Helber lygaþvættingur

Einn er sá flokkur á Alþingi sem mest hefur predikað siðabót kjörinna fulltrúa. Reyndar var þessi stjórnmálaflokkur stofnaður um það eitt, í upphafi. 

Þó er það svo að eini þingmaðurinn sem setið hefur á þingi og hefur á baki sér áfellisdóm siðanefndar Alþingis, kemur frá þeim flokki og situr enn sem fastast.  Og nú bætist við að fyrsti kjörni fulltrúi Alþingis sem handtekinn er af lögreglu, kemur einnig frá þessum sama flokki. Víst er að hún mun einnig sitja áfram á þingi.

Þeir sem predika siðabót kjörinna fulltrúa og eru gjarnan fyrstir til að kalla eftir afsögnum annarra þingmanna, við minnsta tilefni, ættu auðvitað að sýna gott fordæmi. Og þegar upp koma atvik sem rýrir störf þeirra á einhvern hátt, eiga þingmenn þessa flokks að fara eftir því sem þeir krefja aðra um.  Annað kallast tvískinnungur og lygaþvættingur!

 


mbl.is Kannast ekki við fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta fólk ætti að fletta BIBLÍUNNI en þar stendur "SÁ YÐAR SEM SYNDLAUS ER KASTI FYRSTA STEININUM" í það minnsta ættu þeir að hafa þetta að leiðarljósi.....

Jóhann Elíasson, 27.11.2023 kl. 09:09

2 identicon

Að sjálfsögðu. Þetta er hverju orði sannara, en Píratarnir eru eins og þeir eru, og dæma sífellt aðra, sjá eilíflega flísarnar í annarra augum en líta ekki á bjálkana í eigin augum og virðast ekki vita af þeim, nema þeim sé sama um þá. Það er meinið.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2023 kl. 14:22

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er það brot á einhverjum reglum ef maður er handtekinn af lögreglu fyrir engar sakir og skömmu síðar sleppt úr haldi þegar það kemur í ljós að engar forsendur voru fyrir handtökunni?

Væri ekki frekar ástæða til þess skoða þá háttsemi lögreglunnar að framkvæma ástæðulausa handtöku?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2023 kl. 16:50

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú var ég ekki á staðnum þegar handtakan fór fram, Guðmundur og sennilega ekki þú heldur. Hitt liggur þó fyrir að þingmaðurinn hefur hælt lögreglunni fyrir snör viðbrögð og að auki viðurkennt að handtakan var réttmæt.

Hitt er þó kannski meira mál, eins og pistill minn fjallar um, að þeir sem boða siðvendi eiga sjálfir að fara fram með góðu fordæmi. Píratar voru í fyrstu stofnaðir sem stjórnmálaafl, ekki stjórnmálaflokkur. Þetta átti að undirstrika tilganginn, þann tilgang að þetta stjórnmálaafl væri fyrst og fremst stofnað gegn hinum "spillta fjórflokk", eins og það var kallað á þeim tíma.

Nú eru Píratar orðnir að hörðum stjórnmálaflokki í reynd, þó á pappír sé talað um stjórnmálaafl. Og spillingin innan þessa stjórnmálaflokks er litlu minni en hinna stjórnmálaflokkanna.

Við kjósendur allra þessara flokka erum hins vegar einungis sek af því að koma fólki þeirra á þing.

Um háttsemi lögreglunnar vil ég sem minnst tjá mig. Þar má sjálfsagt skoða margt.

Gunnar Heiðarsson, 28.11.2023 kl. 07:30

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Miðað við það sem nú hefur komið fram um málið sýnist mér að það hafi kannski bara verið ágæt afgreiðsla hjá lögreglu að koma viðkomandi úr þeim aðstæðum sem um ræðir og heim til sín án frekari eftirmála. Mér finnst það vera til fyrirmyndar þegar lögregla leysir úr málum af hjálpsemi frekar en með óþarfa hörku, sérstaklega þegar ekki er um að ræða neitt glæpsamlegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2023 kl. 17:31

6 identicon

Guðmundur, það virðist hafa farið frmhjá þér að þingkonan veittist að dyravörðum og því var lögteglan kölluð til.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.11.2023 kl. 18:13

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Veittist að? Hún sagðist hafa verið kjaftfor.

Dyraverðir bregðast misjafnlega við slíku, sumir eru ofboðslega viðkvæmir og missa kúlið af minnsta tilefni, aðrir eru yfirvegaðir og láta sem lítið sé eða vísa viðkmandi bara einfaldlega út.

Ein ölvuð manneskja er sjaldnast nein ógn við þessa aðila. Oft er best að leysa málin með því að stilla bara til friðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2023 kl. 19:50

8 identicon

Hún sagðist hafa verið kjaftfor!!!?

Je ræt!  Dyraverðir kalla ekki eftir aðstoð lögreglu til að koma kjaftforum viðskiptavini út.  Það þarf eitthvað mikið að ganga á áður en lögreglan er kölluð til.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.11.2023 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband