Réttur eða rangur flokkur?
19.2.2024 | 17:11
Stjórnunarstíll Kristrúnar er nokkuð sérstakur og ekki beinlínis í anda jafnaðarstefnu. Fyrst kastar hún aðildarumsókn í esb í ruslakörfuna og nú kollvarpar hún stefnu og gerðum flokksins í innflytjendamálum. Þetta gerir hún án alls samráðs við flokk sinn.
Gamlir og rótgrónir kratar, sem eiga jafnvel rætur allt aftur til gamla Alþýðubandalagsins, forvera VG, reyna nú að bera í bætifláka fyrir hinn nýja formann sinn. Jafnvel tekist að fá yngra áhrifafólk flokksins með sér í lið. Þetta fólk veit sem er að án Kristrúnar væri þessi flokkur harla lítill og því að miklu að vinna til að láta aðra þingmenn og flokksmenn hlýða hennar kalli.
Reyndar verður að segjast eins og er að orð sumra þessara gömlu fáka flokksins eru nokkuð tvíræð, gera minna úr þeirri stefnubreytingu sem formaðurinn hafi boðað. Tala um að ekki sé um stefnubreytingu að ræða, svona yfir höfuð. Dulbúin skilaboð til Kristrúnar að fara sér aðeins hægar?
Kristrún kom sem stormsveipur inn í íslensk stjórnmál. Lagði til hliðar vel launuð bankastörf, mjög vel launuð, og skellti sér í pólitíkina. Ekki voru allir sáttir við hennar innkomu í Samfylkinguna, töldu sér nær að taka við keflinu af hendi Loga. Nokkur órói hefur verið innan flokksins vegna þessa en meðan Kristrún heldur mældu fylgi flokksins í hávegum er erfitt fyrir þetta fólk að andmæla henni.
Hitt er svo aftur spurning hvort Kristrún valdi sér réttan flokk þegar hún ákvað að yfirgefa vel launuðu bankastörfin. Miðað við hvað hún var að yfirgefa, átti hún kannski betur heima innan Sjálfstæðisflokks, en þegar skoðuð eru þau mál sem hún beitir sér fyrir og þann kjark sem hún hefur til að koma þeim áfram, á hún auðvitað heima í Miðflokknum, innan um réttsýnt og kjarkað fólk hans.
En Kristrúnu til málsbóta þá var mælt fylgi þess flokks nokkuð lágt er hún ákvað að söðla um og því kannski ekki á vísan að róa með tryggt þingsæti þar.
En það stendur hins vegar til bóta.
Logi sammála Kristrúnu um útlendingamálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er Samfó ekki að stela stefnumálum Miðflokksins? Þau eru þegar búin að rústa VG og Sjálfstæðisflokkurinn sér sjálfur um að tortíma sér.
Júlíus Valsson, 19.2.2024 kl. 22:57
Hún var víst reyndar rekin úr bankanum. En nú er hún að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk og virðist bara ganga nokkuð vel að sannfæra vinstrimennina um að þeir séu í rauninni íhald. Kannski þeir hefðu átt að leyfa henni að vera áfram í bankanum.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.2.2024 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.