Minna gat það vart orðið

Í síðasta pistli gerði ég tilraun til að vera spámaður. Það gekk ekki upp enda útilokað að láta sér til hugar koma svo aumingjalegan leik sem tefldur var. Að ekki skildi vera notað tækifærið, í þeirri stöðu sem upp var komin, til að hreinsa örlítið til í stjórnarsamstarfinu. Í það minnsta gera tilraun til að gera stjórnina sæmilega starfhæfa.

Þess í stað hottuðust stjórnarþingmenn til þingvalla, með einhverjar byrgðir af söngöli. Þegar til baka kom var þjóðinni tilkynnt að stjórnin stæði bara ágætlega föstum fótum. Þegar fréttamenn gengu á formenn stjórnarflokkanna var sagt að þessi fundur kæmi bara ekkert við útgöngu BB úr sínu ráðuneyti, hann hafi verið ákveðinn fyrir löngu. Þó hafði einn ráðherra sagt, skömmu eftir uppsögn BB, að til stæði að halda fund þar eystra, til að slá í brest stjórnarsamstarfsins.

Formaður og varaformaður Sjalla skiptast á stólum. Ekkert annað gert. Minna gat það vart orðið. Tækifærinu til að stokka upp í ráðuneytum og í það minnsta gera tilraun til starfhæfðrar ríkisstjórnar, var fórnað. Þess í stað var bar klingt í glösum og síðan farið út að borða! 

En nú er semsagt ÞKR Gylfadóttir komin með lyklavöldin að ríkiskassanum. Að eigin sögn verður hennar helsta verk að selja Íslandsbanka. Annað skiptir hana litlu. Jú, það er víst einhver verðbólga, en það hlýtur að reddast. 

En bíðum nú aðeins, selja Íslandsbanka? Það gæti orðið henni erfitt. Hún á nefnilega bróður og sá bróðir er forstjóri eins af stærri fjárfestingafélögum landsins, Skel. Ef BB mátti ekki selja pabba sínum hlut í bankanum má Þórdís varla selja brósa hlut í bankanum. Fyrrum eigandi bankans, þessi sem setti hann í þrot á sínum tíma, er einn aðal eigandi Skeljar í dag. Ekki er víst að honum hugnist að vera haldið frá kaupum af bankanum.  

Reyndar, ef út í það er farið, þá er vand sèð að hægt sé að selja banka hér á landi án þess að hægt sé að tengja einhver vensl við þá sölu. Kannski er kominn tími til dusta rykið af hugmyndinni um að afhenda þjóðinni bankann, skipta hlutabréfunum bara á milli þjóðarinnar. Þá getur hver og einn selt sinn hlut, til pabba, brósa eða jafnvel Jóni Ásgeiri, allt eftir vilja hvers og eins. Jafnvel gæti fólk bara átt sinn hlut. 

Það voru margir sem glöddust þegar BB steig upp úr stól fjármálaráðuneytis. Sumir héldu að nú væri þeirra tími kominn, aðrir að þetta yrði til þess að tekið yrði til í stjórnarsamstarfinu. Svo voru einhverjir sem töldu nýtt siðferði í uppsiglingu í íslenskum stjórnmálum. Því miður er ekkert af þessu að ske.

Bankafrúin heppna sem Kratar hafa ofurtrú á, verður að bíða og ríkisstjórnin mun hökta áfram. Siðferðið verður samt. Ráðherrar geta setið þó dómstólar telji þá óhæfa, þingmenn sitja áfram þó þingnefnd telji þá siðferðislega óhæfa og fólk kýs sér formann stjórnmálaflokks, þó tilraun til skattaundanskota hafi verið reynd. Ekkert hefur breyst, enda ekkert gert til bóta.


mbl.is Þórdís fær lyklana að ríkiskassanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband