Kjósið réttann frambjóðanda

Það er sorglegt þegar frambjóðendur velja að heyja sína baráttu á því að telja fram ókosti annarra frambjóðenda, í stað þess að spila fram eigin ágæti. Það eru svo kjósendur sem velja og þeir mega tala um bæði ágæti og lesti allra frambjóðenda. Frambjóðendur sjálfir eiga hins vegar að halda sig við að boða sína eigin stefnu og eigið ágæti.

Reyndar er það svo að flestir frambjóðendur eru á svolitlum villigötum í sinni baráttu. Telja embætti forseta Íslands vera stærra og meira en það er, jafnvel að það nái yfir alla heimsbyggðina. Svo er ekki. Forsetinn er fyrst og fremst forseti okkar Íslendinga og ber að standa vörð lands og þjóðar.

Einn frambjóðandi hefur ekki valið þá leið að níða meðframbjóðendur sína, telur fram eigið ágæti og hvað hann telji sig geta gert fyrir land og þjóð. Hann býður sig fyrst og fremst fram til að standa vörð þjóðarinnar. Er ekki haldinn þeirri ranghugmynd að þessu embætti sé ætlað að stjórna heimsbyggðinni.

Þessi frambjóðandi er ekki stjórnmálafræðingur, ekki leikari og ekki dýralæknir (sem er víst viss frami í stjórnmálum á Íslandi), heldur lögfræðingur og fyrrum dómari. Þessi frambjóðandi hefur sýnt í verki að hann lætur verkin tala, jafnvel þó það kosti streð, erfiði og vinsældir meðal vina og samherja. Lætur ekki stjórna sér. Það sást vel í baráttu hans gegn orkupakka 3, þar sem hann fékk eigin flokk gegn sér. Fyrir löngu tímabært að fá mann með lögfræðiþekkingu og kjark til að standa vörð þjóðarinnar inn í embættið á Bessastöðum.

Fyrir þá sem ekki vita hvern er talað um er rétt að nefna nafn hans:

Arnar Þór Jónsson


mbl.is Jón skipar sér í hóp með Ólafi og Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Gnarrinn á ekkert erindi í forsetaembættið, og ég skil ekkert í fólki að vera spennt fyrir honum og setja hann í eitt af efstu sætunum. Er fólk virkilega búið að gleyma fíflaganginum í honum í borgastjórastólnum og vilja endilega færa það yfir í forsetastólkinn og niðurlægja þar með fforsetaembættið? Hvað er eiginlega að þessu fólki, sem vill Gnarrinn endilega á Bessastaði? Því er ekki sjálfrátt, svei mér þá.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2024 kl. 10:06

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Minni kjósenda virðist ótrúlega skammt, Guðbjörg.

Það má líka nefna framgöngu annarra frambjóðenda, sem skora hátt í könnunum, varðandi icesave samningana. Þar var ekki til fyrirmyndar og ljóst hvernig farið hefði ef einhver þeirra hefðu setið á Bessastöðum á þeim tíma.

Svo má heldur ekki gleyma þeirri ótrúlegu ást á ESB sem þeir þrír frambjóðendur hafa, er mest fylgi fá í könnunum, þrátt fyrir að ljóst sé að minnihluti þjóðarinnar kæri sig um þá vegferð. Reyndar eru fleiri frambjóðendur á þeirri línu.

Arnar Þór horfir hins vegar á málin út frá lögfræðilegu hliðinni og hvað best þjónar landi og þjóð. Hann hefur sannað að hann lætur ekki stjórna sér. Er ólíkur öðrum frambjóðendum að því leyti að hann hleypur ekki til eftir því hvernig vindurinn blæs í fjölmiðlum hverju sinni.

Gunnar Heiðarsson, 18.4.2024 kl. 16:42

3 identicon

Satt segir þú. Ég treysti heldur engum nema Arnari Þór og finnst hann hæfastur allra í embættið. Það er alveg furðulegt, að hann skuli ekki njóta náðar hjá þeim, sem standa að þessum könnunum, og ekki Mogganum heldur. Það væri bara verst, ef Arnari tekst ekki að fá þær fimmhundruð meðmælendur, sem hann segist vanta upp á að geta lagt fram fullskipaðan meðmælendalista, því að þá væri það í fyrsta sinn, sem ég kysi ekki í forsetakosningum, því að ég er ein af stuðningsmönnum Arnars Þórs, og get ekki hugsað mér að kjósa neinn annan, treysti engum öðrum. Þótt ég þekki Kötu, þá finnst mér hún ekki forsetalega vaxin. Hún var ágæt þar sem hún var og þurfti ekkert að vera að ana út í þetta. Baldur - fussumsvei. Ég kæri mig alls ekkert um hann frekar en Gnarrinn. Ég botna bara ekkert í þessum fjölda frambjóðenda, og get sagt eins og einn góður maður sagði á fésinu: Er virkilega orðið svona mikið atvinnuleysi á landinu: Meira en sextíu í framboði til forseta. Já, það virðist svo vera, sem annar hver maður á landinu sé í framboði, og annar hver embættismaður, eins og þeir hafi ekki nóg að gera í sínum störfum, - eða þá farnir að leiðast það, sem þeir eru að sinna dags daglega. Það er eiginlega varla hægt að kalla þetta annað en hálfgerða geðbilun. Fyrr má nú rota en dauðrota!

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2024 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband