Það er næs að vera eldfjallafræðingur

Það er næs að vera eldfjallafræðingur á Íslandi, þessi misserin. Jörð skelfur og jörð bólgnar.

Kannski er þetta kvikuinnskot, kannski ekki. Kannski verður það að gosi, kannski ekki.

Eitt er þó víst að það mun gjósa. Kannski þarna en kannski einhverstaðar annarsstaðar. Kannski fljótlega en kannski ekki fyrr en einhvertímann seinna, jafnvel löngu seinna.

En það mun gjósa. Við munum láta ykkur vita hvar og hvenær - eftir að það er hafið.

 


mbl.is Kvika gæti komið upp í jarðskorpuna við Bláa lónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjör snilld..cool

Sigurður Kristján Hjaltested, 31.10.2023 kl. 20:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er næs að vera hagfræðingur á Íslandi, þessi misserin. Vextir bíta og verð bólgnar.

Kannski er þetta skammvinnt, kannski ekki. Kannski leiðir það til gjaldþrota, kannski ekki.

Eitt er þó víst að það mun koma að skuldadögum. Kannski hjá þessum en kannski hjá einhverjum öðrum. Kannski fljótlega en kannski ekki fyrr en einhvertímann seinna, jafnvel löngu seinna.

En það mun koma að skuldadögum. Við munum láta ykkur vita hvar og hvenær - eftir að það gerist.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2023 kl. 17:19

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Flottur Guðmudur

Gunnar Heiðarsson, 1.11.2023 kl. 19:50

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta skrifaði sig næstum alveg sjálft ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2023 kl. 20:02

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gott að vera framsóknamaður á Íslandi, er sammála hinu og þessu en samt ekki!!

Sigurður I B Guðmundsson, 2.11.2023 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband