Vonandi

Vonandi býður Kata sig fram til forseta. Ekki að ég muni kjósa hana, fjarri því. Tel ekki að hún eigi nokkurt erindi á Bessastaði. Ástæða þess að ég vona að hún bjóði sig fram er einfaldlega sú að þá fáum við að kjósa til Alþingis. Ríkisstjórnin mun ekki lifa af brottför Kötu.

Annars er merkilegt hvað margir frambjóðendur bjóða sig fram til forseta, í þeim tilgangi að bjarga heiminum. Eins og litla sæta Ísland sé eitthvað stórveldi. Undir þann flokk telst Kata, kannski ekki af boðskap sínum, bjóði hún sig fram, en verk hennar segja okkur hvert efnið er í henni. Hefur t.d. haft það sem sið að þykjast hafa mikinn áhuga á að verja kjör eldri borgara fyrir hverjar kosningar en lítið unnið í þá veru. Nú síðustu ár hefur ástandið erlendis verið henni hugleiknara en skelfingin hér innanlands. Stendur harðann vörð um allt sem kemur erlendis frá en gleymir alveg eigin þjóð. Jafnvel orðin harður NATO sinni, sem reyndar ég tel hana betri manneskju fyrir. Verri og hættulegri þykir mér fylgispekt hennar við ESB.

Ég ætla að kjósa þann frambjóðanda sem hefur sýnt í verki að hann er með hugann við land og þjóð, hefur kjark til að sýna það í verki. Enda tel ég mig ganga til kosninga til að kjósa forseta Íslands, ekki starfsmann ESB eða alheimsins.

 


mbl.is Býður Katrín sig fram til forseta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

100 % sammála.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.3.2024 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband