Ærandi þögn fjölmiðla

Þögn fjölmiðla varðandi fréttir af vindorkuverum á Íslandi er orðin ærandi. Þó er ekki eins og allt sé þar í kyrrstöðu.

Sum sveitarfélög hafa sett málið á ís, þar til Alþingi hefur gefið út hvernig að þessum málum skuli staðið, en önnur eru á fullu að leyfa erlendum auðhringum og aginterum þeirra hér á landi, rannsóknir og skipulagningu vindorkuvera. Það vekur upp spurningar hvort viðkomandi sveitarfélög eru ekki að baka sér skaðabótaskildu, ef svo ólíklega vildi til að Alþingi sæi ljósið í þessu rugli öllu og hafnaði nýtingu vindorkunnar hér á landi. A.m.k. meðan tæknin er ekki betri en nú þekkist.

Það þarf ekki meiriháttar snilling til að sjá að meðan vindorka stendur ekki undir kostnaði þar sem orkuverð er margfalt hærra en hér á landi, þrátt fyrir mikla styrki frá ríkjum og ríkjasamböndum sem þau eru stödd í, er algjör fjarstæða að ætla að heimila slíka orkuvinnslu hér á landi. Jafnvel þó orkan verði flutt úr landi mun aldrei fást hærra verð fyrir hana en fæst þar ytra og þrátt fyrir að einhverjir styrkir fengjust erlendis frá, mun íslenska ríkið verða að koma með myndarlegt framtak svo hægt sé að virkja vindinn. Og orkuverð til heimila verður auðvitað að hækka til samræmis við það verð sem orkumarkaðir ákveða, eða til samræmis við það verð sem tíðkast í nágrannalöndum okkar.

Framleiðsla á rafeldsneyti er núna helsta gulrót erlendu vindbarónanna. Að hægt sé að nýta alla þá orku sem hægt er að framleiða með vindorkuverum, til framleiðslu rafeldsneytis. Fyrir það fyrsta þá er framleiðslukostnaður á rafeldsneyti mjög mikill, jafnvel þó orkuverð sé "íslenskt". Í öðru lagi fer enginn heilvita maður að byggja hér á landi, langt frá mörkuðum, eldsneytisverksmiðju upp á hundruð milljarða króna, til að reka hana eftir því hvernig eða hvort vindur blæs. Rekstrarhæfni slíkra verksmiðja byggir fyrst og fremst á stöðugri og jafnri framleiðslu. Því munu slíkar verksmiðjur kalla eftir vatns eða gufuaflsvirkjunum til samræmis við framleiðslugetu vindorkuvera, svo orka sé til þegar lygnir. Sama lögmál gildir um vatns og gufuaflsvirkjanir og um flestan rekstur, að jöfn og stöðug framleiðsla er hagkvæmust. Þá er spurning, ef menn telja rafeldsneytisframleiðslu hér norður í Atlantshafi vera fýsilega, hvort ekki sé þá einfaldara og betra að framleiða orku fyrir slíka verksmiðju með vatns eða gufuafli. Þannig mætti halda orkuverði eins lágu og framast er hægt.

En kannski skipta þessar vangaveltur ekki lengur máli, kannski er ekkert lengur fréttnæmt af þessum málum. Kannski hefur teningnum þegar verið kastað. Í það minnsta erum við þegar búin að gangast undir orkustefnu ESB og lútum valdi ACER. Illu heilli samþykkti Alþingi orkupakka 3, og gaf þar með frá sér stjórnun orkumála, verður að lúta valdi og vilja ACER. ACER vinnur hins vegar eftir orkupakka 4 og getur ekki annað, skiptir þar engu þó Alþingi okkar Íslendinga hafi ekki samþykkt þann pakka. Þegar svo Alþingi hefur samþykkt bókun 35, mun ekki þurfa að ræða málið frekar.

Hins vegar eru nægar fréttir af vindorkuhugmyndum og öðru þeim tengt, hér á landi og enn fleiri fréttir af vandræðum vindorkuframleiðslu og fyrirtækjum þeim tengdum, erlendis. Fréttamiðlar gætu og ættu að segja okkur fréttir af því.

Eða er kannski eitthvað æðra vald búið kaupa þessa miðla til þagnar?!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband