki heldur blása of mikið svo vindtúrbínur geti starfað þannig að sjálfsagt mun oftar þurfa að stöðva þær vegna of mikils vinds. Og hvað á svo að gera þegar lygnir, eða blæs of mikið? Enginn er tilbúinn að kaupa orku sem er háð því hvort blæs mikið lítið eða ekki neitt. Því þarf eitthvað annað til að grípa inní, svo orkukaupandinn þurfi ekki að stöðva sína framleiðslu. Vatnsorka? Varla, jafnvel þó allar virkjanir Landsvirkjunar yrðu teknar í slíkt verkefni, duga þær ekki til. Því er ekki um að ræða annað en að setja upp nokkur olíu eða kolaorkuver! Þeim er auðvelt að stjórna í takt við duttlunga veðursins.

Það fer ekki á milli mála hvert stefnir, þessi orka er ætluð til útflutnings um sæstreng. Þannig og einungis þannig er hægt að fá verð sem hugsanlega gæti haldið uppi vindorkuverum, með aðstoð atyrkjakerfis ESB og vænum styrkjum úr tómum íslenskum ríkissjóð. Verð á orku hér á landi duga engan veginn til.

Aginter franska fyrirtækisins Qair á Íslandi er stórkallalegur í viðtalinu, talar um orkuöryggi! Það hefur ekki sýnt sig erlendis að mikið öryggi sé í vindorkunni, þvert á móti. Þetta er einhver mesti skaðvaldur fyrir umhverfið sem þekkist, varðandi orkuframleiðslu. Jafnvel hægt að segja að kolaorkuver sé umhverfisvænna. Örplastmengun, olíumengun og sf6 gasmengun eru einna verst, en einnig má nefna það augljós, sjónmengun. Á byggingatíma er gífurlegu magni af co2 sleppt í loftið, strax frá upphafi á smíði vindtúrbínunnar og ekki síður vegna undirstaða þeirra og öllu því raski er þeim tilheyrir.Bara undirstaða fyrir hverja vindtúrbínu kallar á gífurlegt magn steypu, sem dugað gæti í mörg einbýlishús af stærri gerðinni.

Í öllum skipulagsáætlunum fyrir vindorkuver, sem enn hafa komið fram, er sjónmengun mæld á tiltölulega þröngu svæði umhverfis vindorkuverin. Sjónmengunin er þó mun meiri og víðtækari. Þá er einnig gert minna úr hæð vindtúrbína en raunveruleikinn segir, jafnvel gengið svo langt að segja þær lægri en framleiðendur gefa upp. Það er vísvitandi verið að blekkja landsmenn.

Þróun vindtúrbína hefur verið nokkur, síðustu tvo áratugi. Sú þróun er þó nánast öll á einn veg, að stækka þær. Þannig má ná meiri orku úr hverri framleiðslueiningu, sem er auðvitað augljós hagnaður. Nú er svo komið að farið er að framleiða vindtúrbínur sem eru svo háar að hugmyndaflug meðalmannsins nær ekki yfir það. Hér er ætlunin að vera með lágreistari vindtúrbínur, eða frá 180 metrum upp í 230 metra háar. Hallgrímskirkja er um 74 metra há, sementsturninn sem stóð á Akranesi og sást víða var 68 metra hár og hæsta bygging sem stendur á Íslandi, turninn við Smáratorg, er 78 metra hár. Vindtúrbínurnar sem hér á að byggja eru allt að þrisvar sinnum hærri og er auk þess trónað upp á fjöll og hálsa!

Ríkisstjórnin var að samþykkja frumvarp á Alþingi um innflytjendur. Þar hældu ráðherrar sér af því að einungis væri verið að samræma þetta við slík lög á öðrum Norðurlöndum, væri verið að læra af mistökum nágranna okkar. Ég hvet ráðamenn til að læra einnig af mistökum nágranna okkar varðandi vindorkuna. Skoða hvernig þetta gengur t.d. í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Í Svíþjóð fengu erlendir aðilar að byggja hvert vindorkuverið af öðru og ráku stuttan tíma, en hurfu svo eð gróðann úr landi. Eftir standa vindorkuver sem enginn vill sjá eða koma nálægt. Norðmenn héldu þessu að mestu fyrir sig, en gróðinn hvarf eftir sem áður. Þar er offorsið svo mikið og illa að verki staðið svo vindtúrbínur eru að fjúka um koll. Dómstólar hafa dæmt þar vindorkuver ólögleg vegna mengunar. Danir eru heldur heppnari. Þeir byggja hvert vindorkuverið af öðru og eru nánast að leggja Jótland undir slíkan ósóma. En spaðarnir snúast lítið, jafnvel þó blási. Þeir fá borgað fyrir að halda þeim frá framleiðslu, að mestu, svo verð orkunnar hrapi ekki á Evrópunetinu. Það kæmi sér illa fyrir Þýsku vindorkuverin.

Aginter Qair á Íslandi nefndi einnig að ekki mætti virkja árnar í Skagafirði og því yrðum við að hleypa vindorkuverum að. Honum til upplýsingar þá er andstaðan við virkjun í Skagafirði vegna ástar okkar á landinu og fegurð þess. Þann "vanda" leysum við ekki með enn frekari skaða fyrir landið og náttúru þess.

Vindorka, með þeirri tækni sem nú þekkist, á engan rétt á sér, nema þar sem enginn annar orkukostur er í boði. Bara örplastmengunin ein og sér ætti að duga til að banna vindorkuver. Evrópusambandið bannar mér að nota plastskeið til að borða ísinn sem ég kaupi í sjoppu, en þykir sjálfsagt mál að ég innbyrði fleiri kíló af plast gegnum andrúmsloftið og gegnum allan mat sem ég legg mér til munns.

Og aftur: ekki nefna einhverja andskotans garða í tengslum við vindorkuverin og enn síður lundi!! Þetta er stóriðja að þeirri stærð sem við höfum aldrei áður kynnst, stóriðja sem mun leggja landið okkar í auðn.

 


mbl.is 3.300 MW í vinnslu fyrir vindorkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála.

Það er eitthvað mikið að í hausnum á þessu fólki

sem styður þennan viðbjóð sem þessar vindmyllur eru

og ekkert annað. Marg búið að sýna fram á það að þær

standa ekki undir kostnaði.

Allstaðar sem þeim hefur verið plantað niður er búið

að eyðileggja útsýni og sjónmengun slík að á sumum

stöðum er fólk farið að heimta þetta í burtu.

En nei. Íslendinar þurfa alltaf að halda að þeir

finni upp hjólið.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.6.2024 kl. 11:01

2 identicon

Ég væri mjög til í að geta valið í framtíðinni hvaða rafmagn ég kaupi ef af þessu verður, ég myndi allavega ekki vilja kaupa þetta rándýra mengunar rafmagn.

Er það ekki líka þannig að vegna jafnræðis (esb reglur) að þá verður að selja allt rafmagn á því verði sem dýrasta framleiðslan kostar + hagnaður, þannig að það yrði töluverð aukning á verði rafmagns hér á fróni.

Halldór (IP-tala skráð) 16.6.2024 kl. 12:01

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Sigurður, íslenskum ráðamönnum er algerlega fyrirmunað að læra af mistökum annarra þjóða. Það er ekki fyrr en allt er komið á vonarvöl sem leitað er í reynslubanka annarra. Þegar lögin um innflytjendur tóku gildi var vandi Norðurlanda á því sviði þekktur. Samt þurfti að búa sama vanda til hér, bara töluvert magnaðri. Nú þegar er þekktur vandi vindorkunnar erlendis en samt á að stökkva á þann dekkjalaus vagn hér líka. Kannski ranka ráðamenn við sér þegar landið hefur verið teppalagt vindorkuverum og erlendu vindbarónarnir horfnir með hagnaðinn úr landi. En þá er það of seint.

Gunnar Heiðarsson, 16.6.2024 kl. 15:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef lagður verður sæstrengur til meginlandsins mun op3 taka gildi að fullu, Halldór. Þá virkar kerfið þannig að við kaupum orkuna á evrópskum orkumarkaði og borgum að auki flutning hennar frá Evrópu til Íslands, jafnvel þó orkan fari auðvitað stystu leið til okkar frá íslensku orkuverunum. Hversu mikil margföldun á orkuverði til okkar verður við þetta er ekki vitað, en hægt er að horfa til Noregs í þessu sambandi. Þar var orkuverð með því lægsta í Evrópu, svipað og hér. Eftir að þeir tengdust meginlandinu og samþykktu op3, sem tók þar að fulli gildi strax, búa Norðmenn við langhæsta orkuverð í allri Evrópu. Gera má ráð fyrir að orkuverð hér verði enn hærra en í Noregi.

Gunnar Heiðarsson, 16.6.2024 kl. 15:12

5 Smámynd: Loncexter

Framtíð Íslands ?

..gone with the wind(mill) !

Loncexter, 17.6.2024 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband