Í dag sést hvernig til tókst að snúa þjóðinni á " rétta braut".

Jæja, þá er maður komin heim úr sveitinni. Lítill tími hefur verið til lesturs og enginn til skrifta síðustu vikur, meiri hagsmunir verið í forgangi, þ.e. að leggja örlitla hönd á að fæða þjóðina.

Ekki hefur þó slagurinn um Bessastaði farið framhjá manni, trúðslæti fjölmiðla og opinberun þeirra á heimsku sinni og sjálfhverfu hefur riðið hér öllu. Engu líkara en að þessar forsetakosningar eigi að snúast um þá.

Tólf vonbiðlar til Bessastaða keppa. Því er ljóst að hver sem kosinn verður, mun hafa lítinn hóp landsmanna að baki sér. Verður ekkert sameiningartákn eða mannsættir. Hins vegar gæti nýr forseti unnið á og heillað þjóðina. Jafnvel sameinað hana. Til þess þarf hann að vera duglegur að hampa þeim gildum er sameina okkur sem þjóð, tungumálið, fegurð landsins og auðæfi, sjálfstæði okkar og frelsi.

Ekki ætla ég að tala hér mikið um sjálfa frambjóðendurna. Þó verður ekki hjá því komist að nefna bros fyrrum forsætisráðherra. Þetta bros sem svo marga heilla. Nú nær þetta fallega bros hennar ekki lengur til augnanna, einungis varanna, samkvæmt margendurteknum auglýsingum hennar á ljósvakamiðlum. Sorglegt.

Annan frambjóðanda vil ég nefna, Arnar Þór Jónsson. Hann hefur borið af öðrum frambjóðendum, hvort heldur er í rökræðum eða öðrum uppákomum sem fjölmiðlar telja skipta máli, eins og flökun á fiski, míní útgáfu af "gettu betur", eða hverju öðru sem komandi forseti mun alveg örugglega aldrei þurfa að inna af hendi í embætti. Hversu gáfulega eða hálfvitalega fjölmiðlar hafa látið, þá hefur Arnari ætíð tekist að koma fram af reisn og styrk. Fjölmiðlum aldrei tekist að koma honum úr jafnvægi. 

Arnar er rökfastur og treystir þjóðinni. Hann gerir sér grein fyrir því hvaðan valdið kemur. Það er þjóðin sem hefur valdið, kjörnir fulltrúar eru vinnumenn þjóðarinnar. Því hefur hann boðað að í enn fleiri málum, einkum þeim er snýr að sjálfstæði okkar, muni þjóðin sjálf eiga síðasta orðið.

Einkum eru það þó verk Arnars sem setja hann ofar öðrum frambjóðendum. Hann hefur verið einstaklega duglegur við að halda uppi vörnum um sjálfstæði okkar, ekki síst í orkumálum. Hefur á stundum fengið bágt fyrir, einkum hjá svonefndum samherjum. Um stund heyrðist lítið frá honum, meðan hann var dómari. Til að geta látið rödd sína heyrast sagði hann upp þeirri æviráðningu, sem er næsta einstakt hér á landi.

Svo undarlegt sem það er þá hefur fylgi Arnars mælst lágt í svokölluðum skoðanakönnunum. Aðrir frambjóðendur, sumir sem sýnt hafa í verki að orð og æði þarf ekki að fara saman, sumir sem líta sjálfstæðið frjálsu auga og sumir sem eiga það kærast að beinlínis  vilja gangast undir valdboð erlendra aðila, mælast hærra í þessum svokölluðum skoðanakönnunum.

Þetta vekur vissulega upp spurningar. Er þjóðinni virkilega sama um sjálfstæði þjóðarinnar? Er þjóðinni virkilega sama þó landinu verði spillt með vindorkuverum, um landið þvert og endilangt, í boði erlendra aðila? Eða eru kannski þessar skoðanakannanir ekki sem sagt er? Komið hefur fram að sumir þeirra frambjóðenda er hæst mælast, eru með óbein tengsl inn í sum könnunarfyrirtækin og helstu stuðningsmenn þeirra með bein tengsl. Það eykur vart traust til þeirra.

Vitað er að skoðanakannanir, sannar eða lognar, eru skoðanamyndandi. Eftir hverjar kosningar koma svo þessi fyrirtæki og hæla sér fyrir nákvæmni sína, jafnvel þó nákvæmnin sé kannski ekki svo mikil. Fyrirtækin hafa ávallt svör við því. Kannski ættu þessi fyrirtæki frekar að hæla sér af því hversu vel þeim tókst til að snú þjóðinni á "rétta braut". Hvort tekst jafn vel og oft áður, eða jafn illa og í Icesave kosningunum, þegar þjóðin neitaði alfarið að fara eftir vilja þessara fyrirtækja.

Ég hvet alla til að mæta á kjörstað og nýta þann rétt er okkur er gefinn til að ráða okkar málum. Ef ykkur er annt um land okkar og þjóð, tungu okkar og frelsi til að nota hana, sjálfstæðið og rétt okkar til yfirráðum á auðlindum okkar og vissu þess að fá að eiga síðasta orðið í öllum mikilvægustu málum þjóðarinnar. Að það verði Íslendingar en ekki erlendir auðhringir eða erlend ríkjasambönd sem hér fái að vaða yfir allt og engu eira. Ef þið viljið forseta fyrir Ísland, þá kjósið þið Arnar Þór Jónsson.

Ef ykkur er sama um þessi grundvallar málefni, sem gerir okkur að Íslendingum, ef þið viljið forseta fyrir erlenda aðila, getið þið kosið hvern þann sem skoðanakönnunarfyrirtækin telja okkur fyrir bestu.


mbl.is Sjöundi forseti Íslands kjörinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engvu við þetta að bæta.

Arnar Þór er maðurinn sem hægt er að treysta.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.6.2024 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband